Kveður Iðnó eftir sextán ár og er "gjörsamlega slegin“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 15. mars 2017 13:02 Margrét Rósa Einarsdóttir hefur undanfarin 16 ár haft umsjón með starfsemi Iðnó. Mynd/Aðsend/GVA Margrét Rósa Einarsdóttir hefur undanfarin 16 ár haft umsjón með starfsemi Iðnó. Breyting verður á í haust þegar nýir leigjendur taka við húsinu. Þeir Þórir Bergsson og René Boonkemap munu þá taka við rekstrinum og var það mat þriggja manna matsnefndar sem menningar- og ferðamálaráð Reykjavíkur samþykkti á fundi á mánudag. Í samtali við Vísi segist Margrét Rósa vera „gjörsamlega slegin.“ „Skýringin sem ég fæ, þetta fer í útboð. Borgin vill meina að allir geti komið að Iðnó og það var meiningin að sá sem myndi bjóða betur, ekki bara peningalega heldur menningarlega, að sá aðili fær húsið. Það verður þriggja manna matsnefnd sem eru ungur maður hjá borginni og tvær konur hjá borginni, sem leggur til hvaða umsókn á að velja,“ segir Margrét. „Þeim líst svona vel á þessa ungu menn sem eru með allt á hreinu hvað þeir ætla að gera. Mér skilst að ég hafi ekki verið nógu vandvirk við að útskýra hvað ég er að gera, eða ætli að gera í Iðnó, ég hafi verið hálf klaufaleg við það. Ég hélt kannski að menn vissu hvað ég hefði staðið fyrir í þessu 16 ár sem ég er búin að vera.“Á allt innvolsið Margrét Rósa hefur haft umsjón með Iðnó frá árínu 2001. „2001 seldi ég Caruso, veitingastað sem ég átti uppi í Bankastræti og keypti mig inn í Iðnó, í veitingareksturinn þar. Síðan verður Leikfélag Íslands gjaldþrota og þá keypti ég af slitastjóra þrotabúið þannig að ég hef keypt mig þarna, borgað mikinn pening fyrir allt sem er þarna inni. Þegar ég fer þá fer allt út sem er inni í húsinu því það er allt í minni eigu,“ segir hún. „Ég bað um að fá útlistanir á þessu og svörin sem ég fæ eru að þeir hafi litið betur út.“ Margrét Rósa greindi vinum og vandamönnum frá niðurstöðunni á mánudag. Þar segist hún vera í sjokki. „Vægast sagt er ég mjög ósátt og skil ekki hvernig hægt er að vísa mér út án þess að gefa mér tækifæri á að verjast. Í Iðnó hefur verið öflugt menningarlíf síðustu 16 ár ásamt því að með mínu fagfólki boðið fyrsta flokks veisluþjónustu,“ skrifar Margrét Rósa. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir Elsa Yeoman, formaður menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar, að aldrei hafi verið óánægja með störf Margrétar Rósu. „Ég vil taka það skýrt fram að það var og hefur aldrei verið óánægja með störf Margréta Rósu hún hefur staðið sig einstaklega vel við það að reka Iðnó í þágu mennigar. Við förum eftir settum reglum borgarinna með það að bjóða út reksturinn og allir eiga jafnan aðgang að sækja um. Þetta var hinsvegar tillaga matsnefnar og var samþykkt samhljóma á ráðsfundi Mennigar og ferðamálaráðs.“Facebook færslu Margrétar Rósu má sjá hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Reginn fasteignafélag vildi kaupa Iðnó Þeir Þórir Bergsson og René Boonekamp munu taka við umsjón Iðnó í haust. 15. mars 2017 11:08 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Fleiri fréttir Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Sjá meira
Margrét Rósa Einarsdóttir hefur undanfarin 16 ár haft umsjón með starfsemi Iðnó. Breyting verður á í haust þegar nýir leigjendur taka við húsinu. Þeir Þórir Bergsson og René Boonkemap munu þá taka við rekstrinum og var það mat þriggja manna matsnefndar sem menningar- og ferðamálaráð Reykjavíkur samþykkti á fundi á mánudag. Í samtali við Vísi segist Margrét Rósa vera „gjörsamlega slegin.“ „Skýringin sem ég fæ, þetta fer í útboð. Borgin vill meina að allir geti komið að Iðnó og það var meiningin að sá sem myndi bjóða betur, ekki bara peningalega heldur menningarlega, að sá aðili fær húsið. Það verður þriggja manna matsnefnd sem eru ungur maður hjá borginni og tvær konur hjá borginni, sem leggur til hvaða umsókn á að velja,“ segir Margrét. „Þeim líst svona vel á þessa ungu menn sem eru með allt á hreinu hvað þeir ætla að gera. Mér skilst að ég hafi ekki verið nógu vandvirk við að útskýra hvað ég er að gera, eða ætli að gera í Iðnó, ég hafi verið hálf klaufaleg við það. Ég hélt kannski að menn vissu hvað ég hefði staðið fyrir í þessu 16 ár sem ég er búin að vera.“Á allt innvolsið Margrét Rósa hefur haft umsjón með Iðnó frá árínu 2001. „2001 seldi ég Caruso, veitingastað sem ég átti uppi í Bankastræti og keypti mig inn í Iðnó, í veitingareksturinn þar. Síðan verður Leikfélag Íslands gjaldþrota og þá keypti ég af slitastjóra þrotabúið þannig að ég hef keypt mig þarna, borgað mikinn pening fyrir allt sem er þarna inni. Þegar ég fer þá fer allt út sem er inni í húsinu því það er allt í minni eigu,“ segir hún. „Ég bað um að fá útlistanir á þessu og svörin sem ég fæ eru að þeir hafi litið betur út.“ Margrét Rósa greindi vinum og vandamönnum frá niðurstöðunni á mánudag. Þar segist hún vera í sjokki. „Vægast sagt er ég mjög ósátt og skil ekki hvernig hægt er að vísa mér út án þess að gefa mér tækifæri á að verjast. Í Iðnó hefur verið öflugt menningarlíf síðustu 16 ár ásamt því að með mínu fagfólki boðið fyrsta flokks veisluþjónustu,“ skrifar Margrét Rósa. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir Elsa Yeoman, formaður menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar, að aldrei hafi verið óánægja með störf Margrétar Rósu. „Ég vil taka það skýrt fram að það var og hefur aldrei verið óánægja með störf Margréta Rósu hún hefur staðið sig einstaklega vel við það að reka Iðnó í þágu mennigar. Við förum eftir settum reglum borgarinna með það að bjóða út reksturinn og allir eiga jafnan aðgang að sækja um. Þetta var hinsvegar tillaga matsnefnar og var samþykkt samhljóma á ráðsfundi Mennigar og ferðamálaráðs.“Facebook færslu Margrétar Rósu má sjá hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Reginn fasteignafélag vildi kaupa Iðnó Þeir Þórir Bergsson og René Boonekamp munu taka við umsjón Iðnó í haust. 15. mars 2017 11:08 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Fleiri fréttir Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Sjá meira
Reginn fasteignafélag vildi kaupa Iðnó Þeir Þórir Bergsson og René Boonekamp munu taka við umsjón Iðnó í haust. 15. mars 2017 11:08