Varaþingmaður Pírata gengur líka í Sósíalistaflokkinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. apríl 2017 15:42 Þór Saari sat á þingi fyrir Borgarahreyfinguna og síðar Hreyfinguna á árunum 2009 til 2013. Vísir/GVA Þór Saari hefur svarað kalli sósíalista landsins og er sá 58. til að skrá sig í nýstofnaðan Sósíalistaflokk. Frá þessu greinir hann á Facebook. Þór hefur skipt reglulega um stjórnmálaflokka undanfarin ár en hann sat á þingi fyrir Borgarahreyfinguna og gengdi formennsku hjá þingflokki Hreyfingarinnar. Síðastliðið sumar tilkynnti Þór að hann væri genginn til liðs við Pírata. Nú, níu mánuðum síðar, er hann orðinn Sósíalisti en það sem vekur athygli er að hann er ekki á þeim buxunum að yfirgefa Pírata heldur. Hrannar Björn Arnarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans og aðstoðarmaður Jóhönnu Sigurðardóttur í hennar ráðherratíð, spurði Þór út í breytingarnar. Hrannar: „Ertu hættur í Pírötum? Þór: „Ónei, en það er engin ástæða til annars en að styðja öll góð málefni.“Hrannar: „Ok. Þið eruð svo frjálslega í Pírötum... einhverstaðar hefðu það talist fréttir að varaþingmaður skrái sig sem stofnfélagi í nýjum stjórnmálaflokki... en það er auvðitað enn stærri frétt að þú ætlir að vera í þeim báðum!“Þór: Það er nú sem betur fer félagafrelsi hér á landi og mönnum frjálst að styðja þau málefni sem þeim sýnist. Píratar eru góðir fyrir sinn hatt og eru í raun eina von íslenskra stjórnmála. Hvert það nýtt framboð sem getur hoggið í hina pólitísku yfirstétt landsins, a.k.a. Fjórflokkinn er þó stuðnings vert. Þó Samfó hafi brugðist og sé horfin þá væri núkannski ráð fyrir þig að hætta þessari sút og rýna í af hverju, og ganga svo til lið við Sósíalistaflokkinn, þ.e. hafirðu einhvern tíma verið jafnaðarmaður.Hrannar þakkar Þór hugulsemina en segist klárlega á réttum stað í jafnaðarmannaflokki Íslands.„Við breytum litlu með því að stofna nýja flokka í hvert sinn sem okkur mislíkar eithvað í fari samferðafólksins eða í þjóðmálaumræðunni…“Þór svarar að bragði: „Við breytum kannsi litlu en við breytum engu með því að styðja flokka sem fara fram á fölskum forsendum sem jafnaðarmannaflokkar eins og Samfylkingin hefur gert.“Hvaða flokk Þór mun svo kjósa í næstu kosningum til Alþingis verður að koma í ljós. Alþingi Tengdar fréttir Sósíalistaflokkurinn byrjar með látum Gunnar Smári er vígreifur og segir aldrei hafi jafn margir gengið í stjórnmálaflokk á svo skömmum tíma. 11. apríl 2017 12:58 Oddný biður sósíalistana um að hinkra með tilraun sína "Ekki skemmta skrattanum enn einu sinni með stofnun flokks á vinstrivængnum,“ segir þingkona Samfylkingarinnar. 11. apríl 2017 14:36 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Þór Saari hefur svarað kalli sósíalista landsins og er sá 58. til að skrá sig í nýstofnaðan Sósíalistaflokk. Frá þessu greinir hann á Facebook. Þór hefur skipt reglulega um stjórnmálaflokka undanfarin ár en hann sat á þingi fyrir Borgarahreyfinguna og gengdi formennsku hjá þingflokki Hreyfingarinnar. Síðastliðið sumar tilkynnti Þór að hann væri genginn til liðs við Pírata. Nú, níu mánuðum síðar, er hann orðinn Sósíalisti en það sem vekur athygli er að hann er ekki á þeim buxunum að yfirgefa Pírata heldur. Hrannar Björn Arnarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans og aðstoðarmaður Jóhönnu Sigurðardóttur í hennar ráðherratíð, spurði Þór út í breytingarnar. Hrannar: „Ertu hættur í Pírötum? Þór: „Ónei, en það er engin ástæða til annars en að styðja öll góð málefni.“Hrannar: „Ok. Þið eruð svo frjálslega í Pírötum... einhverstaðar hefðu það talist fréttir að varaþingmaður skrái sig sem stofnfélagi í nýjum stjórnmálaflokki... en það er auvðitað enn stærri frétt að þú ætlir að vera í þeim báðum!“Þór: Það er nú sem betur fer félagafrelsi hér á landi og mönnum frjálst að styðja þau málefni sem þeim sýnist. Píratar eru góðir fyrir sinn hatt og eru í raun eina von íslenskra stjórnmála. Hvert það nýtt framboð sem getur hoggið í hina pólitísku yfirstétt landsins, a.k.a. Fjórflokkinn er þó stuðnings vert. Þó Samfó hafi brugðist og sé horfin þá væri núkannski ráð fyrir þig að hætta þessari sút og rýna í af hverju, og ganga svo til lið við Sósíalistaflokkinn, þ.e. hafirðu einhvern tíma verið jafnaðarmaður.Hrannar þakkar Þór hugulsemina en segist klárlega á réttum stað í jafnaðarmannaflokki Íslands.„Við breytum litlu með því að stofna nýja flokka í hvert sinn sem okkur mislíkar eithvað í fari samferðafólksins eða í þjóðmálaumræðunni…“Þór svarar að bragði: „Við breytum kannsi litlu en við breytum engu með því að styðja flokka sem fara fram á fölskum forsendum sem jafnaðarmannaflokkar eins og Samfylkingin hefur gert.“Hvaða flokk Þór mun svo kjósa í næstu kosningum til Alþingis verður að koma í ljós.
Alþingi Tengdar fréttir Sósíalistaflokkurinn byrjar með látum Gunnar Smári er vígreifur og segir aldrei hafi jafn margir gengið í stjórnmálaflokk á svo skömmum tíma. 11. apríl 2017 12:58 Oddný biður sósíalistana um að hinkra með tilraun sína "Ekki skemmta skrattanum enn einu sinni með stofnun flokks á vinstrivængnum,“ segir þingkona Samfylkingarinnar. 11. apríl 2017 14:36 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Sósíalistaflokkurinn byrjar með látum Gunnar Smári er vígreifur og segir aldrei hafi jafn margir gengið í stjórnmálaflokk á svo skömmum tíma. 11. apríl 2017 12:58
Oddný biður sósíalistana um að hinkra með tilraun sína "Ekki skemmta skrattanum enn einu sinni með stofnun flokks á vinstrivængnum,“ segir þingkona Samfylkingarinnar. 11. apríl 2017 14:36