Þrjár 99 ára vinkonur á Hvolsvelli: Sjá ekki sólina fyrir Guðna Th. Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. febrúar 2017 20:30 Þrjár níutíu og níu ára vinkonur á Hvolsvelli kalla ekki allt ömmu sína því þær stunda handverk á fullum krafti og fylgjast með þjóðmálunum. Ein þeirra segist geta tekið að sér stjórn landsins því þingmenn geri ekki neitt. Magnús Hlynur Hreiðarsson heimsótti þessar hressu konur í kvöldfréttum Stöðvar 2. Um er að ræða þær Aðalheiði Kjartansdóttir og Guðrúnu Sveinsdóttur sem eru 99 ára og Maríu Jónsdóttur sem verður 99 ára eftir nokkrar vikur. Þær eru allar úr sveit og eiga samtals 104 afkomendur. Öllum líður þeim vel á Kirkjuhvoli, þær eru duglegar að prjóna, mála og ein þeirra klippir út hestamyndir.En hverju þakka þær þennan háa aldur?„Ef maður hugsar vel til fólks sem maður er með og reynir að koma eðlilega fram, þá held ég að það sé það besta,“ segir Aðalheiður. María gerir mikið af því að fara með stemmur og fór hún með eina slíka, um hrúta sem pabbi hennar orti. Hjúkrunarforstjórinn á Kirkjuhvoli, Ólöf Eggertsdóttir, segir frábært að vera með svona háaldraða heimilismenn. „Þær eru lífsglaðar, hraustar og hafa alltaf verið duglegar að hreyfa sig. Þær hafa auðvitað verið mishraustar en virkilega lífsglaðar og skemmtilegar.“ Allar hafa vinkonurnar mikla skoðun á landsmálunum og sjá ekki sólina fyrir Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands.En hvað segja þær um þjóðmálin og Alþingi?„Þau eru nú alveg kolvitlaus. Ég held að ég gæti alveg eins gert jafn vel og þeir, blessaðir þingmennirnir,“ segir Guðrún. Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Sjá meira
Þrjár níutíu og níu ára vinkonur á Hvolsvelli kalla ekki allt ömmu sína því þær stunda handverk á fullum krafti og fylgjast með þjóðmálunum. Ein þeirra segist geta tekið að sér stjórn landsins því þingmenn geri ekki neitt. Magnús Hlynur Hreiðarsson heimsótti þessar hressu konur í kvöldfréttum Stöðvar 2. Um er að ræða þær Aðalheiði Kjartansdóttir og Guðrúnu Sveinsdóttur sem eru 99 ára og Maríu Jónsdóttur sem verður 99 ára eftir nokkrar vikur. Þær eru allar úr sveit og eiga samtals 104 afkomendur. Öllum líður þeim vel á Kirkjuhvoli, þær eru duglegar að prjóna, mála og ein þeirra klippir út hestamyndir.En hverju þakka þær þennan háa aldur?„Ef maður hugsar vel til fólks sem maður er með og reynir að koma eðlilega fram, þá held ég að það sé það besta,“ segir Aðalheiður. María gerir mikið af því að fara með stemmur og fór hún með eina slíka, um hrúta sem pabbi hennar orti. Hjúkrunarforstjórinn á Kirkjuhvoli, Ólöf Eggertsdóttir, segir frábært að vera með svona háaldraða heimilismenn. „Þær eru lífsglaðar, hraustar og hafa alltaf verið duglegar að hreyfa sig. Þær hafa auðvitað verið mishraustar en virkilega lífsglaðar og skemmtilegar.“ Allar hafa vinkonurnar mikla skoðun á landsmálunum og sjá ekki sólina fyrir Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands.En hvað segja þær um þjóðmálin og Alþingi?„Þau eru nú alveg kolvitlaus. Ég held að ég gæti alveg eins gert jafn vel og þeir, blessaðir þingmennirnir,“ segir Guðrún.
Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Sjá meira