„Erum við að sigla áfram inn í 2007?“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. mars 2017 15:27 Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata. Vísir/ernir Ásta Guðrún Helgadóttir pírati kvaddi sér hljóðs undir liðnum óundirbúnar fyrirspurnir og lýsti yfir áhyggjum í kjölfar tíðinda af kaupum erlendra vogunarsjóða á um þrjátíu prósenta hlut í Arion banka.Ásta Guðrún velti því fyrir sér hvort einhver drög væri á sölu á eignarhluti ríkisins, og þar með þjóðarinnar, í Íslandsbanka og Landsbankanum. Þá sagði hún þrálátan orðróm í gangi þess efnis að selja ætti Íslandsbanka til erlendra aðila og spurði fjármála- og efnahagsráðherra hvort eitthvað væri til í þeim orðrómi.Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagðist ekkert vita um slíkan orðróm og hann ætti að vita af honum ef einhver væri. Engin plön séu um sölu. Engir hafi tilkynnt um áform að kaupa og hlutir ríkisins ekki verið kynntir til sölu.Ekki rétt staðið að einkavæðingunniÁsta Guðrún minnti á rannsóknarskýrslu Alþingis er varðaði fall bankanna en þar hafi komið skýrt fram að illa hafi verið staðið á sölu ríkisins á bönkunum. Og margir bankar hafi verið seldir á skömmum tíma og af þeim sökum hvorki fengist besta mögulega verð né hæfir eigendur til að kaupa bankann.„Erum við að sigla áfram inn í 2007?“ spurði Ásta Guðrún. Tímabil einkavæðingar og endurreisn hrunsins, eins og hún orðaði það. Benedikt sagðist svo sannarlega von að svo væri ekki. Hann væri eindregið þeirrar skoðunar að vítin væru til að varast þau.„Það var ekki rétt staðið að einkavæðingu bankanna,“ sagði Benedikt og nauðsynlegt væri að vanda sig eins og mögulegt er varðandi sölu á hlutum ríkisins. Alþingi Tengdar fréttir Goldman Sachs og þrír sjóðir kaupa um 30 prósent í Arion banka Í tilkynningu sem Kaupþing sendi frá sér rétt í þessu til Kauphallarinnar kemur fram að samkomulagið geri jafnframt ráð fyrir að fjárfestahópurinn fái kauprétt að 21,9 prósenta hlut til viðbótar sem verður á hærra gengi en greitt var fyrir hlutinn í lokaða útboðinu. 19. mars 2017 20:20 Hlutum Goldman og erlendu sjóðanna í Arion fylgir ekki atkvæðisréttur Kaupum bandaríska fjárfestingabankans Goldman Sachs og vogunarsjóðanna Taconic Capital, Attestor Capital og Och-Ziff Capital á samanlagt um 29,2 prósenta hlut í Arion banka fylgir ekki atkvæðisréttur að svo stöddu. 20. mars 2017 15:15 Eigandi Taconic Capital segir kaupin á Arion ekki skammtímafjárfestingu Frank Brosens, stofnandi og eigandi bandaríska vogunarsjóðsins Taconic Capital, fullyrðir að kaup sjóðsins á tæplega tíu prósenta hlut í Arion banka séu ekki hugsuð sem skammtímafjárfesting. 20. mars 2017 06:00 Uggandi yfir nýjum eigendum Arion: Greiddu milljarða í sekt vegna mútumáls „Sumum hefur þótt það merki um "paranoju“ þegar bent er á að þessir aðilar beiti ýmsum ráðum til að hámarka hagsmuni sína á Íslandi.“ 19. mars 2017 23:35 Lilja boðar til fundar vegna Arion Fundað verður með fulltrúum Fjármálaeftirlitsins og Höskuldi Ólafssyni bankastjóra Arion banka. 20. mars 2017 10:20 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Fleiri fréttir Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Sjá meira
Ásta Guðrún Helgadóttir pírati kvaddi sér hljóðs undir liðnum óundirbúnar fyrirspurnir og lýsti yfir áhyggjum í kjölfar tíðinda af kaupum erlendra vogunarsjóða á um þrjátíu prósenta hlut í Arion banka.Ásta Guðrún velti því fyrir sér hvort einhver drög væri á sölu á eignarhluti ríkisins, og þar með þjóðarinnar, í Íslandsbanka og Landsbankanum. Þá sagði hún þrálátan orðróm í gangi þess efnis að selja ætti Íslandsbanka til erlendra aðila og spurði fjármála- og efnahagsráðherra hvort eitthvað væri til í þeim orðrómi.Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagðist ekkert vita um slíkan orðróm og hann ætti að vita af honum ef einhver væri. Engin plön séu um sölu. Engir hafi tilkynnt um áform að kaupa og hlutir ríkisins ekki verið kynntir til sölu.Ekki rétt staðið að einkavæðingunniÁsta Guðrún minnti á rannsóknarskýrslu Alþingis er varðaði fall bankanna en þar hafi komið skýrt fram að illa hafi verið staðið á sölu ríkisins á bönkunum. Og margir bankar hafi verið seldir á skömmum tíma og af þeim sökum hvorki fengist besta mögulega verð né hæfir eigendur til að kaupa bankann.„Erum við að sigla áfram inn í 2007?“ spurði Ásta Guðrún. Tímabil einkavæðingar og endurreisn hrunsins, eins og hún orðaði það. Benedikt sagðist svo sannarlega von að svo væri ekki. Hann væri eindregið þeirrar skoðunar að vítin væru til að varast þau.„Það var ekki rétt staðið að einkavæðingu bankanna,“ sagði Benedikt og nauðsynlegt væri að vanda sig eins og mögulegt er varðandi sölu á hlutum ríkisins.
Alþingi Tengdar fréttir Goldman Sachs og þrír sjóðir kaupa um 30 prósent í Arion banka Í tilkynningu sem Kaupþing sendi frá sér rétt í þessu til Kauphallarinnar kemur fram að samkomulagið geri jafnframt ráð fyrir að fjárfestahópurinn fái kauprétt að 21,9 prósenta hlut til viðbótar sem verður á hærra gengi en greitt var fyrir hlutinn í lokaða útboðinu. 19. mars 2017 20:20 Hlutum Goldman og erlendu sjóðanna í Arion fylgir ekki atkvæðisréttur Kaupum bandaríska fjárfestingabankans Goldman Sachs og vogunarsjóðanna Taconic Capital, Attestor Capital og Och-Ziff Capital á samanlagt um 29,2 prósenta hlut í Arion banka fylgir ekki atkvæðisréttur að svo stöddu. 20. mars 2017 15:15 Eigandi Taconic Capital segir kaupin á Arion ekki skammtímafjárfestingu Frank Brosens, stofnandi og eigandi bandaríska vogunarsjóðsins Taconic Capital, fullyrðir að kaup sjóðsins á tæplega tíu prósenta hlut í Arion banka séu ekki hugsuð sem skammtímafjárfesting. 20. mars 2017 06:00 Uggandi yfir nýjum eigendum Arion: Greiddu milljarða í sekt vegna mútumáls „Sumum hefur þótt það merki um "paranoju“ þegar bent er á að þessir aðilar beiti ýmsum ráðum til að hámarka hagsmuni sína á Íslandi.“ 19. mars 2017 23:35 Lilja boðar til fundar vegna Arion Fundað verður með fulltrúum Fjármálaeftirlitsins og Höskuldi Ólafssyni bankastjóra Arion banka. 20. mars 2017 10:20 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Fleiri fréttir Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Sjá meira
Goldman Sachs og þrír sjóðir kaupa um 30 prósent í Arion banka Í tilkynningu sem Kaupþing sendi frá sér rétt í þessu til Kauphallarinnar kemur fram að samkomulagið geri jafnframt ráð fyrir að fjárfestahópurinn fái kauprétt að 21,9 prósenta hlut til viðbótar sem verður á hærra gengi en greitt var fyrir hlutinn í lokaða útboðinu. 19. mars 2017 20:20
Hlutum Goldman og erlendu sjóðanna í Arion fylgir ekki atkvæðisréttur Kaupum bandaríska fjárfestingabankans Goldman Sachs og vogunarsjóðanna Taconic Capital, Attestor Capital og Och-Ziff Capital á samanlagt um 29,2 prósenta hlut í Arion banka fylgir ekki atkvæðisréttur að svo stöddu. 20. mars 2017 15:15
Eigandi Taconic Capital segir kaupin á Arion ekki skammtímafjárfestingu Frank Brosens, stofnandi og eigandi bandaríska vogunarsjóðsins Taconic Capital, fullyrðir að kaup sjóðsins á tæplega tíu prósenta hlut í Arion banka séu ekki hugsuð sem skammtímafjárfesting. 20. mars 2017 06:00
Uggandi yfir nýjum eigendum Arion: Greiddu milljarða í sekt vegna mútumáls „Sumum hefur þótt það merki um "paranoju“ þegar bent er á að þessir aðilar beiti ýmsum ráðum til að hámarka hagsmuni sína á Íslandi.“ 19. mars 2017 23:35
Lilja boðar til fundar vegna Arion Fundað verður með fulltrúum Fjármálaeftirlitsins og Höskuldi Ólafssyni bankastjóra Arion banka. 20. mars 2017 10:20