Ný lög um húsnæðisbætur haft þveröfug áhrif Jóhann K. Jóhannsson skrifar 18. mars 2017 18:46 Tekjulágum einstaklingum sem búa við örorku er nánast gert ókleift að eignast húsnæði eftir að ný lög um húsnæðisbætur tóku gildi um síðustu áramót. Markmiðið með breytingunum var meðal annars að lækka greiðslubyrði vegna húsnæðiskostnaðar en þær hafa haft þveröfug áhrif. Þetta kom fram á opnum fundi sem Öryrkjabandalag Íslands hélt á Grand Hótel í dag, þar sem skattar, skerðingar og húsnæði voru til umfjöllunar. Lög um húsnæðisbætur voru afnumin um síðustu áramót og í staðinn tekinn upp húsnæðisstuðningur. Eftir breytingarnar teljast bætur almannatrygginga til tekna við útreikning húsnæðisbóta. Tekjulágir einstaklingar, þeirra á meðal einstaklingar sem búa við örorku, eiga því enn erfiðara um vik um að koma sér upp heimili, að mati Ellenar Calmon, formanns Öryrkjabandalagsins.Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalagsins.Vísir/Anton„Því miður virðist þessi stuðningur ekki hafa hitt á þá sem mest þurfa á honum að halda,“ segir Ellen. „Og við erum að sjá verulegar skerðingar á húsnæðisstuðningi til fólks, sem eru svo verulegar að þær eru jafnvel engin fjárhagsleg uppbót fyrir þá sem þurfa. Ég hef það helst á tilfinningunni að hér hafi verið gerð enn ein mistökin í lagasetningu.“ Ellen segir að stór hópur fólks sé í slæmri stöðu. Í dag sé litið til allra skattskyldra tekna við útreikning húsnæðisbóta og til að gera stöðu þessa fólks enn erfiðari hefur húsaleiga hækkað um 53 prósent á síðustu fimm árum og á næstu tveimur til þremur árum gæti húsaleiga hækkað um tuttugu til þrjátíu prósent. „Þegar fólk fær enn frekari skerðingu á húsnæðisstuðningi, þá er alveg ljóst að örorkulífeyrisþegar hafa hreinlega ekki efni á því að leigja eða eiga þak yfir höfuðið,“ segir hún.“ Ellen segir fólk í þessari stöðu ekki geta beðið lengi eftir því að stjórnvöld leiðrétti stöðu þeirra. Hún hefur miklar áhyggjur af fólki sem þarf að búa til skertar tekjur til lengri tíma. „Ég get bara hreinlega ekki hugsað út í það,“ segir Ellen. „Ég biðla til nýrrar ríkisstjórnar að taka á þessum málum og snúa þessum hræðilegu breytingum við. Tilfinning mín er sú að það sé verið að kremja fólk til fátæktar.“ Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Tekjulágum einstaklingum sem búa við örorku er nánast gert ókleift að eignast húsnæði eftir að ný lög um húsnæðisbætur tóku gildi um síðustu áramót. Markmiðið með breytingunum var meðal annars að lækka greiðslubyrði vegna húsnæðiskostnaðar en þær hafa haft þveröfug áhrif. Þetta kom fram á opnum fundi sem Öryrkjabandalag Íslands hélt á Grand Hótel í dag, þar sem skattar, skerðingar og húsnæði voru til umfjöllunar. Lög um húsnæðisbætur voru afnumin um síðustu áramót og í staðinn tekinn upp húsnæðisstuðningur. Eftir breytingarnar teljast bætur almannatrygginga til tekna við útreikning húsnæðisbóta. Tekjulágir einstaklingar, þeirra á meðal einstaklingar sem búa við örorku, eiga því enn erfiðara um vik um að koma sér upp heimili, að mati Ellenar Calmon, formanns Öryrkjabandalagsins.Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalagsins.Vísir/Anton„Því miður virðist þessi stuðningur ekki hafa hitt á þá sem mest þurfa á honum að halda,“ segir Ellen. „Og við erum að sjá verulegar skerðingar á húsnæðisstuðningi til fólks, sem eru svo verulegar að þær eru jafnvel engin fjárhagsleg uppbót fyrir þá sem þurfa. Ég hef það helst á tilfinningunni að hér hafi verið gerð enn ein mistökin í lagasetningu.“ Ellen segir að stór hópur fólks sé í slæmri stöðu. Í dag sé litið til allra skattskyldra tekna við útreikning húsnæðisbóta og til að gera stöðu þessa fólks enn erfiðari hefur húsaleiga hækkað um 53 prósent á síðustu fimm árum og á næstu tveimur til þremur árum gæti húsaleiga hækkað um tuttugu til þrjátíu prósent. „Þegar fólk fær enn frekari skerðingu á húsnæðisstuðningi, þá er alveg ljóst að örorkulífeyrisþegar hafa hreinlega ekki efni á því að leigja eða eiga þak yfir höfuðið,“ segir hún.“ Ellen segir fólk í þessari stöðu ekki geta beðið lengi eftir því að stjórnvöld leiðrétti stöðu þeirra. Hún hefur miklar áhyggjur af fólki sem þarf að búa til skertar tekjur til lengri tíma. „Ég get bara hreinlega ekki hugsað út í það,“ segir Ellen. „Ég biðla til nýrrar ríkisstjórnar að taka á þessum málum og snúa þessum hræðilegu breytingum við. Tilfinning mín er sú að það sé verið að kremja fólk til fátæktar.“
Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira