Ný lög um húsnæðisbætur haft þveröfug áhrif Jóhann K. Jóhannsson skrifar 18. mars 2017 18:46 Tekjulágum einstaklingum sem búa við örorku er nánast gert ókleift að eignast húsnæði eftir að ný lög um húsnæðisbætur tóku gildi um síðustu áramót. Markmiðið með breytingunum var meðal annars að lækka greiðslubyrði vegna húsnæðiskostnaðar en þær hafa haft þveröfug áhrif. Þetta kom fram á opnum fundi sem Öryrkjabandalag Íslands hélt á Grand Hótel í dag, þar sem skattar, skerðingar og húsnæði voru til umfjöllunar. Lög um húsnæðisbætur voru afnumin um síðustu áramót og í staðinn tekinn upp húsnæðisstuðningur. Eftir breytingarnar teljast bætur almannatrygginga til tekna við útreikning húsnæðisbóta. Tekjulágir einstaklingar, þeirra á meðal einstaklingar sem búa við örorku, eiga því enn erfiðara um vik um að koma sér upp heimili, að mati Ellenar Calmon, formanns Öryrkjabandalagsins.Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalagsins.Vísir/Anton„Því miður virðist þessi stuðningur ekki hafa hitt á þá sem mest þurfa á honum að halda,“ segir Ellen. „Og við erum að sjá verulegar skerðingar á húsnæðisstuðningi til fólks, sem eru svo verulegar að þær eru jafnvel engin fjárhagsleg uppbót fyrir þá sem þurfa. Ég hef það helst á tilfinningunni að hér hafi verið gerð enn ein mistökin í lagasetningu.“ Ellen segir að stór hópur fólks sé í slæmri stöðu. Í dag sé litið til allra skattskyldra tekna við útreikning húsnæðisbóta og til að gera stöðu þessa fólks enn erfiðari hefur húsaleiga hækkað um 53 prósent á síðustu fimm árum og á næstu tveimur til þremur árum gæti húsaleiga hækkað um tuttugu til þrjátíu prósent. „Þegar fólk fær enn frekari skerðingu á húsnæðisstuðningi, þá er alveg ljóst að örorkulífeyrisþegar hafa hreinlega ekki efni á því að leigja eða eiga þak yfir höfuðið,“ segir hún.“ Ellen segir fólk í þessari stöðu ekki geta beðið lengi eftir því að stjórnvöld leiðrétti stöðu þeirra. Hún hefur miklar áhyggjur af fólki sem þarf að búa til skertar tekjur til lengri tíma. „Ég get bara hreinlega ekki hugsað út í það,“ segir Ellen. „Ég biðla til nýrrar ríkisstjórnar að taka á þessum málum og snúa þessum hræðilegu breytingum við. Tilfinning mín er sú að það sé verið að kremja fólk til fátæktar.“ Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Tekjulágum einstaklingum sem búa við örorku er nánast gert ókleift að eignast húsnæði eftir að ný lög um húsnæðisbætur tóku gildi um síðustu áramót. Markmiðið með breytingunum var meðal annars að lækka greiðslubyrði vegna húsnæðiskostnaðar en þær hafa haft þveröfug áhrif. Þetta kom fram á opnum fundi sem Öryrkjabandalag Íslands hélt á Grand Hótel í dag, þar sem skattar, skerðingar og húsnæði voru til umfjöllunar. Lög um húsnæðisbætur voru afnumin um síðustu áramót og í staðinn tekinn upp húsnæðisstuðningur. Eftir breytingarnar teljast bætur almannatrygginga til tekna við útreikning húsnæðisbóta. Tekjulágir einstaklingar, þeirra á meðal einstaklingar sem búa við örorku, eiga því enn erfiðara um vik um að koma sér upp heimili, að mati Ellenar Calmon, formanns Öryrkjabandalagsins.Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalagsins.Vísir/Anton„Því miður virðist þessi stuðningur ekki hafa hitt á þá sem mest þurfa á honum að halda,“ segir Ellen. „Og við erum að sjá verulegar skerðingar á húsnæðisstuðningi til fólks, sem eru svo verulegar að þær eru jafnvel engin fjárhagsleg uppbót fyrir þá sem þurfa. Ég hef það helst á tilfinningunni að hér hafi verið gerð enn ein mistökin í lagasetningu.“ Ellen segir að stór hópur fólks sé í slæmri stöðu. Í dag sé litið til allra skattskyldra tekna við útreikning húsnæðisbóta og til að gera stöðu þessa fólks enn erfiðari hefur húsaleiga hækkað um 53 prósent á síðustu fimm árum og á næstu tveimur til þremur árum gæti húsaleiga hækkað um tuttugu til þrjátíu prósent. „Þegar fólk fær enn frekari skerðingu á húsnæðisstuðningi, þá er alveg ljóst að örorkulífeyrisþegar hafa hreinlega ekki efni á því að leigja eða eiga þak yfir höfuðið,“ segir hún.“ Ellen segir fólk í þessari stöðu ekki geta beðið lengi eftir því að stjórnvöld leiðrétti stöðu þeirra. Hún hefur miklar áhyggjur af fólki sem þarf að búa til skertar tekjur til lengri tíma. „Ég get bara hreinlega ekki hugsað út í það,“ segir Ellen. „Ég biðla til nýrrar ríkisstjórnar að taka á þessum málum og snúa þessum hræðilegu breytingum við. Tilfinning mín er sú að það sé verið að kremja fólk til fátæktar.“
Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira