Sjávarútvegsráðherra: Ekki þannig að menn stilli ríkinu upp við vegg á lokametrunum og segi „Komið með milljarðana“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. febrúar 2017 18:54 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra, kveðst fyrst og fremst fara til fundar við sjómenn og útgerðarmenn í Karphúsinu í kvöld til þess að hlusta á deiluaðila. Rætt var við Þorgerði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem hún var nýlent á Reykjavíkurflugvelli eftir að hafa verið á Ísafirði. Hún kvaðst vona að það væri merki um að deilan væri að leysast að ráðherra væri að fara til fundar við deiluaðila. „En þetta er ekki merki um að ríkisvaldið ætli að stíga inn í deiluna og endurtek það að það er af og frá að við séum að fara í sértækar aðgerðir,“ sagði Þorgerður en ítrekaði það sem hún hefur áður sagt að ríkisstjórnin sé tilbúin til að skoða almennar aðgerðir sem gagnast gætu fleiri stéttum. Frá því var greint í dag að heildartap ríkissjóðs af því að gera fæðispeninga sjómanna skattfrjálsa yrði um 730 milljónir króna á ári og þá yrðu sveitarfélög af um 330 milljónum króna í útsvarstekjur. Þorgerður vísaði í þessar tölur í kvöld en sagðist ekki vita hvað menn væru að tala um akkúrat núna í Karphúsinu. „En ég vona að menn séu að ná saman. Það er samt ekki þannig að menn stilli ríkinu upp við vegg á lokametrunum og segi „Komið með milljarðana,““ sagði ráðherra. Gera má ráð fyrir því að fundur í deilunni standi fram eftir kvöldi þar sem þess er freistað að ná samningi en sjómenn hafa nú verið í verkfalli í tvo mánuði með tilheyrandi tekjutap fyrir þá, fiskverkafólk og þjóðarbúið í heild. Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Afar viðkvæm staða í deilu sjómanna og útgerðarmanna: Fjölmiðlum vísað frá karphúsinu Fóru á fund ríkissáttasemjara klukkan 14 í dag. 15. febrúar 2017 14:51 Sjávarútvegsráðherra á leið í Karphúsið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra mun funda með deilendum í verkfalli sjómanna í húsakynnum ríkissáttasemjara í Borgatúni í kvöld. 15. febrúar 2017 16:14 Farið að sjást til lands í sjómannadeilunni Fulltrúar sjómanna og útgerðarmanna komu saman til fundar í húsnæði ríkissáttasemjara klukkan 14 í dag. 15. febrúar 2017 14:42 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Eiginnafnið Dór kemur í veg fyrir millinafnið Dór Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Stefnir í að losunarskuldbindingar náist Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra, kveðst fyrst og fremst fara til fundar við sjómenn og útgerðarmenn í Karphúsinu í kvöld til þess að hlusta á deiluaðila. Rætt var við Þorgerði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem hún var nýlent á Reykjavíkurflugvelli eftir að hafa verið á Ísafirði. Hún kvaðst vona að það væri merki um að deilan væri að leysast að ráðherra væri að fara til fundar við deiluaðila. „En þetta er ekki merki um að ríkisvaldið ætli að stíga inn í deiluna og endurtek það að það er af og frá að við séum að fara í sértækar aðgerðir,“ sagði Þorgerður en ítrekaði það sem hún hefur áður sagt að ríkisstjórnin sé tilbúin til að skoða almennar aðgerðir sem gagnast gætu fleiri stéttum. Frá því var greint í dag að heildartap ríkissjóðs af því að gera fæðispeninga sjómanna skattfrjálsa yrði um 730 milljónir króna á ári og þá yrðu sveitarfélög af um 330 milljónum króna í útsvarstekjur. Þorgerður vísaði í þessar tölur í kvöld en sagðist ekki vita hvað menn væru að tala um akkúrat núna í Karphúsinu. „En ég vona að menn séu að ná saman. Það er samt ekki þannig að menn stilli ríkinu upp við vegg á lokametrunum og segi „Komið með milljarðana,““ sagði ráðherra. Gera má ráð fyrir því að fundur í deilunni standi fram eftir kvöldi þar sem þess er freistað að ná samningi en sjómenn hafa nú verið í verkfalli í tvo mánuði með tilheyrandi tekjutap fyrir þá, fiskverkafólk og þjóðarbúið í heild.
Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Afar viðkvæm staða í deilu sjómanna og útgerðarmanna: Fjölmiðlum vísað frá karphúsinu Fóru á fund ríkissáttasemjara klukkan 14 í dag. 15. febrúar 2017 14:51 Sjávarútvegsráðherra á leið í Karphúsið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra mun funda með deilendum í verkfalli sjómanna í húsakynnum ríkissáttasemjara í Borgatúni í kvöld. 15. febrúar 2017 16:14 Farið að sjást til lands í sjómannadeilunni Fulltrúar sjómanna og útgerðarmanna komu saman til fundar í húsnæði ríkissáttasemjara klukkan 14 í dag. 15. febrúar 2017 14:42 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Eiginnafnið Dór kemur í veg fyrir millinafnið Dór Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Stefnir í að losunarskuldbindingar náist Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Afar viðkvæm staða í deilu sjómanna og útgerðarmanna: Fjölmiðlum vísað frá karphúsinu Fóru á fund ríkissáttasemjara klukkan 14 í dag. 15. febrúar 2017 14:51
Sjávarútvegsráðherra á leið í Karphúsið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra mun funda með deilendum í verkfalli sjómanna í húsakynnum ríkissáttasemjara í Borgatúni í kvöld. 15. febrúar 2017 16:14
Farið að sjást til lands í sjómannadeilunni Fulltrúar sjómanna og útgerðarmanna komu saman til fundar í húsnæði ríkissáttasemjara klukkan 14 í dag. 15. febrúar 2017 14:42