Antonio Conte sá fyrsti sem nær tvennunni á móti Guardiola Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. apríl 2017 15:00 Pep Guardiola og Antonio Conte í gær. Vísir/Getty Pep Guardiola kynntist í gærkvöldi tvennu sem hann hafði aldrei áður upplifað á knattspyrnustjóraferlinum sínum. Bæði tímamótin segja samt kannski meira um frábæran árangur hans sem stjóra frekar en annað. Það er allavega ljóst að tímabilið með Manchester City hefur verið enginn dans á rósum fyrir spænska stjórann sem hefur hingað til unnið 21 titil með stórliðum Barcelona og Bayern München. Pep Guardiola horfði í gærkvöldi upp á sína menn í Manchester City tapa 2-1 á móti toppliði Chelsea. Með því varð Antonio Conte, knattspyrnustjóri Chelsea, fyrstur til að vinna báða leikina á móti liði Guardiola á einu tímabili. Þetta er áttunda tímabil Guardiola sem knattspyrnustjóra og hann hafði alltaf náð í stig á móti öllum liðum deildarinnar. Chelsea vann hinsvegar báða leikina þar af fyrri leikinn 3-1 á heimavelli Manchester City. Guardiola varð ennfremur að sætta sig við sjötta deildartap sinna manna á tímabilinu og það hefur heldur aldrei gerst áður á hans stjóraferli með Barcelona, Bayern München og nú Manchester City. Guardiola hafði mest áður tapað fimm deildarleikjum á einu tímabili en það gerðist á fyrsta tímabili hans með Barcelona 2008-09 og á öðru tímabili hans með Bayern München 2014-15. Hér fyrir neðan má sjá tapleiki liða undir stjórn Pep Guardiola í deildarkeppninni og eins og sjá má þá er þetta nú ekki mjög langur listi.Stjóraferill Pep Guardiola og tapleikirnir í deildinniBarcelona 2008-09 - 5 1-0 á útivelli á móti Numancia 1-2 á heimavelli á móti Espanyol 4-3 á útivelli á móti Atlético Madrid 2-1 á útivelli á móti Mallorca 1-0 á heimavelli á móti OsasunaBarcelona 2009-10 - 1 2-1 á útivelli á móti Atlético MadridBarcelona 2010-11 - 2 2-0 á heimavelli á móti Hércules 2-1 á útivelli á móti Real SociedadBarcelona 2011-12 - 3 1-0 á útivelli á móti Getafe 3-2 á útivelli á móti Osasuna 2-1 á heimavelli á móti Real MadridBayern München 2013-14 - 2 1-0 á útivelli á móti Augsburg 3-0 á heimavelli á móti Borussia DortmundBayern München 2014-15 - 5 4-1 á útivelli á móti Wolfsburg 2-0 á heimavelli á móti Borussia Mönchengladbach 2-0 á útivelli á móti Bayer Leverkusen 1-0 á heimavelli á móti Augsburg 2-1 á útivelli á móti FreiburgBayern München 2015-16 - 2 3-1 á útivelli á móti Borussia Mönchengladbach 2-1 á heimavelli á móti Mainz 05Manchester City 2016-17 - 6 2-0 á útivelli á móti Tottenham 3-1 á heimavelli á móti Chelsea 4-2 á útivelli á móti Leicester 1-0 á útivelli á móti Liverpool 4-0 á útivelli á móti Everton 2-1 á útivelli á móti Chelsea#OJOALDATO - El Chelsea es el primer rival que le gana dos partidos de liga en una misma temporada a un club entrenado por Pep Guardiola.— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) April 5, 2017 Enski boltinn Spænski boltinn Þýski boltinn Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti Fleiri fréttir Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sjá meira
Pep Guardiola kynntist í gærkvöldi tvennu sem hann hafði aldrei áður upplifað á knattspyrnustjóraferlinum sínum. Bæði tímamótin segja samt kannski meira um frábæran árangur hans sem stjóra frekar en annað. Það er allavega ljóst að tímabilið með Manchester City hefur verið enginn dans á rósum fyrir spænska stjórann sem hefur hingað til unnið 21 titil með stórliðum Barcelona og Bayern München. Pep Guardiola horfði í gærkvöldi upp á sína menn í Manchester City tapa 2-1 á móti toppliði Chelsea. Með því varð Antonio Conte, knattspyrnustjóri Chelsea, fyrstur til að vinna báða leikina á móti liði Guardiola á einu tímabili. Þetta er áttunda tímabil Guardiola sem knattspyrnustjóra og hann hafði alltaf náð í stig á móti öllum liðum deildarinnar. Chelsea vann hinsvegar báða leikina þar af fyrri leikinn 3-1 á heimavelli Manchester City. Guardiola varð ennfremur að sætta sig við sjötta deildartap sinna manna á tímabilinu og það hefur heldur aldrei gerst áður á hans stjóraferli með Barcelona, Bayern München og nú Manchester City. Guardiola hafði mest áður tapað fimm deildarleikjum á einu tímabili en það gerðist á fyrsta tímabili hans með Barcelona 2008-09 og á öðru tímabili hans með Bayern München 2014-15. Hér fyrir neðan má sjá tapleiki liða undir stjórn Pep Guardiola í deildarkeppninni og eins og sjá má þá er þetta nú ekki mjög langur listi.Stjóraferill Pep Guardiola og tapleikirnir í deildinniBarcelona 2008-09 - 5 1-0 á útivelli á móti Numancia 1-2 á heimavelli á móti Espanyol 4-3 á útivelli á móti Atlético Madrid 2-1 á útivelli á móti Mallorca 1-0 á heimavelli á móti OsasunaBarcelona 2009-10 - 1 2-1 á útivelli á móti Atlético MadridBarcelona 2010-11 - 2 2-0 á heimavelli á móti Hércules 2-1 á útivelli á móti Real SociedadBarcelona 2011-12 - 3 1-0 á útivelli á móti Getafe 3-2 á útivelli á móti Osasuna 2-1 á heimavelli á móti Real MadridBayern München 2013-14 - 2 1-0 á útivelli á móti Augsburg 3-0 á heimavelli á móti Borussia DortmundBayern München 2014-15 - 5 4-1 á útivelli á móti Wolfsburg 2-0 á heimavelli á móti Borussia Mönchengladbach 2-0 á útivelli á móti Bayer Leverkusen 1-0 á heimavelli á móti Augsburg 2-1 á útivelli á móti FreiburgBayern München 2015-16 - 2 3-1 á útivelli á móti Borussia Mönchengladbach 2-1 á heimavelli á móti Mainz 05Manchester City 2016-17 - 6 2-0 á útivelli á móti Tottenham 3-1 á heimavelli á móti Chelsea 4-2 á útivelli á móti Leicester 1-0 á útivelli á móti Liverpool 4-0 á útivelli á móti Everton 2-1 á útivelli á móti Chelsea#OJOALDATO - El Chelsea es el primer rival que le gana dos partidos de liga en una misma temporada a un club entrenado por Pep Guardiola.— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) April 5, 2017
Enski boltinn Spænski boltinn Þýski boltinn Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti Fleiri fréttir Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sjá meira