Konur með legslímuflakk falinn hópur í þjóðfélaginu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 6. mars 2017 20:15 Endómetríósa eða legslímuflakk er sjúkdómur sem konur bera ekki utan á sér en greiningum hjá Landspítalanum hefur fjölgað á undanförnum árum. Sérfræðingur í kvensjúkdómum segir verkjalyf ekki lausnina þegar sjúkdómurinn með meðhöndlaður. Endómetríósa eða legslímuflakk er krónískur og sársaukafullur sjúkdómur sem orsakast af frumum úr innra lagi legsins og finnst á öðrum stöðum í kviðarholinu. Undir venjulegum kringumstæðum ættu þessar frumur að fara úr líkamanum við blæðingar en þær frumur sem finnast utan legsins setjast undir yfirborðsþekju á líffærum og mynda þar legslímuflakk sem veldur bólgum og blöðrumyndun. Hluti einkenna kvenna með legslímuflakk eru meðal annast; mikill sársauki fyrir eða við blæðingar, sársauki við egglos, verkir við samfarir og þvaglát. Uppblásinn magi, ófrjósemi og síþeyta. Sérfræðingur í kvensjúkdómum og fæðingarhjálp á kvennadeild Landspítalans segir að tilfellum kvenna með legslímuflakk sé að fjölg. „Það er stór hluti af endómetríósu-sjúklingum sem við erum að greina vegna aukinnar aðgerðartækni. Við sjáum betur og þekkjum betur sjúkdóminn,“ segir Anna Smith, kvensjúkdóma- og fæðingarlæknir. Erfðafræði getur haft áhrif á það hvort kona sé með legslímuflakk en hluti þeirra sem greinast þarf ekki að finna fyrir einkennum. „Það er aftur á móti hinar þessi fáa prósenta sem verður virkilega slæm sem við viljum alls ekki missa af,“ segir Auður. Auður segir að gott sé að langt líði á milli blæðinga hjá konum sem hafa einkenni legslímuflakks. „Aðal málið er að greina þær og ná þeim út úr hópnum sem hafa til dæmis ættarsögu. Eru með miklar blæðingar eða mikla túrverki sem er að trufla þeirra lífsgæði. Það dugar ekki að taka panodíl eða íbúfen. Auður segir að heppilegasta aðferðin sé inntaka getnaðarvarnapillunnar en fyrir konur sem eru í barneignahugleiðingum þá þurfa þær að fá greiningu á sjúkdómnum sem fyrst og halda honum niðri fram að barneignum sem þarf að skipuleggja vel. „Það er að segja, konur með endómetríósu eru á blæðingastoppandi meðferð þar til þær eru tilbúnar og reyna þá, því það er talsverður hópur kvenna með endómetríósu sem þurfa aðstoð við þungun,“ segir Auður. Auður segir þær konur sem takist á við legslímuflakk sé falinn hópur í þjóðfélaginu en fjórða mars síðast liðinn hófst vika endómetríósu á Íslandi. Á miðvikudag verður haldið málþing á Landspítalanum um sjúkdóminn þar sem meðal annars sérfræðingar koma fram og ræða lífsgæði með meðferðarúrræði við legslímuflakki Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Endómetríósa eða legslímuflakk er sjúkdómur sem konur bera ekki utan á sér en greiningum hjá Landspítalanum hefur fjölgað á undanförnum árum. Sérfræðingur í kvensjúkdómum segir verkjalyf ekki lausnina þegar sjúkdómurinn með meðhöndlaður. Endómetríósa eða legslímuflakk er krónískur og sársaukafullur sjúkdómur sem orsakast af frumum úr innra lagi legsins og finnst á öðrum stöðum í kviðarholinu. Undir venjulegum kringumstæðum ættu þessar frumur að fara úr líkamanum við blæðingar en þær frumur sem finnast utan legsins setjast undir yfirborðsþekju á líffærum og mynda þar legslímuflakk sem veldur bólgum og blöðrumyndun. Hluti einkenna kvenna með legslímuflakk eru meðal annast; mikill sársauki fyrir eða við blæðingar, sársauki við egglos, verkir við samfarir og þvaglát. Uppblásinn magi, ófrjósemi og síþeyta. Sérfræðingur í kvensjúkdómum og fæðingarhjálp á kvennadeild Landspítalans segir að tilfellum kvenna með legslímuflakk sé að fjölg. „Það er stór hluti af endómetríósu-sjúklingum sem við erum að greina vegna aukinnar aðgerðartækni. Við sjáum betur og þekkjum betur sjúkdóminn,“ segir Anna Smith, kvensjúkdóma- og fæðingarlæknir. Erfðafræði getur haft áhrif á það hvort kona sé með legslímuflakk en hluti þeirra sem greinast þarf ekki að finna fyrir einkennum. „Það er aftur á móti hinar þessi fáa prósenta sem verður virkilega slæm sem við viljum alls ekki missa af,“ segir Auður. Auður segir að gott sé að langt líði á milli blæðinga hjá konum sem hafa einkenni legslímuflakks. „Aðal málið er að greina þær og ná þeim út úr hópnum sem hafa til dæmis ættarsögu. Eru með miklar blæðingar eða mikla túrverki sem er að trufla þeirra lífsgæði. Það dugar ekki að taka panodíl eða íbúfen. Auður segir að heppilegasta aðferðin sé inntaka getnaðarvarnapillunnar en fyrir konur sem eru í barneignahugleiðingum þá þurfa þær að fá greiningu á sjúkdómnum sem fyrst og halda honum niðri fram að barneignum sem þarf að skipuleggja vel. „Það er að segja, konur með endómetríósu eru á blæðingastoppandi meðferð þar til þær eru tilbúnar og reyna þá, því það er talsverður hópur kvenna með endómetríósu sem þurfa aðstoð við þungun,“ segir Auður. Auður segir þær konur sem takist á við legslímuflakk sé falinn hópur í þjóðfélaginu en fjórða mars síðast liðinn hófst vika endómetríósu á Íslandi. Á miðvikudag verður haldið málþing á Landspítalanum um sjúkdóminn þar sem meðal annars sérfræðingar koma fram og ræða lífsgæði með meðferðarúrræði við legslímuflakki
Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira