Biskup segir ríkið skulda kirkjunni um 1,7 milljarða árlega Sveinn Arnarsson skrifar 27. apríl 2017 07:00 Agnes M. Sigurðardóttir, biskup þjóðkirkjunnar. Þjóðkirkjan á Íslandi gagnrýnir fjármálaáætlun Alþingis harðlega í innsendri umsögn kirkjuráðs og Biskupsstofu en áætlunin liggur nú fyrir til meðferðar þingsins. Segir í umsögn biskups Íslands og kirkjuráðs hinnar íslensku þjóðkirkju að ríkissjóður skuldi kirkjunni tæplega 1,7 milljarða króna á fjárlögum ársins í ár vegna vanefnda fimm liða í fjárlögum. Eru það fjárlagaliðir um laun presta, kristnisjóð, sóknargjöld, kirkjumálasjóð og jöfnunarsjóð sókna. Með því að uppfæra tölur ekki samkvæmt reiknilíkani sem á að meta fjárhæðir til kirkjunnar hafi þannig myndast skuld ríkissjóðs við kirkjuna. „Það vantar mjög verulega upp á að það sé staðið við skuldbindingar samkvæmt lögum,“ segir Oddur Einarsson, framkvæmdastjóri kirkjuráðs. „Það var neyðarástand árið 2008, en ekki í dag. Ef menn ætla ekki að standa við skuldbindingar þá verða menn að finna aðrar ástæður fyrir skerðingunni.“ Umsögn þjóðkirkjunnar hvílir að mati kirkjunnar á tveimur staðreyndum. Sú fyrri er að árið 1997 var gerður samningur milli ríkis og kirkju um notkun reiknilíkans við að framreikna upphæðir til kirkjunnar sem síðan var tekið úr sambandi árið 2008 í hruninu. Seinni staðreyndin að mati kirkjuráðs er að sóknargjöld hafi ekki að fullu verið flutt til kirkjunnar heldur sitji ár hvert hluti þeirra eftir í ríkissjóði til almennra verka. 2.500 einstaklingar gengu úr þjóðkirkjunni í fyrra. Þrátt fyrir stöðuga fækkun jukust framlögin árið 2017 um rúmar eitt hundrað milljónir frá fyrra ári. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Sjá meira
Þjóðkirkjan á Íslandi gagnrýnir fjármálaáætlun Alþingis harðlega í innsendri umsögn kirkjuráðs og Biskupsstofu en áætlunin liggur nú fyrir til meðferðar þingsins. Segir í umsögn biskups Íslands og kirkjuráðs hinnar íslensku þjóðkirkju að ríkissjóður skuldi kirkjunni tæplega 1,7 milljarða króna á fjárlögum ársins í ár vegna vanefnda fimm liða í fjárlögum. Eru það fjárlagaliðir um laun presta, kristnisjóð, sóknargjöld, kirkjumálasjóð og jöfnunarsjóð sókna. Með því að uppfæra tölur ekki samkvæmt reiknilíkani sem á að meta fjárhæðir til kirkjunnar hafi þannig myndast skuld ríkissjóðs við kirkjuna. „Það vantar mjög verulega upp á að það sé staðið við skuldbindingar samkvæmt lögum,“ segir Oddur Einarsson, framkvæmdastjóri kirkjuráðs. „Það var neyðarástand árið 2008, en ekki í dag. Ef menn ætla ekki að standa við skuldbindingar þá verða menn að finna aðrar ástæður fyrir skerðingunni.“ Umsögn þjóðkirkjunnar hvílir að mati kirkjunnar á tveimur staðreyndum. Sú fyrri er að árið 1997 var gerður samningur milli ríkis og kirkju um notkun reiknilíkans við að framreikna upphæðir til kirkjunnar sem síðan var tekið úr sambandi árið 2008 í hruninu. Seinni staðreyndin að mati kirkjuráðs er að sóknargjöld hafi ekki að fullu verið flutt til kirkjunnar heldur sitji ár hvert hluti þeirra eftir í ríkissjóði til almennra verka. 2.500 einstaklingar gengu úr þjóðkirkjunni í fyrra. Þrátt fyrir stöðuga fækkun jukust framlögin árið 2017 um rúmar eitt hundrað milljónir frá fyrra ári.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Sjá meira