Deilt um fríverslunarsamning við blóðuga stjórn Duterte Heimir Már Pétursson skrifar 25. apríl 2017 19:00 Þingmenn Vinstri grænna og Pírata leggjast gegn því að Alþingi staðfesti fríverslunarsamning við Filippseyjar vegna mannréttindabrota og morða forseta landsins á óbreyttum borgurum. Stjórnarþingmenn segja samninginn koma íbúum Filippseyja til góða. Það var mikill fjöldi mála á dagskrá Alþingis í dag. meðal annars voru kosnir fulltrúar í sextán stjórnir og ráð, eins og í stjórn Ríkisútvarpsins og bankaráð Seðlabanka Íslands. En það var fríverslunarsamningur við Filippseyjar sem stal athyglinni á Alþingi. EFTA-ríkin undirrituðu fríverslunarsamning við Filippseyjar í lok apríl í fyrra, um tveimur mánuðum áður en Rodrigo Duterte var kjörinn forseti landsins. Utanríkisráðherra mælti fyrir þingsályktunartillögu á Alþingi í dag um staðfestingu samningsins. Hann felur meðal annars í sér gagnkvæma lækkun og niðurfellingu tolla á iðnaðarvörum, sjávarafurðum og unnum og óunnum landbúnaðarvörum.Duterte hefur reynst blóðugur forseti og hvatt til morða á fíkniefnasölum og neytendum án dóms og laga og stært sig af því að hafa persónulega myrt fólk þegar hann var borgarstjóri í Davao. Síðan hann tók við völdum hafa rúmlega níu þúsund manns verið myrt. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sagði að inni í samningum væru ákvæði um vernd mannréttinda, lýðræðis, réttarreglur og mannfrelsi í samræmi við sáttmála Sameinuðu þjóðanna. „Þá er rétt að upplýsa í þessu sambandi að ég gagnrýndi stjórnvöld Filippseyja og Duterte forseta harkalega á vettvangi Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna í febrúarmánuði síðast liðnum. Þeirri gagnrýni hefur síðan verið fylgt eftir af embættismönnum ráðuneytisins á vettvangi mannréttindaráðsins. Síðan má nefna að næsta lota í svo kallaðri jafningjarýni mannréttindaráðsins hefst í Genf í byrjun maí. Filippseyjar koma þar til skoðunar,“ sagði utanríkisráðherra. Þingmenn Vinstri grænna og Pírata lögðust gegn því að samningurinn verði staðfestur í ljósi mannréttindabrota Duterte. Rósa Björk Brynjólfsdóttir sagði skýrslur mannréttindasamtaka sýna að mannréttindi væru brotin á fleiri hópum en fíklum eins og frumbyggjum, börnum, bændum og samkynhneigðum. Ráðist hafi verið að valdi á frumbyggja, börn sættu nauðungarvinnu, skotið hafi verið á mótmæli bænda og morðum á hinsegin fólki hefði fjölgað. „Af hverju kemur ríkisstjórn Íslands með svona mál hingað inn í sal Alþingis? Af hverju vill ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar liðka fyrir viðskiptum við morðóða menn,“ spurði Rísa Björk. Þingmenn tókust síðan á um áhrif fríverslunarsamninga, sem þrátt fyrir vond stjórnvöld gætu komið íbúum Filippseyja til góða eða þrýst á forsetann blóðuga með því að samþiggja þá ekki. En allir voru sammála um að mannréttindabrot Duterte væru skelfileg og stjórnvöld landsins einstaklega vond. Alþingi Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Þingmenn Vinstri grænna og Pírata leggjast gegn því að Alþingi staðfesti fríverslunarsamning við Filippseyjar vegna mannréttindabrota og morða forseta landsins á óbreyttum borgurum. Stjórnarþingmenn segja samninginn koma íbúum Filippseyja til góða. Það var mikill fjöldi mála á dagskrá Alþingis í dag. meðal annars voru kosnir fulltrúar í sextán stjórnir og ráð, eins og í stjórn Ríkisútvarpsins og bankaráð Seðlabanka Íslands. En það var fríverslunarsamningur við Filippseyjar sem stal athyglinni á Alþingi. EFTA-ríkin undirrituðu fríverslunarsamning við Filippseyjar í lok apríl í fyrra, um tveimur mánuðum áður en Rodrigo Duterte var kjörinn forseti landsins. Utanríkisráðherra mælti fyrir þingsályktunartillögu á Alþingi í dag um staðfestingu samningsins. Hann felur meðal annars í sér gagnkvæma lækkun og niðurfellingu tolla á iðnaðarvörum, sjávarafurðum og unnum og óunnum landbúnaðarvörum.Duterte hefur reynst blóðugur forseti og hvatt til morða á fíkniefnasölum og neytendum án dóms og laga og stært sig af því að hafa persónulega myrt fólk þegar hann var borgarstjóri í Davao. Síðan hann tók við völdum hafa rúmlega níu þúsund manns verið myrt. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sagði að inni í samningum væru ákvæði um vernd mannréttinda, lýðræðis, réttarreglur og mannfrelsi í samræmi við sáttmála Sameinuðu þjóðanna. „Þá er rétt að upplýsa í þessu sambandi að ég gagnrýndi stjórnvöld Filippseyja og Duterte forseta harkalega á vettvangi Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna í febrúarmánuði síðast liðnum. Þeirri gagnrýni hefur síðan verið fylgt eftir af embættismönnum ráðuneytisins á vettvangi mannréttindaráðsins. Síðan má nefna að næsta lota í svo kallaðri jafningjarýni mannréttindaráðsins hefst í Genf í byrjun maí. Filippseyjar koma þar til skoðunar,“ sagði utanríkisráðherra. Þingmenn Vinstri grænna og Pírata lögðust gegn því að samningurinn verði staðfestur í ljósi mannréttindabrota Duterte. Rósa Björk Brynjólfsdóttir sagði skýrslur mannréttindasamtaka sýna að mannréttindi væru brotin á fleiri hópum en fíklum eins og frumbyggjum, börnum, bændum og samkynhneigðum. Ráðist hafi verið að valdi á frumbyggja, börn sættu nauðungarvinnu, skotið hafi verið á mótmæli bænda og morðum á hinsegin fólki hefði fjölgað. „Af hverju kemur ríkisstjórn Íslands með svona mál hingað inn í sal Alþingis? Af hverju vill ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar liðka fyrir viðskiptum við morðóða menn,“ spurði Rísa Björk. Þingmenn tókust síðan á um áhrif fríverslunarsamninga, sem þrátt fyrir vond stjórnvöld gætu komið íbúum Filippseyja til góða eða þrýst á forsetann blóðuga með því að samþiggja þá ekki. En allir voru sammála um að mannréttindabrot Duterte væru skelfileg og stjórnvöld landsins einstaklega vond.
Alþingi Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira