Gamla Nintendo NES langvinsælust Haraldur Guðmundsson skrifar 5. apríl 2017 17:00 Kristinn Ólafur Smárason stofnaði Retrolif.is eftir að hann hafði safnað tölvuleikjum í meira en áratug. Vísir/Ernir „Þetta er fjölskyldufyrirtæki ef svo má segja en við konan mín stöndum að þessu,“ segir Kristinn Ólafur Smárason, eigandi vefverslunnar Retrólíf, sem selur gamlar leikjatölvur og tölvuleiki ásamt unnustu sinni Heiðrúnu Matthildi Atladóttur. Vefverslunin var opnuð í nóvember í fyrra en þar selja þau Kristinn og Heiðrún notaðar tölvur á borð við Nintendo NES, Sega Mega Drive og Playstation. Þar má einnig finna sjaldgæfa tölvuleiki sem ekki hafa verið seldir hér á landi í um 30 ár, eða jafnvel aldrei, og aukahluti eins og fjarstýringar og minniskubba. „Ég hef verið að væflast í þessum klassísku tölvum síðasta áratuginn eða svo og safnað þeim og gömlum leikjum í langan tíma. Á endanum var ég kominn með gott safn af alls konar dóti og maður var farinn að fá fyrirspurnir á Facebook, Blandi og fleiri stöðum. Mig langaði því að prufa að opna litla vefverslun með þessar vörur og lét verða af því. Þetta fékk strax talsverða athygli og ég fæ mikið af fyrirspurnum um hina ýmsu leiki og tölvur og þá reynir maður að hlaupa til og redda,“ segir Kristinn. Nintendo NES sló í gegn á níunda áratug síðustu aldar og hana mátti finna á mörgum íslenskum heimilum. Tölvan og leikir hennar eru að sögn Kristins vinsælustu vörurnar hjá Retrólíf en einnig er talsverð eftirspurn eftir leikjatölvu sem kom út um fimmtán árum síðar. „Það kom mér mjög á óvart hversu vinsæl Playstation 2 er og leikir henni tengdir. Það er augljóslega eitthvað „költ-following“ í kringum hana hér á landi,“ segir Kristinn. Er mikil eftirspurn eftir þessum vörum? „Ég segi nú ekki að það sé talsverð eftirspurn en þetta er sérstakur markaður og það er alltaf einhver sala. Ég er ekki á kafi í vinnu yfir þessu en það er vissulega áhugi og margir sem vilja finna aftur æskuárin í gegnum gamla tölvuleiki,“ segir Kristinn og bætir við að hann sé í fullu starfi hjá tæknifyrirtækinu GoMobile. Kaupirðu tölvurnar og leikina hér heima eða á netinu? „Ég geri hvort tveggja. Ég er búinn að vera á spjallborðum um alls konar tölvur ogg farinn að þekkja fólk með sama áhugamál um allan heim; í Japan, Þýskalandi, Skandinavíu og Ástralíu. Ef fólk vantar eitthvað mjög sérstakt get ég alltaf leitað til vissra aðila en maður reynir að halda innkaupunum þannig ef það er hægt.“ Birtist í Fréttablaðinu Leikjavísir Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
„Þetta er fjölskyldufyrirtæki ef svo má segja en við konan mín stöndum að þessu,“ segir Kristinn Ólafur Smárason, eigandi vefverslunnar Retrólíf, sem selur gamlar leikjatölvur og tölvuleiki ásamt unnustu sinni Heiðrúnu Matthildi Atladóttur. Vefverslunin var opnuð í nóvember í fyrra en þar selja þau Kristinn og Heiðrún notaðar tölvur á borð við Nintendo NES, Sega Mega Drive og Playstation. Þar má einnig finna sjaldgæfa tölvuleiki sem ekki hafa verið seldir hér á landi í um 30 ár, eða jafnvel aldrei, og aukahluti eins og fjarstýringar og minniskubba. „Ég hef verið að væflast í þessum klassísku tölvum síðasta áratuginn eða svo og safnað þeim og gömlum leikjum í langan tíma. Á endanum var ég kominn með gott safn af alls konar dóti og maður var farinn að fá fyrirspurnir á Facebook, Blandi og fleiri stöðum. Mig langaði því að prufa að opna litla vefverslun með þessar vörur og lét verða af því. Þetta fékk strax talsverða athygli og ég fæ mikið af fyrirspurnum um hina ýmsu leiki og tölvur og þá reynir maður að hlaupa til og redda,“ segir Kristinn. Nintendo NES sló í gegn á níunda áratug síðustu aldar og hana mátti finna á mörgum íslenskum heimilum. Tölvan og leikir hennar eru að sögn Kristins vinsælustu vörurnar hjá Retrólíf en einnig er talsverð eftirspurn eftir leikjatölvu sem kom út um fimmtán árum síðar. „Það kom mér mjög á óvart hversu vinsæl Playstation 2 er og leikir henni tengdir. Það er augljóslega eitthvað „költ-following“ í kringum hana hér á landi,“ segir Kristinn. Er mikil eftirspurn eftir þessum vörum? „Ég segi nú ekki að það sé talsverð eftirspurn en þetta er sérstakur markaður og það er alltaf einhver sala. Ég er ekki á kafi í vinnu yfir þessu en það er vissulega áhugi og margir sem vilja finna aftur æskuárin í gegnum gamla tölvuleiki,“ segir Kristinn og bætir við að hann sé í fullu starfi hjá tæknifyrirtækinu GoMobile. Kaupirðu tölvurnar og leikina hér heima eða á netinu? „Ég geri hvort tveggja. Ég er búinn að vera á spjallborðum um alls konar tölvur ogg farinn að þekkja fólk með sama áhugamál um allan heim; í Japan, Þýskalandi, Skandinavíu og Ástralíu. Ef fólk vantar eitthvað mjög sérstakt get ég alltaf leitað til vissra aðila en maður reynir að halda innkaupunum þannig ef það er hægt.“
Birtist í Fréttablaðinu Leikjavísir Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira