Velski kennarinn sem vísað var frá borði í Keflavík: „Mér leið eins og glæpamanni“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. febrúar 2017 08:36 Maðurinn millilenti á Keflavíkurflugvelli á leið sinni til Bandaríkjanna. vísir/anton brink. Velskum kennara sem vísað var frá borði flugvélar í Keflavík þann 16. febrúar síðastliðinn þar sem hann var á leið til Bandaríkjanna segir í samtali við breska fjölmiðla að sér hafi liðið eins og glæpamanni. Hann hafi verið svo áhyggjufullur vegna þess sem gerðist að hann hafi hvorki borðað né sofið í tvo daga. Ástæðan fyrir því að honum var vísað frá borði og ekki leyft að ferðast áfram til New York þangað sem för hans var heitið er sögð sú að bandarísk yfirvöld vildu ekki leyfa honum að koma til Bandaríkjanna. Maðurinn heitir Juhel Miah og er múslimi frá Swansea. Hann var á ferð með öðrum kennurum og hóp af börnum á leið í skólaferð til New York. Eins og kunnugt er hafði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sett á ferðabann fólks frá sjö ríkjum þar sem múslimar eru í meirihluta en viku áður en Miah var meinað að fara til landsins hafði verið sett lögbann á ferðabann Trump.„Ég trúði ekki því sem var að gerast“Í umfjöllun Guardian um málið segir að bæði samstarfsmönnum Miah og nemendum hans hafi verið mjög brugðið þegar hann var færður frá borði í Keflavík. Miah segir að skömmu áður en vélin hafi átt að fara í loftið hafi starfsmaður komið til hans sem sagði honum að hann gæti ekki farið um borð í vélina. „Allir störðu á mig. Á meðan ég var að ná í farangurinn minn voru krakkarnir og samstarfsmenn mínir mjög ringlaðir. Ég trúði ekki því sem var að gerast. Það var verið að fylgja mér út. Mér leið eins og glæpamanni, ég gat ekki talað, ég var bara orðlaus,“ segir Miah. Það var farið með hann á hótel en lýsingar Miah á dvölinni þar eru ófagrar.Hafa óskað eftir útskýringum á málinu „Ég beið í tvo tíma í herberginu. Það var hræðilegt. Rúmfötin voru götótt, það var skítugur poki undir rúminu og loftljósið virkaði ekki heldur bara lampinn. Batteríið í símanum mínum var að klárast svo ég fór og kíkti á ferðatöskuna mína. Þá sá ég að hengilásinn á henni var horfinn. Ég var svo hræddur að ég borðaði hvorki né svaf í tvo daga,“ segir Miah. Vinnuveitandi Miah hefur óskað eftir útskýringum frá sendiráði Bandaríkjanna í London á því hvers vegna honum var meinað að ferðast til landsins. Þá hyggjast velskir stjórnmálamenn beita sér í málinu en á vef Guardian er haft eftir vinnuveitanda Miah að hann sé breskur ríkisborgari og ekki með tvöfalt ríkisfang. Þá hafi hann verið með gilda vegabréfsáritun til Bandaríkjanna. Donald Trump Tengdar fréttir Velskum kennara vísað frá borði í Keflavík Ástæðan er sögð vera sú að bandarísk yfirvöld vildu ekki leyfa kennaranum að koma til Bandaríkjanna. 20. febrúar 2017 17:59 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Velskum kennara sem vísað var frá borði flugvélar í Keflavík þann 16. febrúar síðastliðinn þar sem hann var á leið til Bandaríkjanna segir í samtali við breska fjölmiðla að sér hafi liðið eins og glæpamanni. Hann hafi verið svo áhyggjufullur vegna þess sem gerðist að hann hafi hvorki borðað né sofið í tvo daga. Ástæðan fyrir því að honum var vísað frá borði og ekki leyft að ferðast áfram til New York þangað sem för hans var heitið er sögð sú að bandarísk yfirvöld vildu ekki leyfa honum að koma til Bandaríkjanna. Maðurinn heitir Juhel Miah og er múslimi frá Swansea. Hann var á ferð með öðrum kennurum og hóp af börnum á leið í skólaferð til New York. Eins og kunnugt er hafði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sett á ferðabann fólks frá sjö ríkjum þar sem múslimar eru í meirihluta en viku áður en Miah var meinað að fara til landsins hafði verið sett lögbann á ferðabann Trump.„Ég trúði ekki því sem var að gerast“Í umfjöllun Guardian um málið segir að bæði samstarfsmönnum Miah og nemendum hans hafi verið mjög brugðið þegar hann var færður frá borði í Keflavík. Miah segir að skömmu áður en vélin hafi átt að fara í loftið hafi starfsmaður komið til hans sem sagði honum að hann gæti ekki farið um borð í vélina. „Allir störðu á mig. Á meðan ég var að ná í farangurinn minn voru krakkarnir og samstarfsmenn mínir mjög ringlaðir. Ég trúði ekki því sem var að gerast. Það var verið að fylgja mér út. Mér leið eins og glæpamanni, ég gat ekki talað, ég var bara orðlaus,“ segir Miah. Það var farið með hann á hótel en lýsingar Miah á dvölinni þar eru ófagrar.Hafa óskað eftir útskýringum á málinu „Ég beið í tvo tíma í herberginu. Það var hræðilegt. Rúmfötin voru götótt, það var skítugur poki undir rúminu og loftljósið virkaði ekki heldur bara lampinn. Batteríið í símanum mínum var að klárast svo ég fór og kíkti á ferðatöskuna mína. Þá sá ég að hengilásinn á henni var horfinn. Ég var svo hræddur að ég borðaði hvorki né svaf í tvo daga,“ segir Miah. Vinnuveitandi Miah hefur óskað eftir útskýringum frá sendiráði Bandaríkjanna í London á því hvers vegna honum var meinað að ferðast til landsins. Þá hyggjast velskir stjórnmálamenn beita sér í málinu en á vef Guardian er haft eftir vinnuveitanda Miah að hann sé breskur ríkisborgari og ekki með tvöfalt ríkisfang. Þá hafi hann verið með gilda vegabréfsáritun til Bandaríkjanna.
Donald Trump Tengdar fréttir Velskum kennara vísað frá borði í Keflavík Ástæðan er sögð vera sú að bandarísk yfirvöld vildu ekki leyfa kennaranum að koma til Bandaríkjanna. 20. febrúar 2017 17:59 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Velskum kennara vísað frá borði í Keflavík Ástæðan er sögð vera sú að bandarísk yfirvöld vildu ekki leyfa kennaranum að koma til Bandaríkjanna. 20. febrúar 2017 17:59