„Varla verri staður á landinu til að fylgjast með störfum Alþingis heldur en þingpallar þess“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. febrúar 2017 14:30 Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar. vísir/anton brink Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar, gerði þingpallana á Alþingi að umræðuefni undir liðnum störf þingsins í dag. Kvaðst hann sjálfur hafa komið reglulega á pallana þegar hann var óbreyttur borgari en bar þeim ekki sérstaklega vel söguna. „Ég get sagt það að það er varla verri staður á landinu til að fylgjast með störfum Alþingis heldur en þingpallar þess. Það kom stundum fyrir að maður lagði leið sína niður í bæ til að fylgjast með einhverju máli sem maður hafði áhuga á en svo kemur maður upp á palla, situr þarna nánast allslaus, símalaus, veit ekkert hvaða mál kemur næst eða hve margir eiga eftir að tala. Gefst upp, fer heim og horfir á þetta í sjónvarpinu,“ sagði Pawel. Hann benti síðan á að farsímar eru ekki leyfðir á þingpöllunum en þeir eru hins vegar leyfðir í þingsal. „Ég held að fyrst að við höfum ákveðið að leyfa okkur sjálfum að vera með raftæki hérna í salnum til að geta flett upp frumvörpum eða hvað eina það er sem við gerum við þessi þá eigum við að íhuga það að þeir borgarar sem hingað kæmu til að fylgjast með gætu líka tekið með sér sín snjalltæki. Svo lengi svo tækin yrðu hljóð og fólk myndi ekki taka myndir eða þess háttar. Þannig að ég held að ef virðing Alþingis getur þolað það að þingmenn fikti í símunum sínum þá getur hún þolað það líka að gestir geri það.“ Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna, þakkaði Pawel fyrir að vekja athygli á hversu erfitt er að fylgjast með þingumræðum af þingpöllunum. „Þetta er auðvitað ekki nógu gott og ég vil taka undir það að það þarf að bæta aðgengi fólks til að fylgjast með umræðum og geta vitað hvað er á dagskrá og hvernig mælendaskrá er ofan af þingpöllum.“Hlusta má á á ræðu Pawels hér. Alþingi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar, gerði þingpallana á Alþingi að umræðuefni undir liðnum störf þingsins í dag. Kvaðst hann sjálfur hafa komið reglulega á pallana þegar hann var óbreyttur borgari en bar þeim ekki sérstaklega vel söguna. „Ég get sagt það að það er varla verri staður á landinu til að fylgjast með störfum Alþingis heldur en þingpallar þess. Það kom stundum fyrir að maður lagði leið sína niður í bæ til að fylgjast með einhverju máli sem maður hafði áhuga á en svo kemur maður upp á palla, situr þarna nánast allslaus, símalaus, veit ekkert hvaða mál kemur næst eða hve margir eiga eftir að tala. Gefst upp, fer heim og horfir á þetta í sjónvarpinu,“ sagði Pawel. Hann benti síðan á að farsímar eru ekki leyfðir á þingpöllunum en þeir eru hins vegar leyfðir í þingsal. „Ég held að fyrst að við höfum ákveðið að leyfa okkur sjálfum að vera með raftæki hérna í salnum til að geta flett upp frumvörpum eða hvað eina það er sem við gerum við þessi þá eigum við að íhuga það að þeir borgarar sem hingað kæmu til að fylgjast með gætu líka tekið með sér sín snjalltæki. Svo lengi svo tækin yrðu hljóð og fólk myndi ekki taka myndir eða þess háttar. Þannig að ég held að ef virðing Alþingis getur þolað það að þingmenn fikti í símunum sínum þá getur hún þolað það líka að gestir geri það.“ Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna, þakkaði Pawel fyrir að vekja athygli á hversu erfitt er að fylgjast með þingumræðum af þingpöllunum. „Þetta er auðvitað ekki nógu gott og ég vil taka undir það að það þarf að bæta aðgengi fólks til að fylgjast með umræðum og geta vitað hvað er á dagskrá og hvernig mælendaskrá er ofan af þingpöllum.“Hlusta má á á ræðu Pawels hér.
Alþingi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira