Segir að ekkert verði úr nýjum kjarasamningi við SFS vegna ummæla ráðherra Birgir Olgeirsson skrifar 14. febrúar 2017 10:18 Vilhjálmur Birgisson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. „Ég er mótfallin sértækum aðgerðum,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, í þættinum Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun. Hún sagðist þar hvorki ætla að grípa inn í kjaradeilu sjómanna og útgerðarmanna með lagasetningu eða breytingum á skattalöggjöf. „Finnst þér að ég eigi að koma með sértækar aðgerðir, og eins og sumir eru að leggja til, að niðurgreiða laun fyrir útgerðarmenn? Ég er því mótfallin,“ sagði Þorgerður. Hún sagði að þeir sem hafa einkarétt á auðlind þjóðarinnar verði að axla þá ábyrgð og ná samningum. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir á Facebook að þessi ummæli Þorgerðar Katrínar þýði það að ekkert verður af nýjum kjarasamningi sjómanna við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi því hann hafi verið háður þeim ófrávíkjanlegu skilyrðum að sjómenn myndu njóta dagpeninga eins og annað launafólk í þessu landi.„Nú hefur sjávarútvegsráðherra talað enn og aftur skýrt um að íslenskir sjómenn fái ekki að sitja við sama borð og annað launafólk í þessu landi og með þessum ummælum deyr það tilboð drottni sínum sem lagt var fram í gær til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi! Málið er að sjómenn eru alls ekki að biðja um neina ölmusu heldur einungis það að fá að sitja við sama borð og allt launafólk í þessu landi sem þarf starfs síns vegna að starfa víðsfjarri sínu heimili! Búið spil.is!,“ skrifar Vilhjálmur. Samninganefnd Sjómannasambands Íslands gerði SFS tilboð í gær sem samninganefndin sagði að væri lokatilboð þeirra í kjaradeilunni. Vilhjálmur upplýsir á Facebook að í þessu tilboði hafi verið ófrávíkjanleg krafa að sjómenn myndu njóta dagpeninga eins og annað launafólk í þessu landi. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að þegar sjómannaafslátturinn var afnuminn árið 2009 hafi raun dagpeningar sjómanna verið að fullu skattlagðir. Heiðrún Lind sagðist ekki skilja hvers vegna aðrar stéttir í landinu geta dregið frá kostnað varðandi dagpeninga og þurfi ekki að greiða skatt af þeim, og nefndi sem dæmi opinbera starfsmenn og flugáhafnir. Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Skýrist í dag hvort SFS fallist á tilboð sjómanna Samninganefnd Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi mun koma saman fyrir hádegi í dag til að ræða tilboð sem sjómenn lögðu fram í gær. 14. febrúar 2017 07:24 Gera SFS tilboð og segja að ekki verði lengra komist "Við erum að reyna að leysa deiluna, annað hvort gengur það eða ekki.“ 13. febrúar 2017 16:37 Sjómenn hafa slegið af kröfum sínum: „Menn eru ekki tilbúnir að ganga lengra“ 13. febrúar 2017 20:05 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
„Ég er mótfallin sértækum aðgerðum,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, í þættinum Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun. Hún sagðist þar hvorki ætla að grípa inn í kjaradeilu sjómanna og útgerðarmanna með lagasetningu eða breytingum á skattalöggjöf. „Finnst þér að ég eigi að koma með sértækar aðgerðir, og eins og sumir eru að leggja til, að niðurgreiða laun fyrir útgerðarmenn? Ég er því mótfallin,“ sagði Þorgerður. Hún sagði að þeir sem hafa einkarétt á auðlind þjóðarinnar verði að axla þá ábyrgð og ná samningum. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir á Facebook að þessi ummæli Þorgerðar Katrínar þýði það að ekkert verður af nýjum kjarasamningi sjómanna við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi því hann hafi verið háður þeim ófrávíkjanlegu skilyrðum að sjómenn myndu njóta dagpeninga eins og annað launafólk í þessu landi.„Nú hefur sjávarútvegsráðherra talað enn og aftur skýrt um að íslenskir sjómenn fái ekki að sitja við sama borð og annað launafólk í þessu landi og með þessum ummælum deyr það tilboð drottni sínum sem lagt var fram í gær til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi! Málið er að sjómenn eru alls ekki að biðja um neina ölmusu heldur einungis það að fá að sitja við sama borð og allt launafólk í þessu landi sem þarf starfs síns vegna að starfa víðsfjarri sínu heimili! Búið spil.is!,“ skrifar Vilhjálmur. Samninganefnd Sjómannasambands Íslands gerði SFS tilboð í gær sem samninganefndin sagði að væri lokatilboð þeirra í kjaradeilunni. Vilhjálmur upplýsir á Facebook að í þessu tilboði hafi verið ófrávíkjanleg krafa að sjómenn myndu njóta dagpeninga eins og annað launafólk í þessu landi. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að þegar sjómannaafslátturinn var afnuminn árið 2009 hafi raun dagpeningar sjómanna verið að fullu skattlagðir. Heiðrún Lind sagðist ekki skilja hvers vegna aðrar stéttir í landinu geta dregið frá kostnað varðandi dagpeninga og þurfi ekki að greiða skatt af þeim, og nefndi sem dæmi opinbera starfsmenn og flugáhafnir.
Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Skýrist í dag hvort SFS fallist á tilboð sjómanna Samninganefnd Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi mun koma saman fyrir hádegi í dag til að ræða tilboð sem sjómenn lögðu fram í gær. 14. febrúar 2017 07:24 Gera SFS tilboð og segja að ekki verði lengra komist "Við erum að reyna að leysa deiluna, annað hvort gengur það eða ekki.“ 13. febrúar 2017 16:37 Sjómenn hafa slegið af kröfum sínum: „Menn eru ekki tilbúnir að ganga lengra“ 13. febrúar 2017 20:05 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Skýrist í dag hvort SFS fallist á tilboð sjómanna Samninganefnd Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi mun koma saman fyrir hádegi í dag til að ræða tilboð sem sjómenn lögðu fram í gær. 14. febrúar 2017 07:24
Gera SFS tilboð og segja að ekki verði lengra komist "Við erum að reyna að leysa deiluna, annað hvort gengur það eða ekki.“ 13. febrúar 2017 16:37