Hártískan í sumar klassískari en áður 10. febrúar 2017 13:00 Tóta fylgist vel með nýjum straumum í hártískunni. vísir/ernir „Með vorinu berast nýir straumar í hártískunni, enda vilja margir breyta til eftir veturinn. Þegar kemur að hártísku er mikilvægt að taka mið af því hvað fer hverjum og einum best og hvort klippingin falli vel að andlitsfalli viðkomandi,“ segir Tóta Jóhannesdóttir, hárgreiðslukona hjá Slippnum.Litirnir verða djúpir og náttúrulegir.„Sama klippingin klæðir alls ekki alla en almennt verður hárið klippt styttra en áður, liðir fá að njóta sín og mött áferð á hárinu verður áfram í tísku,“ segir Tóta. Hún fylgist vel með nýjum straumum og stefnum í hárgreiðsluheiminum. Hún mælir með nýju Aveda-þurrsjampói til að fá matta áferð á hárið og segir brilljantínið á undanhaldi. Axlasítt hár og mismunandi hársíddir verða einnig áberandi en mjög sítt hár hverfur úr tísku.Krullurnar fá að njóta sín í sumar. „Við fagfólkið viljum leggja áherslu á að nota það sem hver og einn hefur, liðir og eðlileg hreyfing í hárinu fær að njóta sín.“ „Toppar, bæði stuttir og síðir, verða áfram vinsælir og einnig það sem við köllum langa bobba,“ upplýsir Tóta. Hún bætir við að hártískan í vor verði tímalausari en oft áður.Axlasítt hár verður áberandi á næstu mánuðum.Hún telur jafnframt að að framundan séu einnig breytingar í skeggtísku karlmanna. „Þetta mikla skegg sem hefur lengi verið vinsælt víkur fyrir styttra skeggi og þriggja daga skegg fer að sjást aftur.“ „Fagurfræðilega séð er þetta líka bara komið gott og það verður gaman að sjá í andlitið á strákunum aftur.“Eðlileg hreyfing í hárinu fær að njóta sín.Náttúrulegir, djúpir litir koma sterkir inn en Tóta minnir á að hafa verði í huga hvaða litir fari hverjum og einum best. „Hlýir litir klæða ekki alla og það sama gildir um kalda liti. Náttúrulegir, klassískir litir koma sterkir inn og skuggar í hárinu halda velli.“ „Hins vegar eru ljósir endar litaðir í pastellitum á undanhaldi.“ „Við munum líka sjá meira um klassískari klippingar en áður, bæði hjá konum og körlum,“ segir Tóta. Tíska og hönnun Mest lesið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
„Með vorinu berast nýir straumar í hártískunni, enda vilja margir breyta til eftir veturinn. Þegar kemur að hártísku er mikilvægt að taka mið af því hvað fer hverjum og einum best og hvort klippingin falli vel að andlitsfalli viðkomandi,“ segir Tóta Jóhannesdóttir, hárgreiðslukona hjá Slippnum.Litirnir verða djúpir og náttúrulegir.„Sama klippingin klæðir alls ekki alla en almennt verður hárið klippt styttra en áður, liðir fá að njóta sín og mött áferð á hárinu verður áfram í tísku,“ segir Tóta. Hún fylgist vel með nýjum straumum og stefnum í hárgreiðsluheiminum. Hún mælir með nýju Aveda-þurrsjampói til að fá matta áferð á hárið og segir brilljantínið á undanhaldi. Axlasítt hár og mismunandi hársíddir verða einnig áberandi en mjög sítt hár hverfur úr tísku.Krullurnar fá að njóta sín í sumar. „Við fagfólkið viljum leggja áherslu á að nota það sem hver og einn hefur, liðir og eðlileg hreyfing í hárinu fær að njóta sín.“ „Toppar, bæði stuttir og síðir, verða áfram vinsælir og einnig það sem við köllum langa bobba,“ upplýsir Tóta. Hún bætir við að hártískan í vor verði tímalausari en oft áður.Axlasítt hár verður áberandi á næstu mánuðum.Hún telur jafnframt að að framundan séu einnig breytingar í skeggtísku karlmanna. „Þetta mikla skegg sem hefur lengi verið vinsælt víkur fyrir styttra skeggi og þriggja daga skegg fer að sjást aftur.“ „Fagurfræðilega séð er þetta líka bara komið gott og það verður gaman að sjá í andlitið á strákunum aftur.“Eðlileg hreyfing í hárinu fær að njóta sín.Náttúrulegir, djúpir litir koma sterkir inn en Tóta minnir á að hafa verði í huga hvaða litir fari hverjum og einum best. „Hlýir litir klæða ekki alla og það sama gildir um kalda liti. Náttúrulegir, klassískir litir koma sterkir inn og skuggar í hárinu halda velli.“ „Hins vegar eru ljósir endar litaðir í pastellitum á undanhaldi.“ „Við munum líka sjá meira um klassískari klippingar en áður, bæði hjá konum og körlum,“ segir Tóta.
Tíska og hönnun Mest lesið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira