Óttuðust um líf sitt Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 7. apríl 2017 19:30 Þrjár íslenskar konur sem urðu vitni að árásinni í Stokkhólmi segja mikla skelfingu og ringlulreið hafa gripið um sig eftir hana. Þær segjast sjálfar hafa óttast um líf sitt. Helga Margrét Marzellíusdóttir var í miðbæ Stokkhólms ásamt tíu ára dóttur sinni þegar vörubílnum var ekið inn í hóp fólks rétt fyrir klukkan þrjú að sænskum tíma. „Það tók sig upp mikil skelfing. Fólk byrjaði að hlaupa frá miðbænum og í allar áttir. Ég þekki ekki vel til Stokkhólms og var bara búin að vera þar í nokkrar klukkustundir. Ég hleyp bara af stað með barnið, gríp bara í hana og hleyp en vissi í rauninni ekki hvert ég var að fara,“ segir Helga. Hún segir óraunverulegt að upplifa árás af þessu tagi. „Það var engin leið til að bregðast rétt við þarna. Þetta er eitthvað sem manni finnst nógu skelfilegt að fylgjast með í fréttum, það kemur nógu mikið við mann þannig, en hvað þá að hafa verið svona nálægt þessu. Það er bara skelfilegt.“Héldu að þeirra stund væri kominHelena Reynisdóttir var ásamt vinkonu sinni Birnu Hrönn Gunnlaugsdóttur stödd í verslun á Drottningargötu þegar árásin átti sér stað. „Við erum bara að skoða föt og erum að fara að labba út þegar vindurinn kemur á móti okkur, og öskur og læti. Við sjáum bara bílinn keyra framhjá okkur, fyrir framan nefið á okkur, bláan risastóran trukk,“ útskýra þær. „Það hlaupa allir inn í búðina sem við erum í. Allir eru bara stjarfir og vita ekkert hvernig þeir eiga að höndla þetta. Það voru þarna konur að setja börnin sín inn í skápa, þetta var bara sturlun. En í brjálæðinu þá hlupum við tvær út til að reyna að komast frá bænum. Við bara hlupum og hlupum. Ég hef bara aldrei hlaupið svona á ævinni,“ segir Helena. Þær segjast hafa orðið mjög óttaslegnar í þessum aðstæðum. „Ég hélt bara að mín stund væri komin. Ég hef aldrei óttast jafn mikið um líf mitt og þarna,“ segir Birna. Hryðjuverk í Stokkhólmi Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Þrjár íslenskar konur sem urðu vitni að árásinni í Stokkhólmi segja mikla skelfingu og ringlulreið hafa gripið um sig eftir hana. Þær segjast sjálfar hafa óttast um líf sitt. Helga Margrét Marzellíusdóttir var í miðbæ Stokkhólms ásamt tíu ára dóttur sinni þegar vörubílnum var ekið inn í hóp fólks rétt fyrir klukkan þrjú að sænskum tíma. „Það tók sig upp mikil skelfing. Fólk byrjaði að hlaupa frá miðbænum og í allar áttir. Ég þekki ekki vel til Stokkhólms og var bara búin að vera þar í nokkrar klukkustundir. Ég hleyp bara af stað með barnið, gríp bara í hana og hleyp en vissi í rauninni ekki hvert ég var að fara,“ segir Helga. Hún segir óraunverulegt að upplifa árás af þessu tagi. „Það var engin leið til að bregðast rétt við þarna. Þetta er eitthvað sem manni finnst nógu skelfilegt að fylgjast með í fréttum, það kemur nógu mikið við mann þannig, en hvað þá að hafa verið svona nálægt þessu. Það er bara skelfilegt.“Héldu að þeirra stund væri kominHelena Reynisdóttir var ásamt vinkonu sinni Birnu Hrönn Gunnlaugsdóttur stödd í verslun á Drottningargötu þegar árásin átti sér stað. „Við erum bara að skoða föt og erum að fara að labba út þegar vindurinn kemur á móti okkur, og öskur og læti. Við sjáum bara bílinn keyra framhjá okkur, fyrir framan nefið á okkur, bláan risastóran trukk,“ útskýra þær. „Það hlaupa allir inn í búðina sem við erum í. Allir eru bara stjarfir og vita ekkert hvernig þeir eiga að höndla þetta. Það voru þarna konur að setja börnin sín inn í skápa, þetta var bara sturlun. En í brjálæðinu þá hlupum við tvær út til að reyna að komast frá bænum. Við bara hlupum og hlupum. Ég hef bara aldrei hlaupið svona á ævinni,“ segir Helena. Þær segjast hafa orðið mjög óttaslegnar í þessum aðstæðum. „Ég hélt bara að mín stund væri komin. Ég hef aldrei óttast jafn mikið um líf mitt og þarna,“ segir Birna.
Hryðjuverk í Stokkhólmi Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira