Ásmundur: Lítilmannleg umræða í boði Pírata sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 1. mars 2017 15:54 Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði ummæli Píratans fyrir neðan allar hellur. Vísir/Vilhelm „Það er fyrir neðan allar hellur að á þessum ræðustól skuli aðrar eins ávirðingar bornar á menn að ég get ekki þagað yfir því. Mér finnst þetta svo lítilmannlegt. Þetta er lítilmótleg umræða – og hún er í boði Pírata,“ sagði Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, á Alþingi í dag. Ásmundur vísaði til orða Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata, sem sakaði Bjarna Benediktsson forsætisráðherra um lygar í ræðustól Alþingis. Björn Leví sagði ráðherrann hafa logið því í ræðustól í október í fyrra að skýrsla um eignir Íslendinga á aflandssvæðum væri í vinnslu – þegar skýrslan hafi í raun og veru verið tilbúin. Umrædd skýrsla hefur verið afar umdeild og hefur stjórnarandstaðan ítrekað sakað Bjarna um að hafa setið á skýrslunni fram yfir kosningar. „Í þessu tilviki er hins vegar ráðherra tiltölulega vanhæfur vegna tengsla sinna við aflandsfélög og öll þessi tímalína og öll þessi ummæli benda einfaldlega til þess að ráðherra hafi logið af yfirlögðu ráði,“ sagði Björn Leví. Ásmundur furðaði sig á því að forseti þingsins hafi ekki gert athugasemdir við orðbragð þingmannsins. Slík umræðuhefð sé ekki við hæfi á Alþingi. „Píratar ætluðu að koma á þing til þess að breyta umræðuhefðinni. Þeir ætluðu að laga starfið í þinginu. Þeir voru á móti því hvernig þingmenn hefðu talað hérna. Við sem fórum í þingmannaskólann árið 2013, okkur var sagt að laga umræðuhefðina. Við höfum staðið við það – nema þið Píratarnir sem berið svona á fólk,“ sagði Ásmundur. Bjarni Benediktsson hefur vísað ásökunum stjórnarandstöðunnar um að hafa setið á skýrslunni fram yfir kosningar alfarið á bug. Um er að ræða skýrslu sem unnin var af starfshópi á vegum fjármálaráðuneytisins, en hópurinn skilaði skýrslunni af sér í október síðastliðnum. Skýrslan var svo birt í síðasta mánuði, um þremur mánuðum eftir að starfshópurinn skilaði henni af sér. Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Sjá meira
„Það er fyrir neðan allar hellur að á þessum ræðustól skuli aðrar eins ávirðingar bornar á menn að ég get ekki þagað yfir því. Mér finnst þetta svo lítilmannlegt. Þetta er lítilmótleg umræða – og hún er í boði Pírata,“ sagði Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, á Alþingi í dag. Ásmundur vísaði til orða Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata, sem sakaði Bjarna Benediktsson forsætisráðherra um lygar í ræðustól Alþingis. Björn Leví sagði ráðherrann hafa logið því í ræðustól í október í fyrra að skýrsla um eignir Íslendinga á aflandssvæðum væri í vinnslu – þegar skýrslan hafi í raun og veru verið tilbúin. Umrædd skýrsla hefur verið afar umdeild og hefur stjórnarandstaðan ítrekað sakað Bjarna um að hafa setið á skýrslunni fram yfir kosningar. „Í þessu tilviki er hins vegar ráðherra tiltölulega vanhæfur vegna tengsla sinna við aflandsfélög og öll þessi tímalína og öll þessi ummæli benda einfaldlega til þess að ráðherra hafi logið af yfirlögðu ráði,“ sagði Björn Leví. Ásmundur furðaði sig á því að forseti þingsins hafi ekki gert athugasemdir við orðbragð þingmannsins. Slík umræðuhefð sé ekki við hæfi á Alþingi. „Píratar ætluðu að koma á þing til þess að breyta umræðuhefðinni. Þeir ætluðu að laga starfið í þinginu. Þeir voru á móti því hvernig þingmenn hefðu talað hérna. Við sem fórum í þingmannaskólann árið 2013, okkur var sagt að laga umræðuhefðina. Við höfum staðið við það – nema þið Píratarnir sem berið svona á fólk,“ sagði Ásmundur. Bjarni Benediktsson hefur vísað ásökunum stjórnarandstöðunnar um að hafa setið á skýrslunni fram yfir kosningar alfarið á bug. Um er að ræða skýrslu sem unnin var af starfshópi á vegum fjármálaráðuneytisins, en hópurinn skilaði skýrslunni af sér í október síðastliðnum. Skýrslan var svo birt í síðasta mánuði, um þremur mánuðum eftir að starfshópurinn skilaði henni af sér.
Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Sjá meira