Tekist á um mislæg gatnamót: „Það hefur verið einbeittur vilji Reykjavíkurborgar að þurrka þetta út af kortinu“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. mars 2017 14:51 Jón Gunnarsson og Hjálmar Sveinsson Vísir Jón Gunnarsson, samgönguráðherra og Hjálmar Sveinsson, formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, tókust á um mislæg gatnamót á gatnamótum Reykjanesbrautar og Bústaðavegar í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Samgönguráðherra hefur sagt að erfiðaasti flöskuhálsinn í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu séu umrædd gatnamót og vill hann að reist verði mislæg gatnamót, líkt og hugmyndir hafa áður gert ráð fyrir, til þess að liðka til fyrir umferð. Hjálmar Sveinsson rifjaði hins vegar upp að slík gatnamót hafi verið á dagskrá en tekin út af dagskrá vegna vilja íbúa hverfisins í grennd við gatnamótin. „Það er kannski lærdómurinn sem við drögum af því að það sem einu sinni þótti sjálfsagt, að setja mislæg gatnamót niður í borginin, er það ekki lengur. Fólk í næsta nágrenni óttast mjög mikla og mjög hraða bílaumferð. Þetta er reynsla sem er úr öllum borgum allstaðar,“ sagði Hjálmar. Sagði hann að áhersla sveitarstjórna á höfuðborgarsvæðinu væri á að létta á umferð með því að auka veg almenningsamgangna og gangandi og hjólandi vegfarenda.Umferðin getur verið þung í borginnivísir/pjeturSagði gatnamótin mikinn farartálma í núverandi mynd Jón Gunnarssonar var sammála því að auka ætti veg almenningsamgangna og að ríkið styddi sveitarfélögin í höfuðborgarsvæðinu í því verkefni. Öllum væri þó ljóst að eitthvað þyrfti að gera á gatnamótunum svo greiða mætti fyrir umferð. „Það þekkja það allir sem fara um þessi gatnamót hversu mikill farartálmi þau eru, hversu mikil umferð þarna stoppast. Við erum ekkert að fara að vinna á því með bættum almenningsamgöngum eða fólk ætli að fara að labba og hjóla,“ sagði Jón. Sagði hann Vegagerðina vera sammála sér um þörfin á gatnamótunum og taka þyrfti tillit til þeirrar miklu umferðaraukningar sem verið hefur á höfuðborgarsvæðinu undanfarin ár. Hjálmar kannaðist þó ekki við að Vegagerðin, né ríkisvaldið, hefðu sýnt gatnamótunum mikinn áhuga og benti á að þau mættu ekki finna á síðustu samgönguáætlunum, nema þá í mýflugumynd. Þá væri borgin, ásamt Vegagerðinni, að vinna umfangsmikla greiningarvinnuá á 36 gatnamótum til þess að skoða hvað mætti gera til að greiða fyrir umferð. „Mér finnst hvorki að ríkisvaldið né vegagerðin hafa fylgt þessu áhugamáli sínu eftir,“ sagði Hjálmar. Þessu var Jón ósammála og sagði Hjálmar ekki geta skrifað það á ríkið eða Vegagerðina að gatnamótin væru ekki á áætlun. Það skrifaðist fyrst og fremst á borgina. „Það hefur verið einbeittur vilji Reykjavíkurborgar að þurrka þetta út. Það er ástæðan fyrir því.“ Skipulag Víglínan Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Jón Gunnarsson, samgönguráðherra og Hjálmar Sveinsson, formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, tókust á um mislæg gatnamót á gatnamótum Reykjanesbrautar og Bústaðavegar í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Samgönguráðherra hefur sagt að erfiðaasti flöskuhálsinn í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu séu umrædd gatnamót og vill hann að reist verði mislæg gatnamót, líkt og hugmyndir hafa áður gert ráð fyrir, til þess að liðka til fyrir umferð. Hjálmar Sveinsson rifjaði hins vegar upp að slík gatnamót hafi verið á dagskrá en tekin út af dagskrá vegna vilja íbúa hverfisins í grennd við gatnamótin. „Það er kannski lærdómurinn sem við drögum af því að það sem einu sinni þótti sjálfsagt, að setja mislæg gatnamót niður í borginin, er það ekki lengur. Fólk í næsta nágrenni óttast mjög mikla og mjög hraða bílaumferð. Þetta er reynsla sem er úr öllum borgum allstaðar,“ sagði Hjálmar. Sagði hann að áhersla sveitarstjórna á höfuðborgarsvæðinu væri á að létta á umferð með því að auka veg almenningsamgangna og gangandi og hjólandi vegfarenda.Umferðin getur verið þung í borginnivísir/pjeturSagði gatnamótin mikinn farartálma í núverandi mynd Jón Gunnarssonar var sammála því að auka ætti veg almenningsamgangna og að ríkið styddi sveitarfélögin í höfuðborgarsvæðinu í því verkefni. Öllum væri þó ljóst að eitthvað þyrfti að gera á gatnamótunum svo greiða mætti fyrir umferð. „Það þekkja það allir sem fara um þessi gatnamót hversu mikill farartálmi þau eru, hversu mikil umferð þarna stoppast. Við erum ekkert að fara að vinna á því með bættum almenningsamgöngum eða fólk ætli að fara að labba og hjóla,“ sagði Jón. Sagði hann Vegagerðina vera sammála sér um þörfin á gatnamótunum og taka þyrfti tillit til þeirrar miklu umferðaraukningar sem verið hefur á höfuðborgarsvæðinu undanfarin ár. Hjálmar kannaðist þó ekki við að Vegagerðin, né ríkisvaldið, hefðu sýnt gatnamótunum mikinn áhuga og benti á að þau mættu ekki finna á síðustu samgönguáætlunum, nema þá í mýflugumynd. Þá væri borgin, ásamt Vegagerðinni, að vinna umfangsmikla greiningarvinnuá á 36 gatnamótum til þess að skoða hvað mætti gera til að greiða fyrir umferð. „Mér finnst hvorki að ríkisvaldið né vegagerðin hafa fylgt þessu áhugamáli sínu eftir,“ sagði Hjálmar. Þessu var Jón ósammála og sagði Hjálmar ekki geta skrifað það á ríkið eða Vegagerðina að gatnamótin væru ekki á áætlun. Það skrifaðist fyrst og fremst á borgina. „Það hefur verið einbeittur vilji Reykjavíkurborgar að þurrka þetta út. Það er ástæðan fyrir því.“
Skipulag Víglínan Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent