Samningur um kaup Garðabæjar á jörðinni Vífilsstöðum undirritaður Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 19. apríl 2017 21:30 Garðabær hefur keypt jörðina Vífilsstaði en samningur þess efnis var undirritaður í dag. Bæjarstjóri Garðabæjar segir fyrirhugað að byggja um 1.500 íbúðir á svæðinu, en útilokar ekki að nýtt þjóðarsjúkrahús rísi á Vífilsstöðum. Um er að ræða rúmlega 200 hektara svæði í kringum Vífilsstaðaspítala, svæði austan Vífilsstaða, núverandi golfvallarsvæði GKG, friðland í Vífilsstaðahrauni (Svínahrauni) og Rjúpnahæð á móts við Kjóavelli. Kaupverðið er tæpar 560 milljónir króna. Undanskildar í kaupunum eru allar húseignir ríkisins á Vífilsstöðum en gerðir verða lóðarsamningar um eignirnar. Bæjarstjórinn í Garðabæ og fjármála- og efnahagsráðherra undirrituðu kaupsamninginn í dag. Bæjarstjórinn Gunnar Einarsson segir svæðið mjög hentugt til íbúðabyggðar. „Við eigum hluta í Hnoðraholtinu þannig að þetta smellpassar við þau uppbyggingaráform sem við höfum.“ Ekki verður hreyft við golfvellinum, en Gunnar segir raunhæft að byggja í kringum hann. „Við erum með áform um að byggja hér fjölnotaíþróttahús, það er yfirbyggðan knattspyrnuvöll, og skóla og fleira.“Reynt að efla íbúðabyggð Fjármálaráðherra segir ástæðu þess að ríkið sé að selja landið vera að það passi vel inn í það sem ríkið er að gera núna. „Við erum að reyna að efla íbúðabyggð hérna á svæðunum í kringum höfuðborgina. Ég er líka mjög ánægður með það verð sem ríkið fær fyrir.“ Vífilsstaðir hafa síðastliðin ár helst verið í fréttum sem hugsanleg staðsetning fyrir nýtt þjóðarsjúkrahús. Með þessari undirritun í dag og þeim framkvæmdum sem farið verður í í kjölfarið má því spyrja hvort að sá möguleiki sé nú úr sögunni. Gunnar segir að svo þurfi ekki að vera. „Við viljum auðvitað koma landinu sem fyrst í skipulag og uppbyggingu. Samningurinn er þannig að við fáum hluta af byggingarréttinum, og ríkið hluta. Þannig að er ríkið er mjög lengi að taka ákvarðanir um framtíðina, þá gæti vel farið svo að við yrðum að setja það land undir eitthvað annað. En við útilokum ekkert samvinnu við ríkið á þessu sviði,“ segir Gunnar. Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Garðabær hefur keypt jörðina Vífilsstaði en samningur þess efnis var undirritaður í dag. Bæjarstjóri Garðabæjar segir fyrirhugað að byggja um 1.500 íbúðir á svæðinu, en útilokar ekki að nýtt þjóðarsjúkrahús rísi á Vífilsstöðum. Um er að ræða rúmlega 200 hektara svæði í kringum Vífilsstaðaspítala, svæði austan Vífilsstaða, núverandi golfvallarsvæði GKG, friðland í Vífilsstaðahrauni (Svínahrauni) og Rjúpnahæð á móts við Kjóavelli. Kaupverðið er tæpar 560 milljónir króna. Undanskildar í kaupunum eru allar húseignir ríkisins á Vífilsstöðum en gerðir verða lóðarsamningar um eignirnar. Bæjarstjórinn í Garðabæ og fjármála- og efnahagsráðherra undirrituðu kaupsamninginn í dag. Bæjarstjórinn Gunnar Einarsson segir svæðið mjög hentugt til íbúðabyggðar. „Við eigum hluta í Hnoðraholtinu þannig að þetta smellpassar við þau uppbyggingaráform sem við höfum.“ Ekki verður hreyft við golfvellinum, en Gunnar segir raunhæft að byggja í kringum hann. „Við erum með áform um að byggja hér fjölnotaíþróttahús, það er yfirbyggðan knattspyrnuvöll, og skóla og fleira.“Reynt að efla íbúðabyggð Fjármálaráðherra segir ástæðu þess að ríkið sé að selja landið vera að það passi vel inn í það sem ríkið er að gera núna. „Við erum að reyna að efla íbúðabyggð hérna á svæðunum í kringum höfuðborgina. Ég er líka mjög ánægður með það verð sem ríkið fær fyrir.“ Vífilsstaðir hafa síðastliðin ár helst verið í fréttum sem hugsanleg staðsetning fyrir nýtt þjóðarsjúkrahús. Með þessari undirritun í dag og þeim framkvæmdum sem farið verður í í kjölfarið má því spyrja hvort að sá möguleiki sé nú úr sögunni. Gunnar segir að svo þurfi ekki að vera. „Við viljum auðvitað koma landinu sem fyrst í skipulag og uppbyggingu. Samningurinn er þannig að við fáum hluta af byggingarréttinum, og ríkið hluta. Þannig að er ríkið er mjög lengi að taka ákvarðanir um framtíðina, þá gæti vel farið svo að við yrðum að setja það land undir eitthvað annað. En við útilokum ekkert samvinnu við ríkið á þessu sviði,“ segir Gunnar.
Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira