Segir að ekkert verði úr nýjum kjarasamningi við SFS vegna ummæla ráðherra Birgir Olgeirsson skrifar 14. febrúar 2017 10:18 Vilhjálmur Birgisson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. „Ég er mótfallin sértækum aðgerðum,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, í þættinum Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun. Hún sagðist þar hvorki ætla að grípa inn í kjaradeilu sjómanna og útgerðarmanna með lagasetningu eða breytingum á skattalöggjöf. „Finnst þér að ég eigi að koma með sértækar aðgerðir, og eins og sumir eru að leggja til, að niðurgreiða laun fyrir útgerðarmenn? Ég er því mótfallin,“ sagði Þorgerður. Hún sagði að þeir sem hafa einkarétt á auðlind þjóðarinnar verði að axla þá ábyrgð og ná samningum. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir á Facebook að þessi ummæli Þorgerðar Katrínar þýði það að ekkert verður af nýjum kjarasamningi sjómanna við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi því hann hafi verið háður þeim ófrávíkjanlegu skilyrðum að sjómenn myndu njóta dagpeninga eins og annað launafólk í þessu landi.„Nú hefur sjávarútvegsráðherra talað enn og aftur skýrt um að íslenskir sjómenn fái ekki að sitja við sama borð og annað launafólk í þessu landi og með þessum ummælum deyr það tilboð drottni sínum sem lagt var fram í gær til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi! Málið er að sjómenn eru alls ekki að biðja um neina ölmusu heldur einungis það að fá að sitja við sama borð og allt launafólk í þessu landi sem þarf starfs síns vegna að starfa víðsfjarri sínu heimili! Búið spil.is!,“ skrifar Vilhjálmur. Samninganefnd Sjómannasambands Íslands gerði SFS tilboð í gær sem samninganefndin sagði að væri lokatilboð þeirra í kjaradeilunni. Vilhjálmur upplýsir á Facebook að í þessu tilboði hafi verið ófrávíkjanleg krafa að sjómenn myndu njóta dagpeninga eins og annað launafólk í þessu landi. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að þegar sjómannaafslátturinn var afnuminn árið 2009 hafi raun dagpeningar sjómanna verið að fullu skattlagðir. Heiðrún Lind sagðist ekki skilja hvers vegna aðrar stéttir í landinu geta dregið frá kostnað varðandi dagpeninga og þurfi ekki að greiða skatt af þeim, og nefndi sem dæmi opinbera starfsmenn og flugáhafnir. Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Skýrist í dag hvort SFS fallist á tilboð sjómanna Samninganefnd Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi mun koma saman fyrir hádegi í dag til að ræða tilboð sem sjómenn lögðu fram í gær. 14. febrúar 2017 07:24 Gera SFS tilboð og segja að ekki verði lengra komist "Við erum að reyna að leysa deiluna, annað hvort gengur það eða ekki.“ 13. febrúar 2017 16:37 Sjómenn hafa slegið af kröfum sínum: „Menn eru ekki tilbúnir að ganga lengra“ 13. febrúar 2017 20:05 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
„Ég er mótfallin sértækum aðgerðum,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, í þættinum Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun. Hún sagðist þar hvorki ætla að grípa inn í kjaradeilu sjómanna og útgerðarmanna með lagasetningu eða breytingum á skattalöggjöf. „Finnst þér að ég eigi að koma með sértækar aðgerðir, og eins og sumir eru að leggja til, að niðurgreiða laun fyrir útgerðarmenn? Ég er því mótfallin,“ sagði Þorgerður. Hún sagði að þeir sem hafa einkarétt á auðlind þjóðarinnar verði að axla þá ábyrgð og ná samningum. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir á Facebook að þessi ummæli Þorgerðar Katrínar þýði það að ekkert verður af nýjum kjarasamningi sjómanna við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi því hann hafi verið háður þeim ófrávíkjanlegu skilyrðum að sjómenn myndu njóta dagpeninga eins og annað launafólk í þessu landi.„Nú hefur sjávarútvegsráðherra talað enn og aftur skýrt um að íslenskir sjómenn fái ekki að sitja við sama borð og annað launafólk í þessu landi og með þessum ummælum deyr það tilboð drottni sínum sem lagt var fram í gær til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi! Málið er að sjómenn eru alls ekki að biðja um neina ölmusu heldur einungis það að fá að sitja við sama borð og allt launafólk í þessu landi sem þarf starfs síns vegna að starfa víðsfjarri sínu heimili! Búið spil.is!,“ skrifar Vilhjálmur. Samninganefnd Sjómannasambands Íslands gerði SFS tilboð í gær sem samninganefndin sagði að væri lokatilboð þeirra í kjaradeilunni. Vilhjálmur upplýsir á Facebook að í þessu tilboði hafi verið ófrávíkjanleg krafa að sjómenn myndu njóta dagpeninga eins og annað launafólk í þessu landi. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að þegar sjómannaafslátturinn var afnuminn árið 2009 hafi raun dagpeningar sjómanna verið að fullu skattlagðir. Heiðrún Lind sagðist ekki skilja hvers vegna aðrar stéttir í landinu geta dregið frá kostnað varðandi dagpeninga og þurfi ekki að greiða skatt af þeim, og nefndi sem dæmi opinbera starfsmenn og flugáhafnir.
Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Skýrist í dag hvort SFS fallist á tilboð sjómanna Samninganefnd Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi mun koma saman fyrir hádegi í dag til að ræða tilboð sem sjómenn lögðu fram í gær. 14. febrúar 2017 07:24 Gera SFS tilboð og segja að ekki verði lengra komist "Við erum að reyna að leysa deiluna, annað hvort gengur það eða ekki.“ 13. febrúar 2017 16:37 Sjómenn hafa slegið af kröfum sínum: „Menn eru ekki tilbúnir að ganga lengra“ 13. febrúar 2017 20:05 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Skýrist í dag hvort SFS fallist á tilboð sjómanna Samninganefnd Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi mun koma saman fyrir hádegi í dag til að ræða tilboð sem sjómenn lögðu fram í gær. 14. febrúar 2017 07:24
Gera SFS tilboð og segja að ekki verði lengra komist "Við erum að reyna að leysa deiluna, annað hvort gengur það eða ekki.“ 13. febrúar 2017 16:37