Silfra að öllum líkindum opnuð aftur á morgun Jóhann K. Jóhannsson skrifar 12. mars 2017 12:30 Ferðamenn komust ekki lengra en að borðanum við Silfru í gær. Vísir/Jóhann K. Silfra verður að öllum líkindum opnuð aftur á morgun en þjóðgarðsvörður og ferðaþjónustuaðilar sem starfa á svæðinu hittust aftur á fundi í Umhverfisráðuneytinu nú fyrir hádegi. Fyrirtækin níu sem bjóða upp á köfun í Silfru gangast undir hertari reglur um starfsemi á svæðinu. Þjóðgarðsvörður á Þingvöllum og níu aðilar í ferðaþjónustu sem bjóða upp á köfun í Silfru, hittust á fundi í Umhverfisráðuneytinu klukkan 11 í morgun þar sem hertari fyrirmæli vegna köfunar í gjánni voru rædd, en sömu aðilar funduðu í gær eftir að Silfru var lokað eftir banaslys þar á föstudag. Á fundinum í gær lagði þjóðgarðsvörður fyrir hertari reglur í sex liðum sem eru íþyngjandi fyrir fyrirtækin sem á svæðinu starfa. Meðal þess sem farið er fram á í nýju reglunum er að ferðamönnum sem kafa í gjánni verði fækkað á hvern leiðsögumann, eftirlit með andlegum og líkamlegum burðum ferðamanna sem ætla að kafa verði hert, aðgangsstýring og betri aðgreining verði á milli köfunar og yfirborðsköfunar. Þá er einnig gert krafa um að kafarar hafi reynslu af notkun þurrbúninga. Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum sagði að öll fyrirtækin hafi tekið vel í hertari reglur á svæðinu.Silfra hefur verið lokað frá því í gær.Vísir/Jóhann K.Verður Silfra opnuð á morgun?„Ég geri ráð fyrir því, það er ekki endanlega ljóst en fundinum miðar vel. Það er eitt minnihátar atriði sem er verið að ræða en að öðru leyti sýnist mér að þetta náist,“ segir Ólafur Örn.Eru ferðaþjónustufyrirtækin tilbúin til þess að beygja sig undir þær reglur sem þið hafið sett?„Ég vil ekki endilega nota orðið að beygja sig. Þau hafa að undanförnum mánuðum verið að styrkja öryggiskröfur sínar og þeir líta á þetta sem viðfangsefni sitt þannig að mér sýnist að það sé einhugur og meining allra þó að það þurfi að ræða einhversskonar smávægileg útfærsluatriði,“segir Ólafur Örn.Hvernig verður fylgst með að fyrirtækin fari eftir þessum reglum?„Við munum koma þarna upp eftirlitskerfi þar sem verður litið eftir þessu, kannski ekki á hverjum degi en með tilviljunakenndum hætti.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Lokun Silfru: „Ætlum ekki að una lengur við þessar aðstæður að þjóðgarðurinn sé vettvangur hættulegra íþrótta“ Ekki hefur verið ákvörðun um áframhaldandi lokun Silfru eftir helgi, en svæðinu var lokað í morgun eftir enn eitt banaslysið í gær. 11. mars 2017 12:00 Rask á lífríki Silfru vegna fjölda kafara Rannsókn á lífríki Silfru sýndi rask í vistkerfinu þegar 20.000 manns köfuðu þar eða snorkluðu. Síðan hafa 30.000 manns bæst við. Enn ein ástæðan til að takmarka fjölda ferðamanna á staðnum, segir fræðslustjóri þjóðgarðsins. 17. febrúar 2017 07:00 Skýrist á morgun hvort Silfra opni aftur á mánudag Gangist fyrirtækin við íþyngjandi fyrirmælum þjóðgarðsvarðar verður hægt að opna 11. mars 2017 18:30 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Silfra verður að öllum líkindum opnuð aftur á morgun en þjóðgarðsvörður og ferðaþjónustuaðilar sem starfa á svæðinu hittust aftur á fundi í Umhverfisráðuneytinu nú fyrir hádegi. Fyrirtækin níu sem bjóða upp á köfun í Silfru gangast undir hertari reglur um starfsemi á svæðinu. Þjóðgarðsvörður á Þingvöllum og níu aðilar í ferðaþjónustu sem bjóða upp á köfun í Silfru, hittust á fundi í Umhverfisráðuneytinu klukkan 11 í morgun þar sem hertari fyrirmæli vegna köfunar í gjánni voru rædd, en sömu aðilar funduðu í gær eftir að Silfru var lokað eftir banaslys þar á föstudag. Á fundinum í gær lagði þjóðgarðsvörður fyrir hertari reglur í sex liðum sem eru íþyngjandi fyrir fyrirtækin sem á svæðinu starfa. Meðal þess sem farið er fram á í nýju reglunum er að ferðamönnum sem kafa í gjánni verði fækkað á hvern leiðsögumann, eftirlit með andlegum og líkamlegum burðum ferðamanna sem ætla að kafa verði hert, aðgangsstýring og betri aðgreining verði á milli köfunar og yfirborðsköfunar. Þá er einnig gert krafa um að kafarar hafi reynslu af notkun þurrbúninga. Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum sagði að öll fyrirtækin hafi tekið vel í hertari reglur á svæðinu.Silfra hefur verið lokað frá því í gær.Vísir/Jóhann K.Verður Silfra opnuð á morgun?„Ég geri ráð fyrir því, það er ekki endanlega ljóst en fundinum miðar vel. Það er eitt minnihátar atriði sem er verið að ræða en að öðru leyti sýnist mér að þetta náist,“ segir Ólafur Örn.Eru ferðaþjónustufyrirtækin tilbúin til þess að beygja sig undir þær reglur sem þið hafið sett?„Ég vil ekki endilega nota orðið að beygja sig. Þau hafa að undanförnum mánuðum verið að styrkja öryggiskröfur sínar og þeir líta á þetta sem viðfangsefni sitt þannig að mér sýnist að það sé einhugur og meining allra þó að það þurfi að ræða einhversskonar smávægileg útfærsluatriði,“segir Ólafur Örn.Hvernig verður fylgst með að fyrirtækin fari eftir þessum reglum?„Við munum koma þarna upp eftirlitskerfi þar sem verður litið eftir þessu, kannski ekki á hverjum degi en með tilviljunakenndum hætti.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Lokun Silfru: „Ætlum ekki að una lengur við þessar aðstæður að þjóðgarðurinn sé vettvangur hættulegra íþrótta“ Ekki hefur verið ákvörðun um áframhaldandi lokun Silfru eftir helgi, en svæðinu var lokað í morgun eftir enn eitt banaslysið í gær. 11. mars 2017 12:00 Rask á lífríki Silfru vegna fjölda kafara Rannsókn á lífríki Silfru sýndi rask í vistkerfinu þegar 20.000 manns köfuðu þar eða snorkluðu. Síðan hafa 30.000 manns bæst við. Enn ein ástæðan til að takmarka fjölda ferðamanna á staðnum, segir fræðslustjóri þjóðgarðsins. 17. febrúar 2017 07:00 Skýrist á morgun hvort Silfra opni aftur á mánudag Gangist fyrirtækin við íþyngjandi fyrirmælum þjóðgarðsvarðar verður hægt að opna 11. mars 2017 18:30 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Lokun Silfru: „Ætlum ekki að una lengur við þessar aðstæður að þjóðgarðurinn sé vettvangur hættulegra íþrótta“ Ekki hefur verið ákvörðun um áframhaldandi lokun Silfru eftir helgi, en svæðinu var lokað í morgun eftir enn eitt banaslysið í gær. 11. mars 2017 12:00
Rask á lífríki Silfru vegna fjölda kafara Rannsókn á lífríki Silfru sýndi rask í vistkerfinu þegar 20.000 manns köfuðu þar eða snorkluðu. Síðan hafa 30.000 manns bæst við. Enn ein ástæðan til að takmarka fjölda ferðamanna á staðnum, segir fræðslustjóri þjóðgarðsins. 17. febrúar 2017 07:00
Skýrist á morgun hvort Silfra opni aftur á mánudag Gangist fyrirtækin við íþyngjandi fyrirmælum þjóðgarðsvarðar verður hægt að opna 11. mars 2017 18:30