Skýrist á morgun hvort Silfra opni aftur á mánudag Jóhann K. Jóhannsson skrifar 11. mars 2017 18:30 Silfra á Þingvöllum í dag. Svæðinu hefur verið lokað tímabundið. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Fimm hafa látist í tíu alvarlegum slysum í Silfru á síðustu sjö árum. Gjánni var lokað tímabundið í morgun eftir banaslys í gær en umhverfisráðherra og þjóðgarðsvörður hafa fundað með ferðaþjónustuaðilum vegna málsins í dag. Aðdráttarafl Silfru er ótvírætt og afar vinsæll viðkomustaður ferðamanna. Á síðasta ári voru um fimmtíu þúsund manns sem fóru í Silfru. Tíu þúsund þeirra köfuðu og fjörutíuþúsund fóru í svokallaða yfirborðsköfun. Slysið í gær er fimmta banaslysið í Silfru frá árinu 2010 en jafnframt tíunda alvarlega slysið á síðustu sjö árum. Síðasta banaslys í gjánni var fyrir rétt rúmum mánuði. Eftir það slys boðaði þjóðgarðsvörður að reglur um köfun í Silfru yrðu hertar. Allt kom fyrir ekki og í kjölfar slyssins í gær tóku Umhverfisráðherra, Samgöngustofa og Þjóðgarðsvörður ákvörðun um að loka Silfru tímabundið fyrir köfun og tók lokunin gildi klukkan níu í morgun og stendur til klukkan átta á mánudagsmorgun. Á þeim tíma verður unnið að því að fara yfir regluverk og ákveða næstu skref en Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra fundaði með þjóðgarðsverði í morgun. Eftir hádegi voru svo aðilar ferðaþjónustufyrirtækjanna, sem bjóða upp á köfunarþjónustu á staðnum, boðaðir til fundar. Níu fyrirtæki bjóða upp á köfun í Silfru. Það níunda hóf starfsemi í síðustu viku. Ferðaþjónustufyrirtækið Dive.is var með manninn sem lést í gær undir leiðsögn og segir framkvæmdastjóri fyrirtækisins starfsmenn sína í áfalli. „Við erum í rauninni búin að vera bíða lengi eftir því að reglurnar verði hertar og við erum búin að vera vinna eftir hertari reglum en hefur verið, þannig að við fögnum í raun og veru því að það gerist,“ sagði Tobias Klose, framkvæmdastjóri og eigandi Dive.is í dag. Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að lengi hafi verið rætt að loka Silfru. „Við höfum verið uggandi, alltaf, um að slys yrði í Silfru og ástandið að mínu mati er mjög alvarlegt,“ sagði Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. Ákvörðun um að loka Silfru hafi verið gerð til þess að undirstrika hversu alvarleg málið er orðið. „Og gera það alveg skýrt að þjóðgarðurinn ætlar ekki að leggja land undir starfsemi sem hefur í för með sér þessa hættu öðruvísi en að það sé breyting á,“ sagði Ólafur. Meðal þeirra fyrirmæla sem þjóðgarðsvörður hefur sett ferðaþjónustufyrirtækjum eru; að fækka ferðamönnum sem fylgja hverjum leiðsögumanni og kafa eða yfirborðskafa, að herða kröfur um andlega og líkamlega burði, að opnunartíma verði breytt, og betri aðgreining verði á milli köfunar og yfirborðsköfunar. Samkvæmt, heimildum fréttastofu eru fyrirmælin íþyngjandi fyrir fyrirtækin og ekki hefur verið tekin ákvörðun um að Silfra opni aftur á mánudag. „Og ef fyrirtækin gangast inn á þetta þá munu þau getað opnað ef að það gerist ekki þá verður ekki opnað,“ segir Ólafur Tengdar fréttir Lokun Silfru: „Ætlum ekki að una lengur við þessar aðstæður að þjóðgarðurinn sé vettvangur hættulegra íþrótta“ Ekki hefur verið ákvörðun um áframhaldandi lokun Silfru eftir helgi, en svæðinu var lokað í morgun eftir enn eitt banaslysið í gær. 11. mars 2017 12:00 Silfru lokað eftir banaslys Verður Silfru lokað frá klukkan 09 laugardaginn 11. mars til klukkan 08 mánudaginn 13 mars. 10. mars 2017 22:58 Meðvitundarlaus maður við Silfru Klukkan 15:59 í dag barst lögreglunni á Suðurlandi tilkynning um meðvitundarlausan mann við Silfru á Þingvöllum. 10. mars 2017 16:27 Karlmaðurinn sem missti meðvitund í Silfru er látinn Hafði óskað eftir aðstoð leiðsögumanns. 10. mars 2017 21:35 Mest lesið Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Fleiri fréttir Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Sjá meira
Fimm hafa látist í tíu alvarlegum slysum í Silfru á síðustu sjö árum. Gjánni var lokað tímabundið í morgun eftir banaslys í gær en umhverfisráðherra og þjóðgarðsvörður hafa fundað með ferðaþjónustuaðilum vegna málsins í dag. Aðdráttarafl Silfru er ótvírætt og afar vinsæll viðkomustaður ferðamanna. Á síðasta ári voru um fimmtíu þúsund manns sem fóru í Silfru. Tíu þúsund þeirra köfuðu og fjörutíuþúsund fóru í svokallaða yfirborðsköfun. Slysið í gær er fimmta banaslysið í Silfru frá árinu 2010 en jafnframt tíunda alvarlega slysið á síðustu sjö árum. Síðasta banaslys í gjánni var fyrir rétt rúmum mánuði. Eftir það slys boðaði þjóðgarðsvörður að reglur um köfun í Silfru yrðu hertar. Allt kom fyrir ekki og í kjölfar slyssins í gær tóku Umhverfisráðherra, Samgöngustofa og Þjóðgarðsvörður ákvörðun um að loka Silfru tímabundið fyrir köfun og tók lokunin gildi klukkan níu í morgun og stendur til klukkan átta á mánudagsmorgun. Á þeim tíma verður unnið að því að fara yfir regluverk og ákveða næstu skref en Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra fundaði með þjóðgarðsverði í morgun. Eftir hádegi voru svo aðilar ferðaþjónustufyrirtækjanna, sem bjóða upp á köfunarþjónustu á staðnum, boðaðir til fundar. Níu fyrirtæki bjóða upp á köfun í Silfru. Það níunda hóf starfsemi í síðustu viku. Ferðaþjónustufyrirtækið Dive.is var með manninn sem lést í gær undir leiðsögn og segir framkvæmdastjóri fyrirtækisins starfsmenn sína í áfalli. „Við erum í rauninni búin að vera bíða lengi eftir því að reglurnar verði hertar og við erum búin að vera vinna eftir hertari reglum en hefur verið, þannig að við fögnum í raun og veru því að það gerist,“ sagði Tobias Klose, framkvæmdastjóri og eigandi Dive.is í dag. Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að lengi hafi verið rætt að loka Silfru. „Við höfum verið uggandi, alltaf, um að slys yrði í Silfru og ástandið að mínu mati er mjög alvarlegt,“ sagði Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. Ákvörðun um að loka Silfru hafi verið gerð til þess að undirstrika hversu alvarleg málið er orðið. „Og gera það alveg skýrt að þjóðgarðurinn ætlar ekki að leggja land undir starfsemi sem hefur í för með sér þessa hættu öðruvísi en að það sé breyting á,“ sagði Ólafur. Meðal þeirra fyrirmæla sem þjóðgarðsvörður hefur sett ferðaþjónustufyrirtækjum eru; að fækka ferðamönnum sem fylgja hverjum leiðsögumanni og kafa eða yfirborðskafa, að herða kröfur um andlega og líkamlega burði, að opnunartíma verði breytt, og betri aðgreining verði á milli köfunar og yfirborðsköfunar. Samkvæmt, heimildum fréttastofu eru fyrirmælin íþyngjandi fyrir fyrirtækin og ekki hefur verið tekin ákvörðun um að Silfra opni aftur á mánudag. „Og ef fyrirtækin gangast inn á þetta þá munu þau getað opnað ef að það gerist ekki þá verður ekki opnað,“ segir Ólafur
Tengdar fréttir Lokun Silfru: „Ætlum ekki að una lengur við þessar aðstæður að þjóðgarðurinn sé vettvangur hættulegra íþrótta“ Ekki hefur verið ákvörðun um áframhaldandi lokun Silfru eftir helgi, en svæðinu var lokað í morgun eftir enn eitt banaslysið í gær. 11. mars 2017 12:00 Silfru lokað eftir banaslys Verður Silfru lokað frá klukkan 09 laugardaginn 11. mars til klukkan 08 mánudaginn 13 mars. 10. mars 2017 22:58 Meðvitundarlaus maður við Silfru Klukkan 15:59 í dag barst lögreglunni á Suðurlandi tilkynning um meðvitundarlausan mann við Silfru á Þingvöllum. 10. mars 2017 16:27 Karlmaðurinn sem missti meðvitund í Silfru er látinn Hafði óskað eftir aðstoð leiðsögumanns. 10. mars 2017 21:35 Mest lesið Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Fleiri fréttir Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Sjá meira
Lokun Silfru: „Ætlum ekki að una lengur við þessar aðstæður að þjóðgarðurinn sé vettvangur hættulegra íþrótta“ Ekki hefur verið ákvörðun um áframhaldandi lokun Silfru eftir helgi, en svæðinu var lokað í morgun eftir enn eitt banaslysið í gær. 11. mars 2017 12:00
Silfru lokað eftir banaslys Verður Silfru lokað frá klukkan 09 laugardaginn 11. mars til klukkan 08 mánudaginn 13 mars. 10. mars 2017 22:58
Meðvitundarlaus maður við Silfru Klukkan 15:59 í dag barst lögreglunni á Suðurlandi tilkynning um meðvitundarlausan mann við Silfru á Þingvöllum. 10. mars 2017 16:27
Karlmaðurinn sem missti meðvitund í Silfru er látinn Hafði óskað eftir aðstoð leiðsögumanns. 10. mars 2017 21:35
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels