Starfsmenn hafi möguleika á launuðu fríi einum mánuði fyrir settan dag Jóhann K. Jóhannsson skrifar 18. mars 2017 12:38 Hveragerðisbæ fyrsta bæjarfélagið til að taka upp þetta fyrirkomulag. Vísir Bæjarráð Hveragerðisbæjar samþykkti á fundi sínum á fimmtudag að barnshafandi starfsmenn hafi möguleika á launuðu fríi einum mánuði fyrir settan fæðingardag. Bæjarstjóri segir þetta mikilvæga leið til þess að koma á móts við konur sem sinni erfiðum störfum hjá bæjarfélaginu. Ákvörðunin bæjarráðs var samþykkt samhljóða og tók fyrirkomulagið þegar gildi en fæðingardagur skal staðfestur með læknisvottorði og ber starfsmanni að tilkynna yfirmanni eins fljótt og kostur er hvort hann hyggst nýta sér þennan rétt. Hveragerðisbær er stærsti vinnuveitandi bæjarfélagsins með um tvö hundruð starfsmenn. „Bæjarráð og bæjarfulltrúar hafa lengi haft áhuga á að gera eins vel og kostur er við starfsmenn bæjarins og við erum með starfsmannastefnu sem ða við förum eftir og þessu hugmynd kviknaði nú einfaldlega í ljósi þess að bæjarbúum er að fjölga. Það eru óvanalega mörg börn í bænum núna og þá fórum við að velta þessu fyrir okkur hvort við gætum með einhverju móti komið til móts við okkar starfsmenn og þetta er leið sem við viljum fara til þess,“ sagði Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði. Aldís segir að einhver kostnaður komi til með að verða til vegna fyrirkomulagsins „Við sjáum samt að það er að gerast að konur far í veikindafrí, þær fara í frí aðeins fyrir fæðingu og við viljum bara koma á móts við þá þróun með þessum hætti,“ segir Aldís. Í bókun bæjarráðs kemur fram að starfsmenn bæjarins vinni afar mikilvæg og krefjandi störf sem flest hver felast í líkamlegri eða andlegri áreynslu og að þetta sé leið bæjarins til að koma létta undir þar sem hægt er. Aldís segir Hveragerðisbæ vera fyrsta bæjarfélagið til að taka upp þetta fyrirkomulag. „Ég held að algjör nýbreytni og vona auðvitað að aðrir fylgi í kjölfarið og sérstaklega fyrirtæki í Hveragerði,“ segir Aldís. Með ákvörðun bæjarráðs segist Aldís ekki hafa áhyggjur af því að bæjarstarfsmenn fari allir í einu að eignast börn. „Það væri afskaplega gleðilegt ef það mundi gerast,“ segir Aldís. Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Bæjarráð Hveragerðisbæjar samþykkti á fundi sínum á fimmtudag að barnshafandi starfsmenn hafi möguleika á launuðu fríi einum mánuði fyrir settan fæðingardag. Bæjarstjóri segir þetta mikilvæga leið til þess að koma á móts við konur sem sinni erfiðum störfum hjá bæjarfélaginu. Ákvörðunin bæjarráðs var samþykkt samhljóða og tók fyrirkomulagið þegar gildi en fæðingardagur skal staðfestur með læknisvottorði og ber starfsmanni að tilkynna yfirmanni eins fljótt og kostur er hvort hann hyggst nýta sér þennan rétt. Hveragerðisbær er stærsti vinnuveitandi bæjarfélagsins með um tvö hundruð starfsmenn. „Bæjarráð og bæjarfulltrúar hafa lengi haft áhuga á að gera eins vel og kostur er við starfsmenn bæjarins og við erum með starfsmannastefnu sem ða við förum eftir og þessu hugmynd kviknaði nú einfaldlega í ljósi þess að bæjarbúum er að fjölga. Það eru óvanalega mörg börn í bænum núna og þá fórum við að velta þessu fyrir okkur hvort við gætum með einhverju móti komið til móts við okkar starfsmenn og þetta er leið sem við viljum fara til þess,“ sagði Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði. Aldís segir að einhver kostnaður komi til með að verða til vegna fyrirkomulagsins „Við sjáum samt að það er að gerast að konur far í veikindafrí, þær fara í frí aðeins fyrir fæðingu og við viljum bara koma á móts við þá þróun með þessum hætti,“ segir Aldís. Í bókun bæjarráðs kemur fram að starfsmenn bæjarins vinni afar mikilvæg og krefjandi störf sem flest hver felast í líkamlegri eða andlegri áreynslu og að þetta sé leið bæjarins til að koma létta undir þar sem hægt er. Aldís segir Hveragerðisbæ vera fyrsta bæjarfélagið til að taka upp þetta fyrirkomulag. „Ég held að algjör nýbreytni og vona auðvitað að aðrir fylgi í kjölfarið og sérstaklega fyrirtæki í Hveragerði,“ segir Aldís. Með ákvörðun bæjarráðs segist Aldís ekki hafa áhyggjur af því að bæjarstarfsmenn fari allir í einu að eignast börn. „Það væri afskaplega gleðilegt ef það mundi gerast,“ segir Aldís.
Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira