Einungis sjö prósent þjóðarinnar geyma lyf heimilisins í læstum lyfjaskáp Jóhann K. Jóhannsson skrifar 1. mars 2017 18:37 Einungis sjö prósent þjóðarinnar geyma lyf heimilisins í læstum lyfjaskáp og fjórðungur fyrirspurna vegna lyfjaeitrana hjá Landspítalanum varða börn 6 ára og yngri. Forstjóri Lyfjastofnunar segir þetta áhyggjuefni en á morgun setur stofnunin á fót átak til þess að taka á vandanum. Könnunin var framkvæmd af Lyfjastofnun í nóvember á síðasta ári og eru niðurstöðurnar sláandi en þær eru í takt við fjölda fyrirspurna vegna lyfjaeitrunartilvika hjá Eitrunarmiðstöð Landspítalans. „Þetta er verkefni sem við kynntumst hjá norsku lyfjastofnuninni og vakti strax athylgi okkar og við skoðuðum hvort það væri raunverulega ástæða til þess að fara í þetta hérna,“ segir Rúna Hauksdóttir, forstjóri Lyfjastofnunnar. Spurningarnar voru þrjár. „Hvar eru lyf geymd á heimilinu þínu?“ „Veistu hvernig heppilegast er að losa sig við útrunnin eða ónotuð lyf?“ og „Hvernig losar þú þig oftast við útrunnin eða ónotuð lyf?“ Einungis sjö prósent þeirra sem tóku þátt í könnuninni geyma lyf heimilisins í læstum lyfjaskáp og þriðjungur geymir lyf heimilisins á ekki á öruggan hátt. Þá kom í ljós að rétt rúm þrjátíu prósent hafa þekkingu eða upplýsingar um hvernig heppilegast sé að losa sig við útrunnin eða ónotuð lyf. Þriðjungur svarenda, helst ungt fólk, hendir lyfjum í rusl, vask eða klósett og 13% losar sig aldrei við lyf.70% telja sig vita hvernig á að losa sig við lyf Þrátt fyrir að tæp 70% telji sig vita hvernig heppilegast er að losa sig við útrunnin eða ónotuð lyf eru einungis 57,5% sem nýta sér þann möguleika. „Fólk er ekki að geyma lyf rétt heima hjá sér. Það er algjörlega ljóst og hópurinn sem var minnst upplýstur um það hvernig átti að geyma lyf var ungt fólk frá 25 ára til 34 ára,“ segur Rúna. Á árinu 2015 voru skráðar 841 fyrirspurn hjá Eitrunarmiðstöð Landspítalans og hefur þessi fjöldi nánast staðið í stað síðustu ár. Fjórðungur fyrirspurna varðaði börn 6 ára og yngri. Á morgun mun Lyfjastofnun hefja átakið „Lyfjaskil - Taktu til“ og miðar það að því að auka öryggi í kringum geymslu lyfja á heimilum. „Apótek eiga að taka á móti lyfjum til förgunar. Við erum líka að fara af stað með þetta verkefni núna og við mundum nota samfélagsmiðlana og við verðum með sérstaka heimasíðu sem heitir www.lyfjaskil.is. Við erum líka með facebooksíðu það sem við munum vekja sérstaka athygli á þessu, hvað fólk á að gera. Fara yfir lyfin sín. Skoða fyrningar og fara með lyf sem það ekki er að nota eða eru gömul í Apótek til eyðingar,“ segir Rúna. Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Einungis sjö prósent þjóðarinnar geyma lyf heimilisins í læstum lyfjaskáp og fjórðungur fyrirspurna vegna lyfjaeitrana hjá Landspítalanum varða börn 6 ára og yngri. Forstjóri Lyfjastofnunar segir þetta áhyggjuefni en á morgun setur stofnunin á fót átak til þess að taka á vandanum. Könnunin var framkvæmd af Lyfjastofnun í nóvember á síðasta ári og eru niðurstöðurnar sláandi en þær eru í takt við fjölda fyrirspurna vegna lyfjaeitrunartilvika hjá Eitrunarmiðstöð Landspítalans. „Þetta er verkefni sem við kynntumst hjá norsku lyfjastofnuninni og vakti strax athylgi okkar og við skoðuðum hvort það væri raunverulega ástæða til þess að fara í þetta hérna,“ segir Rúna Hauksdóttir, forstjóri Lyfjastofnunnar. Spurningarnar voru þrjár. „Hvar eru lyf geymd á heimilinu þínu?“ „Veistu hvernig heppilegast er að losa sig við útrunnin eða ónotuð lyf?“ og „Hvernig losar þú þig oftast við útrunnin eða ónotuð lyf?“ Einungis sjö prósent þeirra sem tóku þátt í könnuninni geyma lyf heimilisins í læstum lyfjaskáp og þriðjungur geymir lyf heimilisins á ekki á öruggan hátt. Þá kom í ljós að rétt rúm þrjátíu prósent hafa þekkingu eða upplýsingar um hvernig heppilegast sé að losa sig við útrunnin eða ónotuð lyf. Þriðjungur svarenda, helst ungt fólk, hendir lyfjum í rusl, vask eða klósett og 13% losar sig aldrei við lyf.70% telja sig vita hvernig á að losa sig við lyf Þrátt fyrir að tæp 70% telji sig vita hvernig heppilegast er að losa sig við útrunnin eða ónotuð lyf eru einungis 57,5% sem nýta sér þann möguleika. „Fólk er ekki að geyma lyf rétt heima hjá sér. Það er algjörlega ljóst og hópurinn sem var minnst upplýstur um það hvernig átti að geyma lyf var ungt fólk frá 25 ára til 34 ára,“ segur Rúna. Á árinu 2015 voru skráðar 841 fyrirspurn hjá Eitrunarmiðstöð Landspítalans og hefur þessi fjöldi nánast staðið í stað síðustu ár. Fjórðungur fyrirspurna varðaði börn 6 ára og yngri. Á morgun mun Lyfjastofnun hefja átakið „Lyfjaskil - Taktu til“ og miðar það að því að auka öryggi í kringum geymslu lyfja á heimilum. „Apótek eiga að taka á móti lyfjum til förgunar. Við erum líka að fara af stað með þetta verkefni núna og við mundum nota samfélagsmiðlana og við verðum með sérstaka heimasíðu sem heitir www.lyfjaskil.is. Við erum líka með facebooksíðu það sem við munum vekja sérstaka athygli á þessu, hvað fólk á að gera. Fara yfir lyfin sín. Skoða fyrningar og fara með lyf sem það ekki er að nota eða eru gömul í Apótek til eyðingar,“ segir Rúna.
Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira