Íbúar í Boðaþingi ringlaðir og hræddir: Sent uppsagnarbréf eftir dóm héraðsdóms Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. apríl 2017 20:15 Þorsteinn Þorsteinsson, íbúi í Boðaþingi, fer fyrir íbúum. vísir/hanna Formaður íbúafélags í þjónustuíbúðum í Boðaþingi segir að íbúar í þjónustuíbúðum Sjómannadagsráðs séu bæði hræddir og ringlaðir, eftir að leigusalinn sendi þeim íbúum uppsagnarbréf, sem að neituðu að samþykkja að falla frá greiðslum, sem héraðsdómur dæmdi leigusalann til þess að gefa þeim. RÚV greinir fráFram kemur að íbúar fimm íbúða í Boðaþingi hafi gert athugasemdir við um fjórtán þúsund króna húsgjald, sem þeim var gert að greiða til viðbótar við húsaleigu. Þeir töldu að sér bæri ekki að greiða fyrir allt það sem húsgjaldið var notað til og var tekið sem dæmi stjórnunarkostnað Naustavarar, sem er leigusalinn í eigu Sjómannadagsráðs, kostnað vegna húsvörslu, eftirlitskerfa í sameign og reksturs púttvallar. Bæði kærunefnd húsnæðismála sem og héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi íbúum í vil. Þorsteinn Þorsteinsson, formaður Íbúafélags Boðaþings 22-24, tekur fram Naustavör beri ekki einungis að hætta að innheimta viðkomandi upphæð, heldur beri þeim að borga hana til baka og á Þorsteinn þá rétt á tæpum 300.000 krónum. Í framhaldi af þessu sendi Naustavör öllum íbúum í þjónustuíbúðum sínum í Kópavogi, Garðabæ og Reykjanesbæ bréf, þar sem segir að hætt verði við innheimtu húsgjaldsins en þess í stað verði húsaleigan hækkuð um sömu upphæð og húsgjaldið var áður. Þá er íbúum jafnframt gert að undirrita nýjan leigusamning, þar sem segir að með undirritun samþykki íbúar að engar kröfur séu á milli hans og Naustavarar, þrátt fyrir niðurstöðu héraðsdóms. Þorsteinn skuli því gefa eftir þær þrjú hundruð þúsund krónur sem honum voru dæmdar. Það vildi hann ekki fallast á og fékk því uppsagnarbréf. Hann segir íbúa ringlaða og hrædda. Sigurður Garðarsson, framkvæmdastjóri Sjómannadagsráðs höfuðborgarsvæðisins, segir í samtali við RÚV, að ekki sé verið að fara á bak við neinn og segir hann að reynt sé að umgangast málið þannig að finna megi lausn á „lagatæknilegu vandamáli sem komið er upp í stöðunni.“ „Í leigusamningnum sem upphaflega var, er þessa gjald getið, það er húsaleigunnar og húsgjaldsins. Þannig er ekki verið að fara á bak við nokkurn mann, heldur er bara verið að gera breytingu þar sem húsgjaldið er fært inn í húsaleiguna og áfram veitt sama þjónusta.“ Sigurður segir að þeim íbúum sem ekki hafi viljað samþykkja nýja samninginn, verði boðinn nýr. Hann segir að nýir samningar verði ekki á sömu kjörum og eldri samningar. Spurður hvort að það sé ekki bara til þess að innheimta sömu gjöld og það sem héraðsdómur hafi dæmt fólkinu, segir Sigurður að það sé ekki búið að kanna það. Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Formaður íbúafélags í þjónustuíbúðum í Boðaþingi segir að íbúar í þjónustuíbúðum Sjómannadagsráðs séu bæði hræddir og ringlaðir, eftir að leigusalinn sendi þeim íbúum uppsagnarbréf, sem að neituðu að samþykkja að falla frá greiðslum, sem héraðsdómur dæmdi leigusalann til þess að gefa þeim. RÚV greinir fráFram kemur að íbúar fimm íbúða í Boðaþingi hafi gert athugasemdir við um fjórtán þúsund króna húsgjald, sem þeim var gert að greiða til viðbótar við húsaleigu. Þeir töldu að sér bæri ekki að greiða fyrir allt það sem húsgjaldið var notað til og var tekið sem dæmi stjórnunarkostnað Naustavarar, sem er leigusalinn í eigu Sjómannadagsráðs, kostnað vegna húsvörslu, eftirlitskerfa í sameign og reksturs púttvallar. Bæði kærunefnd húsnæðismála sem og héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi íbúum í vil. Þorsteinn Þorsteinsson, formaður Íbúafélags Boðaþings 22-24, tekur fram Naustavör beri ekki einungis að hætta að innheimta viðkomandi upphæð, heldur beri þeim að borga hana til baka og á Þorsteinn þá rétt á tæpum 300.000 krónum. Í framhaldi af þessu sendi Naustavör öllum íbúum í þjónustuíbúðum sínum í Kópavogi, Garðabæ og Reykjanesbæ bréf, þar sem segir að hætt verði við innheimtu húsgjaldsins en þess í stað verði húsaleigan hækkuð um sömu upphæð og húsgjaldið var áður. Þá er íbúum jafnframt gert að undirrita nýjan leigusamning, þar sem segir að með undirritun samþykki íbúar að engar kröfur séu á milli hans og Naustavarar, þrátt fyrir niðurstöðu héraðsdóms. Þorsteinn skuli því gefa eftir þær þrjú hundruð þúsund krónur sem honum voru dæmdar. Það vildi hann ekki fallast á og fékk því uppsagnarbréf. Hann segir íbúa ringlaða og hrædda. Sigurður Garðarsson, framkvæmdastjóri Sjómannadagsráðs höfuðborgarsvæðisins, segir í samtali við RÚV, að ekki sé verið að fara á bak við neinn og segir hann að reynt sé að umgangast málið þannig að finna megi lausn á „lagatæknilegu vandamáli sem komið er upp í stöðunni.“ „Í leigusamningnum sem upphaflega var, er þessa gjald getið, það er húsaleigunnar og húsgjaldsins. Þannig er ekki verið að fara á bak við nokkurn mann, heldur er bara verið að gera breytingu þar sem húsgjaldið er fært inn í húsaleiguna og áfram veitt sama þjónusta.“ Sigurður segir að þeim íbúum sem ekki hafi viljað samþykkja nýja samninginn, verði boðinn nýr. Hann segir að nýir samningar verði ekki á sömu kjörum og eldri samningar. Spurður hvort að það sé ekki bara til þess að innheimta sömu gjöld og það sem héraðsdómur hafi dæmt fólkinu, segir Sigurður að það sé ekki búið að kanna það.
Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira