Löggæsla á bæjarhátíðum í uppnámi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 29. apríl 2017 20:08 Sú ákvörðun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins að fella niður heimild lögreglu til að innheimta löggæslukostnað á bæjarhátíð um síðustu Verslunarmannahelgi hefur sett gæslu á slíkum hátíðum í uppnám. Mörg sambærileg mál eru nú á borði ráðuneytisins þar sem farið er fram á að gjaldið verði fellt niður. Í aðdraganda Verslunarmannahelgarinnar á síðasta ári stóð Fjallabyggð að undirbúningi Síldarævintýrisins á Siglufirði og þegar bærinn óskaði eftir tækifærisleyfi fyrir hátíðarhöldum fór Lögreglustjórinn á Norðurlandi Eystra fram á að bæjarfélagið myndi greiða löggæslukostnað til að fá leyfið í gegn. Hefði bæjarfélagið ekki greitt þennan kostnað hefði verið líklegt að bæjarfélagið fengi ekki tækifærisleyfi fyrir hátíðarhöldunum en Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Fjallabyggð kærði málið til atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins sem úrskurðaði um málið í byrjun mánaðarins. Þar er ákvörðun lögreglustjórans um innheimtu löggæslukostnaðar vegna bæjarhátíðarinnar felld úr gildi. Spurningin sem hefur vaknað eftir úrskurð ráðuneytisins er hvort á kvörðunin sé fordæmisgefandi fyrir aðrar bæjarhátíðir sem haldnar eru um landið. Það er erfitt að segja hvaða áhrif hann getur haft á aðrar bæjarhátíðir því í úrskurðinum kemur einnig fram að bæjarhátíðir geti verið þannig að það sé hægt að innheimta löggæslukostnað,” segir Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra. Halla segir að fleiri mál eins og þetta séu til meðferðar hjá ráðuneytinu og segir hún að beðið verði með viðbrögð þar til úrskurðir í þeim málum liggi fyrir. „Ég hugsa að ég bíði eftir því og sjái hvaða leiðbeiningar ráðuneytið kemur fram með í þeim úrskurði og kannski í kjölfarið af því held ég að það sé alveg tilefni til þess að fara með það í dómsmálaráðuneytið og fara aftur yfir þessi mál.“ Vegna þeirra hátíða sem haldnar eru yfir sumarmánuðina þarf lögreglan á Norðurlandi eystra að leggja út í mikinn kostnað vegna þeirra hátíða. Ljóst er að ekki verður innheimtur löggæslukostnaður sæki Fjallabyggð aftur um tækifærisleyfi fyrir Síldarævintýrinu á Siglufirði um næstu Verslunarmannahelgi en fjölmargar aðrar hátíðir eru fyrirhugaðar á svæðinu í ár eins og Bíladagar, Sumleikarnir á Akureyri og Mærudagar á Húsavík. Tengdar fréttir Síldarævintýrisdeilan: Löggæslukostnaður felldur niður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur fellt niður löggæslukostnað sem lagður var á Fjallabyggð vegna Síldarævintýrisins á Siglufirði í fyrra. 25. apríl 2017 12:28 Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Sjá meira
Sú ákvörðun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins að fella niður heimild lögreglu til að innheimta löggæslukostnað á bæjarhátíð um síðustu Verslunarmannahelgi hefur sett gæslu á slíkum hátíðum í uppnám. Mörg sambærileg mál eru nú á borði ráðuneytisins þar sem farið er fram á að gjaldið verði fellt niður. Í aðdraganda Verslunarmannahelgarinnar á síðasta ári stóð Fjallabyggð að undirbúningi Síldarævintýrisins á Siglufirði og þegar bærinn óskaði eftir tækifærisleyfi fyrir hátíðarhöldum fór Lögreglustjórinn á Norðurlandi Eystra fram á að bæjarfélagið myndi greiða löggæslukostnað til að fá leyfið í gegn. Hefði bæjarfélagið ekki greitt þennan kostnað hefði verið líklegt að bæjarfélagið fengi ekki tækifærisleyfi fyrir hátíðarhöldunum en Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Fjallabyggð kærði málið til atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins sem úrskurðaði um málið í byrjun mánaðarins. Þar er ákvörðun lögreglustjórans um innheimtu löggæslukostnaðar vegna bæjarhátíðarinnar felld úr gildi. Spurningin sem hefur vaknað eftir úrskurð ráðuneytisins er hvort á kvörðunin sé fordæmisgefandi fyrir aðrar bæjarhátíðir sem haldnar eru um landið. Það er erfitt að segja hvaða áhrif hann getur haft á aðrar bæjarhátíðir því í úrskurðinum kemur einnig fram að bæjarhátíðir geti verið þannig að það sé hægt að innheimta löggæslukostnað,” segir Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra. Halla segir að fleiri mál eins og þetta séu til meðferðar hjá ráðuneytinu og segir hún að beðið verði með viðbrögð þar til úrskurðir í þeim málum liggi fyrir. „Ég hugsa að ég bíði eftir því og sjái hvaða leiðbeiningar ráðuneytið kemur fram með í þeim úrskurði og kannski í kjölfarið af því held ég að það sé alveg tilefni til þess að fara með það í dómsmálaráðuneytið og fara aftur yfir þessi mál.“ Vegna þeirra hátíða sem haldnar eru yfir sumarmánuðina þarf lögreglan á Norðurlandi eystra að leggja út í mikinn kostnað vegna þeirra hátíða. Ljóst er að ekki verður innheimtur löggæslukostnaður sæki Fjallabyggð aftur um tækifærisleyfi fyrir Síldarævintýrinu á Siglufirði um næstu Verslunarmannahelgi en fjölmargar aðrar hátíðir eru fyrirhugaðar á svæðinu í ár eins og Bíladagar, Sumleikarnir á Akureyri og Mærudagar á Húsavík.
Tengdar fréttir Síldarævintýrisdeilan: Löggæslukostnaður felldur niður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur fellt niður löggæslukostnað sem lagður var á Fjallabyggð vegna Síldarævintýrisins á Siglufirði í fyrra. 25. apríl 2017 12:28 Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Sjá meira
Síldarævintýrisdeilan: Löggæslukostnaður felldur niður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur fellt niður löggæslukostnað sem lagður var á Fjallabyggð vegna Síldarævintýrisins á Siglufirði í fyrra. 25. apríl 2017 12:28