Viðskipti erlent

Endalaus skjár á Galaxy S8

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Samsung Galaxy S8.
Samsung Galaxy S8. Nordicphotos/AFP
Samsung kynnti í gær nýjustu snjallsímana í Galaxy-línu sinni, Samsung Galaxy S8 og S8+.

Þrátt fyrir að innvolsið sé nýrra og öflugra er stærsti munurinn fólginn í hönnun símanna. Í stað hinna hefðbundnu ramma í kringum skjá símans nær skjárinn nærri út á allar brúnir framhliðarinnar. Einungis mjó ræma er skilin eftir auð neðst á símanum og þá fá hátalari og sjálfumyndavél pláss efst.

Þetta veldur því að enginn heimatakki er sjáanlegur á símanum. Hann er í staðinn falinn undir snertiskjánum.

Samsung kallar hönnunina „Endalausan skjá“ og gerir nýja hönnunin það að verkum að skjárinn er mun stærri en á símum sömu stærðar.

Þannig er skjárinn á S8 alls 5,8 tommur samanborið við 4,7 tommu skjáinn á iPhone 7. Skjárinn á S8+ er 6,2 tommur samanborið við 5,5 tommu skjá iPhone 7 Plus. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu






Fleiri fréttir

Sjá meira


×