Hildur Yeoman og 66°Norður í eina sæng Guðný Hrönn skrifar 5. mars 2017 15:00 Hildur Yeoman mun kynna samstarf sitt við 66°Norður á HönnunarMars. Vísir/Stefán Brátt kynna 66°Norður og Hildur Yeoman samstarf sitt en um er að ræða línu sem er innblásin af hafinu. Hingað til hefur 66°N unnið mikið með sjóinn og það hefur Hildur líka gert, en á gjörólíkan hátt. Þar sem sjórinn hefur verið í brennidepli hjá bæði hönnunarteymi 66°Norður og Hildi Yeoman með ólíkri útkomu er um áhugavert samstarf að ræða. „Þau í hönnunarteyminu höfðu samband við mig upp á að vinna með þeim að skemmtilegri afmælislínu. Mér fannst þetta mjög spennandi þar sem ég hef ekki gert mikið af útivistarfatnaði áður og sló til,“ segir Hildur spurð út í hvernig þetta hafi komið til. „Línan er byggð á sniðum frá már þó að við höfum einnig búið til ný snið sérstaklega fyrir samstarfið. Einnig hannaði ég prent sérstaklega fyrir línuna, við köllum það ölduprentið og það verður túlkað í prjónaflíkum sem eru fyrir bæði kyn. Þau hjá 66°Norður eru svo með snillinga á sínum snærum þegar kemur að því að finna góð efni sem henta vel í íslenska veðráttu. Það var mjög gefandi að vinna með hönnunarteyminu þeirra við að leysa ýmis mál, eins og útfærslu prents yfir í prjón og fleira þess háttar.“ Hildur segir samstarfið hafa verið ánægjulegt og ákveðna tilbreytingu fyrir sig. „Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt ferli og virkilega gaman að vinna með teyminu þeirra. Það er valinn maður í hverri stöðu sem er spennandi fyrir mig sem er einyrki,“ útskýrir Hildur. Þó að fatnaður hennar sé gjörólíkur flíkum frá 66°Norður þá small þetta vel saman að hennar sögn. „Ég er þekktari fyrir fatnað sem konur klæðast bæði við vinnu og í drykk eftir vinnu, einnig er ég þekkt fyrir klæðnað sem konur klæðast við hátíðleg tilefni. Það var því skemmtilegt að fara út fyrir sitt vanalega hönnunarumhverfi og hanna föt sem munu henta vel á sjóinn, í útileguna eða í fjallgöngu. Línan verður frumsýnd á HönnunarMars. Þetta eru ullarpeysur, húfur, treflar og geggjaður regnjakki sem ég get ekki beðið eftir því að klæðast,“ segir Hildur sem tekur svo fram að línunni verði fagnað þann 24. mars í verslun 66°Norður á Laugavegi. „Við erum að vinna að umgjörðinni á því eins og stendur.“ Tíska og hönnun Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Brátt kynna 66°Norður og Hildur Yeoman samstarf sitt en um er að ræða línu sem er innblásin af hafinu. Hingað til hefur 66°N unnið mikið með sjóinn og það hefur Hildur líka gert, en á gjörólíkan hátt. Þar sem sjórinn hefur verið í brennidepli hjá bæði hönnunarteymi 66°Norður og Hildi Yeoman með ólíkri útkomu er um áhugavert samstarf að ræða. „Þau í hönnunarteyminu höfðu samband við mig upp á að vinna með þeim að skemmtilegri afmælislínu. Mér fannst þetta mjög spennandi þar sem ég hef ekki gert mikið af útivistarfatnaði áður og sló til,“ segir Hildur spurð út í hvernig þetta hafi komið til. „Línan er byggð á sniðum frá már þó að við höfum einnig búið til ný snið sérstaklega fyrir samstarfið. Einnig hannaði ég prent sérstaklega fyrir línuna, við köllum það ölduprentið og það verður túlkað í prjónaflíkum sem eru fyrir bæði kyn. Þau hjá 66°Norður eru svo með snillinga á sínum snærum þegar kemur að því að finna góð efni sem henta vel í íslenska veðráttu. Það var mjög gefandi að vinna með hönnunarteyminu þeirra við að leysa ýmis mál, eins og útfærslu prents yfir í prjón og fleira þess háttar.“ Hildur segir samstarfið hafa verið ánægjulegt og ákveðna tilbreytingu fyrir sig. „Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt ferli og virkilega gaman að vinna með teyminu þeirra. Það er valinn maður í hverri stöðu sem er spennandi fyrir mig sem er einyrki,“ útskýrir Hildur. Þó að fatnaður hennar sé gjörólíkur flíkum frá 66°Norður þá small þetta vel saman að hennar sögn. „Ég er þekktari fyrir fatnað sem konur klæðast bæði við vinnu og í drykk eftir vinnu, einnig er ég þekkt fyrir klæðnað sem konur klæðast við hátíðleg tilefni. Það var því skemmtilegt að fara út fyrir sitt vanalega hönnunarumhverfi og hanna föt sem munu henta vel á sjóinn, í útileguna eða í fjallgöngu. Línan verður frumsýnd á HönnunarMars. Þetta eru ullarpeysur, húfur, treflar og geggjaður regnjakki sem ég get ekki beðið eftir því að klæðast,“ segir Hildur sem tekur svo fram að línunni verði fagnað þann 24. mars í verslun 66°Norður á Laugavegi. „Við erum að vinna að umgjörðinni á því eins og stendur.“
Tíska og hönnun Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira