Lömb byrjuð að koma í heiminn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. apríl 2017 21:40 Guðbjörg Hannesdóttir, sauðfjárbóndi á Litla Hálsi í Grafningi. vísir/mhh Lítil og falleg lömb eru nú að byrja að koma í heiminn hjá sauðfjárbændum landsins því sauðburður er hafinn. Á bæ í Grafningi eru nokkrar kindur bornar bóndanum til mikillar undrunar. Hundurinn Logi spilar þar stórt hlutverk því hann gætir lambanna eins og sjáaldur augna sinna. Guðbjörg Hannesdóttir, ein af þremur dætra hjónanna á Litla Hálsi tók að sér að sjá um búskapinn á bænum á meðan foreldrarnir skruppu til sólarlanda í frí. Það átti enginn von á því að ærnar færu að bera en annað kom í ljós, um 20 lömb eru nú þegar komin í heiminn. Guðbjörg segist ekki hafa átt von á þessu. „Alls ekki. Það átti að vera sauðburður í maí. En það eru bara frjálsar ástir og allir glaðir með það. Öllum heilsast vel og þetta er rosa gaman,“ segir hún. Guðbjörg segist fá góða hjálp frá hundunum við að vakta féð og lömbin, aðallega þó frá Loga sem er vakin og sofinn yfir lömbunum. „Logi er hérna úti um allt. Og Kló sér um að þrífa. Þetta eru hreinræktaðir ástralskir fjárhundar sem taka virkan þátt.“ Þó að það séu komin lömb á Litla Hálsi og nokkrum öðrum bæjum víða um land hefst eiginlegur sauðburður ekki fyrr en í næsta mánuði. Guðbjörg segir að sauðburður sé lang skemmtilegasti tíminn í sveitinni. „Þetta er yndislegur tími. Þetta er vorboðinn, enda er hann kominn núna þegar lömbin eru komin.“ Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira
Lítil og falleg lömb eru nú að byrja að koma í heiminn hjá sauðfjárbændum landsins því sauðburður er hafinn. Á bæ í Grafningi eru nokkrar kindur bornar bóndanum til mikillar undrunar. Hundurinn Logi spilar þar stórt hlutverk því hann gætir lambanna eins og sjáaldur augna sinna. Guðbjörg Hannesdóttir, ein af þremur dætra hjónanna á Litla Hálsi tók að sér að sjá um búskapinn á bænum á meðan foreldrarnir skruppu til sólarlanda í frí. Það átti enginn von á því að ærnar færu að bera en annað kom í ljós, um 20 lömb eru nú þegar komin í heiminn. Guðbjörg segist ekki hafa átt von á þessu. „Alls ekki. Það átti að vera sauðburður í maí. En það eru bara frjálsar ástir og allir glaðir með það. Öllum heilsast vel og þetta er rosa gaman,“ segir hún. Guðbjörg segist fá góða hjálp frá hundunum við að vakta féð og lömbin, aðallega þó frá Loga sem er vakin og sofinn yfir lömbunum. „Logi er hérna úti um allt. Og Kló sér um að þrífa. Þetta eru hreinræktaðir ástralskir fjárhundar sem taka virkan þátt.“ Þó að það séu komin lömb á Litla Hálsi og nokkrum öðrum bæjum víða um land hefst eiginlegur sauðburður ekki fyrr en í næsta mánuði. Guðbjörg segir að sauðburður sé lang skemmtilegasti tíminn í sveitinni. „Þetta er yndislegur tími. Þetta er vorboðinn, enda er hann kominn núna þegar lömbin eru komin.“
Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira