Rakel: Fleiri en þrjú lið sem geta barist á toppnum Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. apríl 2017 11:00 Breiðablik varð af Íslandsmeistaratitlinum í Pepsi-deild kvenna í fótbolta í fyrra á lokasprettinum. Það varð meistari árið 2015 en þurfti að sjá á eftir titlinum í Garðabæinn til Stjörnunnar í fyrra. Blikum er spáð öðru sæti í sumar á eftir Val en markmið þessa vel mannaða og öfluga Blikaliðs sem varð meistari meistaranna á dögunum eftir 3-0 sigur á Stjörnunni er að sjálfsögðu að verða aftur meistari. „Vonandi verðum við einu sæti ofar. Við förum allavega í alla leiki til að vinna þá,“ segir Rakel Hönnudóttir, fyrirliði Breiðabliks. „Okkur hefur gengið vel á undirbúningstímabilinu. Við erum með gott lið og ég hlakka bara til að byrja sumarið.“ Rakel viðurkennir að Blikar voru í sárum eftir að ná ekki að verja Íslandsmeistaratitilinn á síðasta ári. „Það var náttúrlega ömurlegt að tapa og lenda í öðru sæti í fyrra. Við förum í alla leiki til að vinna þá og við ætlum okkur að vera einu sæti ofar en þessi spá segir til um. Deildin er aftur á móti mjög sterk þannig þetta kemur í ljós,“ segir Rakel en hvernig verður það að spila í Pepsi-deildinni með EM í kollinum? „Maður þarf bara að skipuleggja sig vel. Maður er alltaf að hugsa um EM en það þarf að einbeita sér að einu í einu. Maður þarf að einbeita sér að Pepsi-deildinni þegar hún er í gangi en samt undirbúa sig fyrir EM.“ Valur, Breiðablik og Stjarnan eiga að berjast um titilinn samkvæmt spánni en eru fleiri lið sem koma til greina? „Þór/KA og ÍBV eru með mjög sterk lið. KR er búið að fá til sín frábæra leikmenn þannig ég býst við mjög sterkri deild í ár. Það eru fleiri lið en þessi þrjú sem geta barist á toppnum,“ segir Rakel Hönnudóttir. Allt viðtalið má sjá hér að ofan. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Valskonum spáð titlinum Valur og Breiðablik munu berjast um Íslandsmeistaratitilinn í efstu deild kvenna í sumar samkvæmt spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna félaganna. 25. apríl 2017 12:59 Katrín: Geggjað að vera komin heim Katrín Ómarsdóttir er komin aftur í íslenska boltann eftir að hafa verið í atvinnumennsku síðustu átta árin. 26. apríl 2017 15:00 Margrét Lára: Fólk hefur enga ástæðu til að mæta ekki á kvennaleiki lengur Landsliðsfyrirliðinn bendir fótboltaáhugamönnum á að hafa hugann opinn og átta sig á því að karla- og kvennafótbolti eru ekki sama íþróttin. 26. apríl 2017 13:00 Gæti orðið geggjað sumar Keppni í Pepsi-deild kvenna hefst í kvöld með fjórum leikjum. Þorkell Máni Pétursson, einn sérfræðinga Pepsi-marka kvenna á Stöð 2 Sport, reiknar með hörkubaráttu bæði á toppi og botni deildarinnar. 27. apríl 2017 06:30 Mest lesið Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Fleiri fréttir Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Sjá meira
Breiðablik varð af Íslandsmeistaratitlinum í Pepsi-deild kvenna í fótbolta í fyrra á lokasprettinum. Það varð meistari árið 2015 en þurfti að sjá á eftir titlinum í Garðabæinn til Stjörnunnar í fyrra. Blikum er spáð öðru sæti í sumar á eftir Val en markmið þessa vel mannaða og öfluga Blikaliðs sem varð meistari meistaranna á dögunum eftir 3-0 sigur á Stjörnunni er að sjálfsögðu að verða aftur meistari. „Vonandi verðum við einu sæti ofar. Við förum allavega í alla leiki til að vinna þá,“ segir Rakel Hönnudóttir, fyrirliði Breiðabliks. „Okkur hefur gengið vel á undirbúningstímabilinu. Við erum með gott lið og ég hlakka bara til að byrja sumarið.“ Rakel viðurkennir að Blikar voru í sárum eftir að ná ekki að verja Íslandsmeistaratitilinn á síðasta ári. „Það var náttúrlega ömurlegt að tapa og lenda í öðru sæti í fyrra. Við förum í alla leiki til að vinna þá og við ætlum okkur að vera einu sæti ofar en þessi spá segir til um. Deildin er aftur á móti mjög sterk þannig þetta kemur í ljós,“ segir Rakel en hvernig verður það að spila í Pepsi-deildinni með EM í kollinum? „Maður þarf bara að skipuleggja sig vel. Maður er alltaf að hugsa um EM en það þarf að einbeita sér að einu í einu. Maður þarf að einbeita sér að Pepsi-deildinni þegar hún er í gangi en samt undirbúa sig fyrir EM.“ Valur, Breiðablik og Stjarnan eiga að berjast um titilinn samkvæmt spánni en eru fleiri lið sem koma til greina? „Þór/KA og ÍBV eru með mjög sterk lið. KR er búið að fá til sín frábæra leikmenn þannig ég býst við mjög sterkri deild í ár. Það eru fleiri lið en þessi þrjú sem geta barist á toppnum,“ segir Rakel Hönnudóttir. Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Valskonum spáð titlinum Valur og Breiðablik munu berjast um Íslandsmeistaratitilinn í efstu deild kvenna í sumar samkvæmt spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna félaganna. 25. apríl 2017 12:59 Katrín: Geggjað að vera komin heim Katrín Ómarsdóttir er komin aftur í íslenska boltann eftir að hafa verið í atvinnumennsku síðustu átta árin. 26. apríl 2017 15:00 Margrét Lára: Fólk hefur enga ástæðu til að mæta ekki á kvennaleiki lengur Landsliðsfyrirliðinn bendir fótboltaáhugamönnum á að hafa hugann opinn og átta sig á því að karla- og kvennafótbolti eru ekki sama íþróttin. 26. apríl 2017 13:00 Gæti orðið geggjað sumar Keppni í Pepsi-deild kvenna hefst í kvöld með fjórum leikjum. Þorkell Máni Pétursson, einn sérfræðinga Pepsi-marka kvenna á Stöð 2 Sport, reiknar með hörkubaráttu bæði á toppi og botni deildarinnar. 27. apríl 2017 06:30 Mest lesið Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Fleiri fréttir Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Sjá meira
Valskonum spáð titlinum Valur og Breiðablik munu berjast um Íslandsmeistaratitilinn í efstu deild kvenna í sumar samkvæmt spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna félaganna. 25. apríl 2017 12:59
Katrín: Geggjað að vera komin heim Katrín Ómarsdóttir er komin aftur í íslenska boltann eftir að hafa verið í atvinnumennsku síðustu átta árin. 26. apríl 2017 15:00
Margrét Lára: Fólk hefur enga ástæðu til að mæta ekki á kvennaleiki lengur Landsliðsfyrirliðinn bendir fótboltaáhugamönnum á að hafa hugann opinn og átta sig á því að karla- og kvennafótbolti eru ekki sama íþróttin. 26. apríl 2017 13:00
Gæti orðið geggjað sumar Keppni í Pepsi-deild kvenna hefst í kvöld með fjórum leikjum. Þorkell Máni Pétursson, einn sérfræðinga Pepsi-marka kvenna á Stöð 2 Sport, reiknar með hörkubaráttu bæði á toppi og botni deildarinnar. 27. apríl 2017 06:30