Skýrist á morgun hvort Silfra opni aftur á mánudag Jóhann K. Jóhannsson skrifar 11. mars 2017 18:30 Silfra á Þingvöllum í dag. Svæðinu hefur verið lokað tímabundið. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Fimm hafa látist í tíu alvarlegum slysum í Silfru á síðustu sjö árum. Gjánni var lokað tímabundið í morgun eftir banaslys í gær en umhverfisráðherra og þjóðgarðsvörður hafa fundað með ferðaþjónustuaðilum vegna málsins í dag. Aðdráttarafl Silfru er ótvírætt og afar vinsæll viðkomustaður ferðamanna. Á síðasta ári voru um fimmtíu þúsund manns sem fóru í Silfru. Tíu þúsund þeirra köfuðu og fjörutíuþúsund fóru í svokallaða yfirborðsköfun. Slysið í gær er fimmta banaslysið í Silfru frá árinu 2010 en jafnframt tíunda alvarlega slysið á síðustu sjö árum. Síðasta banaslys í gjánni var fyrir rétt rúmum mánuði. Eftir það slys boðaði þjóðgarðsvörður að reglur um köfun í Silfru yrðu hertar. Allt kom fyrir ekki og í kjölfar slyssins í gær tóku Umhverfisráðherra, Samgöngustofa og Þjóðgarðsvörður ákvörðun um að loka Silfru tímabundið fyrir köfun og tók lokunin gildi klukkan níu í morgun og stendur til klukkan átta á mánudagsmorgun. Á þeim tíma verður unnið að því að fara yfir regluverk og ákveða næstu skref en Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra fundaði með þjóðgarðsverði í morgun. Eftir hádegi voru svo aðilar ferðaþjónustufyrirtækjanna, sem bjóða upp á köfunarþjónustu á staðnum, boðaðir til fundar. Níu fyrirtæki bjóða upp á köfun í Silfru. Það níunda hóf starfsemi í síðustu viku. Ferðaþjónustufyrirtækið Dive.is var með manninn sem lést í gær undir leiðsögn og segir framkvæmdastjóri fyrirtækisins starfsmenn sína í áfalli. „Við erum í rauninni búin að vera bíða lengi eftir því að reglurnar verði hertar og við erum búin að vera vinna eftir hertari reglum en hefur verið, þannig að við fögnum í raun og veru því að það gerist,“ sagði Tobias Klose, framkvæmdastjóri og eigandi Dive.is í dag. Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að lengi hafi verið rætt að loka Silfru. „Við höfum verið uggandi, alltaf, um að slys yrði í Silfru og ástandið að mínu mati er mjög alvarlegt,“ sagði Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. Ákvörðun um að loka Silfru hafi verið gerð til þess að undirstrika hversu alvarleg málið er orðið. „Og gera það alveg skýrt að þjóðgarðurinn ætlar ekki að leggja land undir starfsemi sem hefur í för með sér þessa hættu öðruvísi en að það sé breyting á,“ sagði Ólafur. Meðal þeirra fyrirmæla sem þjóðgarðsvörður hefur sett ferðaþjónustufyrirtækjum eru; að fækka ferðamönnum sem fylgja hverjum leiðsögumanni og kafa eða yfirborðskafa, að herða kröfur um andlega og líkamlega burði, að opnunartíma verði breytt, og betri aðgreining verði á milli köfunar og yfirborðsköfunar. Samkvæmt, heimildum fréttastofu eru fyrirmælin íþyngjandi fyrir fyrirtækin og ekki hefur verið tekin ákvörðun um að Silfra opni aftur á mánudag. „Og ef fyrirtækin gangast inn á þetta þá munu þau getað opnað ef að það gerist ekki þá verður ekki opnað,“ segir Ólafur Tengdar fréttir Lokun Silfru: „Ætlum ekki að una lengur við þessar aðstæður að þjóðgarðurinn sé vettvangur hættulegra íþrótta“ Ekki hefur verið ákvörðun um áframhaldandi lokun Silfru eftir helgi, en svæðinu var lokað í morgun eftir enn eitt banaslysið í gær. 11. mars 2017 12:00 Silfru lokað eftir banaslys Verður Silfru lokað frá klukkan 09 laugardaginn 11. mars til klukkan 08 mánudaginn 13 mars. 10. mars 2017 22:58 Meðvitundarlaus maður við Silfru Klukkan 15:59 í dag barst lögreglunni á Suðurlandi tilkynning um meðvitundarlausan mann við Silfru á Þingvöllum. 10. mars 2017 16:27 Karlmaðurinn sem missti meðvitund í Silfru er látinn Hafði óskað eftir aðstoð leiðsögumanns. 10. mars 2017 21:35 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Sjá meira
Fimm hafa látist í tíu alvarlegum slysum í Silfru á síðustu sjö árum. Gjánni var lokað tímabundið í morgun eftir banaslys í gær en umhverfisráðherra og þjóðgarðsvörður hafa fundað með ferðaþjónustuaðilum vegna málsins í dag. Aðdráttarafl Silfru er ótvírætt og afar vinsæll viðkomustaður ferðamanna. Á síðasta ári voru um fimmtíu þúsund manns sem fóru í Silfru. Tíu þúsund þeirra köfuðu og fjörutíuþúsund fóru í svokallaða yfirborðsköfun. Slysið í gær er fimmta banaslysið í Silfru frá árinu 2010 en jafnframt tíunda alvarlega slysið á síðustu sjö árum. Síðasta banaslys í gjánni var fyrir rétt rúmum mánuði. Eftir það slys boðaði þjóðgarðsvörður að reglur um köfun í Silfru yrðu hertar. Allt kom fyrir ekki og í kjölfar slyssins í gær tóku Umhverfisráðherra, Samgöngustofa og Þjóðgarðsvörður ákvörðun um að loka Silfru tímabundið fyrir köfun og tók lokunin gildi klukkan níu í morgun og stendur til klukkan átta á mánudagsmorgun. Á þeim tíma verður unnið að því að fara yfir regluverk og ákveða næstu skref en Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra fundaði með þjóðgarðsverði í morgun. Eftir hádegi voru svo aðilar ferðaþjónustufyrirtækjanna, sem bjóða upp á köfunarþjónustu á staðnum, boðaðir til fundar. Níu fyrirtæki bjóða upp á köfun í Silfru. Það níunda hóf starfsemi í síðustu viku. Ferðaþjónustufyrirtækið Dive.is var með manninn sem lést í gær undir leiðsögn og segir framkvæmdastjóri fyrirtækisins starfsmenn sína í áfalli. „Við erum í rauninni búin að vera bíða lengi eftir því að reglurnar verði hertar og við erum búin að vera vinna eftir hertari reglum en hefur verið, þannig að við fögnum í raun og veru því að það gerist,“ sagði Tobias Klose, framkvæmdastjóri og eigandi Dive.is í dag. Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að lengi hafi verið rætt að loka Silfru. „Við höfum verið uggandi, alltaf, um að slys yrði í Silfru og ástandið að mínu mati er mjög alvarlegt,“ sagði Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. Ákvörðun um að loka Silfru hafi verið gerð til þess að undirstrika hversu alvarleg málið er orðið. „Og gera það alveg skýrt að þjóðgarðurinn ætlar ekki að leggja land undir starfsemi sem hefur í för með sér þessa hættu öðruvísi en að það sé breyting á,“ sagði Ólafur. Meðal þeirra fyrirmæla sem þjóðgarðsvörður hefur sett ferðaþjónustufyrirtækjum eru; að fækka ferðamönnum sem fylgja hverjum leiðsögumanni og kafa eða yfirborðskafa, að herða kröfur um andlega og líkamlega burði, að opnunartíma verði breytt, og betri aðgreining verði á milli köfunar og yfirborðsköfunar. Samkvæmt, heimildum fréttastofu eru fyrirmælin íþyngjandi fyrir fyrirtækin og ekki hefur verið tekin ákvörðun um að Silfra opni aftur á mánudag. „Og ef fyrirtækin gangast inn á þetta þá munu þau getað opnað ef að það gerist ekki þá verður ekki opnað,“ segir Ólafur
Tengdar fréttir Lokun Silfru: „Ætlum ekki að una lengur við þessar aðstæður að þjóðgarðurinn sé vettvangur hættulegra íþrótta“ Ekki hefur verið ákvörðun um áframhaldandi lokun Silfru eftir helgi, en svæðinu var lokað í morgun eftir enn eitt banaslysið í gær. 11. mars 2017 12:00 Silfru lokað eftir banaslys Verður Silfru lokað frá klukkan 09 laugardaginn 11. mars til klukkan 08 mánudaginn 13 mars. 10. mars 2017 22:58 Meðvitundarlaus maður við Silfru Klukkan 15:59 í dag barst lögreglunni á Suðurlandi tilkynning um meðvitundarlausan mann við Silfru á Þingvöllum. 10. mars 2017 16:27 Karlmaðurinn sem missti meðvitund í Silfru er látinn Hafði óskað eftir aðstoð leiðsögumanns. 10. mars 2017 21:35 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Sjá meira
Lokun Silfru: „Ætlum ekki að una lengur við þessar aðstæður að þjóðgarðurinn sé vettvangur hættulegra íþrótta“ Ekki hefur verið ákvörðun um áframhaldandi lokun Silfru eftir helgi, en svæðinu var lokað í morgun eftir enn eitt banaslysið í gær. 11. mars 2017 12:00
Silfru lokað eftir banaslys Verður Silfru lokað frá klukkan 09 laugardaginn 11. mars til klukkan 08 mánudaginn 13 mars. 10. mars 2017 22:58
Meðvitundarlaus maður við Silfru Klukkan 15:59 í dag barst lögreglunni á Suðurlandi tilkynning um meðvitundarlausan mann við Silfru á Þingvöllum. 10. mars 2017 16:27
Karlmaðurinn sem missti meðvitund í Silfru er látinn Hafði óskað eftir aðstoð leiðsögumanns. 10. mars 2017 21:35