Utanríkisráðherra ósammála formanni utanríkismálanefndar um EFTA Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. mars 2017 20:06 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. vísir/þórhildur Utanríkisráðherra Íslands, Guðlaugur Þór Þórðarson, segir að hann sé ósammála ummælum formanns utanríkismálanefndar og þingmanns Viðreisnar, Jónu Sólveigar Elínardóttur, sem hún lét falla í samtali við Washington Post, um að aðild Íslands að EFTA dugi ekki lengur til að tryggja hagsmuni Íslands. Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag, þar sem Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, spurði utanríkisráðherra út í afstöðu sína til ummæla formanns utanríkismálanefndar. „Ég spyr því hæstvirtan utanríkisráðherra hvort hann sé sammála formanni utanríkismálanefndar um að aðild Íslands að EFTA dugi ekki lengur til að tryggja hagsmuni Íslands.“ Guðlaugur sagði að greinin sem birst hafi í Washington Post hafi ekki verið nákvæm og vel unnin. Meginatriði málsins séu þau að Ísland sé í góðri stöðu þegar kemur að samskiptum við Evrópu. „Svarið við spurningu háttvirts þingmanns er einfaldlega, að ef rétt er eftir haft í þessu viðtali, er ég ekki sammála þeirri fullyrðingu.“ Lilja kom þá aftur upp í ræðustól og sagði að hún hafi litið aftur á greinina og að sér sýndist sem svo að ummæli formanns utanríkismálanefndar hefði verið skýr. „Ég hef ekki tekið eftir því að hún hafi leiðrétt nokkuð í þessari grein.“ „Þess vegna spyr ég hæstvirtan utanríkisráðherra hvort standi til að leiðrétta þessi gerólíku sjónarmið sem koma fram í Washington Post og hvort það væri ekki æskilegt gagnvart samstarfsaðilum okkar í EFTA.“ Utanríkisráðherra svaraði Lilju og sagði að leiðrétting hefði verið send út til blaðsins út af þessari grein, vegna þess að margt hefði verið farið rangt með. „Það er hins vegar ekki aðalatriðið. Það liggur fyrir að Íslendingar eru að starfa með EFTA ríkjum að því sem að snýr að útgöngu Breta úr ESB. Þar með talið fylgst vel með því sem er að gerast á vettvangi ESB.“ Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Utanríkisráðherra Íslands, Guðlaugur Þór Þórðarson, segir að hann sé ósammála ummælum formanns utanríkismálanefndar og þingmanns Viðreisnar, Jónu Sólveigar Elínardóttur, sem hún lét falla í samtali við Washington Post, um að aðild Íslands að EFTA dugi ekki lengur til að tryggja hagsmuni Íslands. Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag, þar sem Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, spurði utanríkisráðherra út í afstöðu sína til ummæla formanns utanríkismálanefndar. „Ég spyr því hæstvirtan utanríkisráðherra hvort hann sé sammála formanni utanríkismálanefndar um að aðild Íslands að EFTA dugi ekki lengur til að tryggja hagsmuni Íslands.“ Guðlaugur sagði að greinin sem birst hafi í Washington Post hafi ekki verið nákvæm og vel unnin. Meginatriði málsins séu þau að Ísland sé í góðri stöðu þegar kemur að samskiptum við Evrópu. „Svarið við spurningu háttvirts þingmanns er einfaldlega, að ef rétt er eftir haft í þessu viðtali, er ég ekki sammála þeirri fullyrðingu.“ Lilja kom þá aftur upp í ræðustól og sagði að hún hafi litið aftur á greinina og að sér sýndist sem svo að ummæli formanns utanríkismálanefndar hefði verið skýr. „Ég hef ekki tekið eftir því að hún hafi leiðrétt nokkuð í þessari grein.“ „Þess vegna spyr ég hæstvirtan utanríkisráðherra hvort standi til að leiðrétta þessi gerólíku sjónarmið sem koma fram í Washington Post og hvort það væri ekki æskilegt gagnvart samstarfsaðilum okkar í EFTA.“ Utanríkisráðherra svaraði Lilju og sagði að leiðrétting hefði verið send út til blaðsins út af þessari grein, vegna þess að margt hefði verið farið rangt með. „Það er hins vegar ekki aðalatriðið. Það liggur fyrir að Íslendingar eru að starfa með EFTA ríkjum að því sem að snýr að útgöngu Breta úr ESB. Þar með talið fylgst vel með því sem er að gerast á vettvangi ESB.“
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira