Frá London til Patreksfjarðar Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 18. febrúar 2017 10:00 Hjónin Julie Gasiglia og Aron Ingi Guðmundsson standa að hönnunarstúdíóinu Býflugu. Þau féllu fyrir 118 ára gömlu húsi á Patreksfirði og fluttu þangað frá London. Julie segir hönnuði geta unnið hvar sem er. mynd/Býfluga Hjónin Julie Gasiglia og Aron Ingi Guðmundsson standa að baki hönnunarstúdíóinu Býflugu. Þau kynnust í heimalandi julie, Frakklandi en hún hefur tekið ástfóstri við Ísland. Í leit að einfaldari lífsstíl fluttu þau frá London til Patreksfjarðar og gera þar upp 118 ára gamalt hús. Julie segir hönnuði heppilega geta unnið hvar sem er. „Eftir að ég kom í heimsókn til Íslands gat ég vel hugsað mér að búa hér. Ísland hefur breytt mér til hins betra að svo mörgu leyti og ég er þakklát fyrir að hafa tekið þá ákvörðun að setjast hér að. Aðlögunin var svo sem ekki erfið þar sem menning landanna tveggja er ekki ýkja ólík,“ segir franski innanhússarkitektinn Julie Gasiglia, en hún rekur hönnunarstúdíóið Býflugu ásamt eiginmanni sínum, Aroni Inga Guðmundssyni, á Patreksfirði. Þangað fluttu þau í leit að rólegheitalífsstíl eftir að hafa búið í Frakklandi, í Reykjavík og Bretlandi.Lampinn LÝSA var frumsýndur á HönnunarMars 2015 en Julie hannaði hann ásamt föðr sínum. Hann er nú klár úr framleiðslu og væntanlegur í hillur verslana. „Við fluttum frá Reykjavík til að fá starfsreynslu í London en áttuðum okkur fljótlega á því að við vildum annars konar líf. Okkur langaði að tengjast náttúrunni og fólki meira. Í leit að nýju heimili urðum við ástfangin af 118 ára gömlu húsi á Patreksfirði. Við höfum engin tengsl við staðinn, höfðum bara ferðast þar í gegn tvisar en hugsuðum: „Af hverju ekki?“ Við keyptum húsið, pökkuðum ofan í töskur og fluttum,“ segir Julie. Fjölskylda hennar frá Frakklandi hefur heimsótt þau nokkrum sinnum til Patreksfjarðar og segist Julie nota hvert tækifæri til að mæra Ísland.„Þessa stundina er ég að vinna við að endurhanna kaffihús í miðbæ Reykjavíkur.“„Ísland hefur haft svo góð áhrif á mig að ég vil endilega breiða út boðskapinn. Ég vinn að því að koma þeirri hugmynd inn hjá foreldrum mínum að setjast hér að þegar þau hætta að vinna, en ég veit ekki hvort það tekst,“ segir hún hlæjandi. „Landsbyggðin hefur upp á annað að bjóða en Reykjavík. Við kunnum ákaflega vel við lífið á Patreksfirði, hér er annar taktur, fólk afar vinalegt og umhverfið mikill og góður innblástur fyrir sköpunargáfuna. Hönnuður getur búið hvar sem er því hægt er að vinna svo margt í gegnum tölvur í dag. Ég fer samt til Reykjavíkur af og til, það er mikilvægt að hitta kúnnana,“ segir Julie. Hún hafi nóg að gera, meira en hún hafi átt von á.Verkefni fyrir Reykjavik Roasters. Nánar má forvitnast um hönnun Julie á www.byfluga.is„Ég varð eiginlega hissa,“ segir hún. „Við sáum fyrir okkur að hafa nógan tíma til að gera upp húsið okkar en það hefur gengið hægar fyrir vikið. Ég hef meðal annars séð um alla grafíska vinnu fyrir Reykjavík Roasters undanfarin ár og hef unnið við að endurhanna verslunarrými bæði í Frakklandi og á Íslandi. Þessa stundina er ég að vinna við að endurhanna kaffihús í miðbæ Reykjavíkur. Auk þess reyni ég að skapa tíma til að sinna minni eigin hönnun,“ segir Julie en hún sýndi lampann LÝSU á HönnunarMars árið 2015 við góðar undirtektir.Julie sá um hönnun verslunarinnar Gallería Reykjavík. mynd/galleriareykjavik.com„Ég hannaði LÝSU með pabba. Hann er lýsingarhönnuður og fyrirtækið hans framleiðir lampa. Við erum þessa stundina að leita að söluaðilum á Íslandi og hafa nokkrir aðilar sýnt áhuga. Vonandi verður LÝSA því fljótlega fáanleg hér á landi. Eins og er geta þeir sem hafa áhuga á að kaupa LÝSU haft samband við Býflugu. Ég trúi því að hönnun þurfi að vera hagnýt og að útkoman virki. Ég kann að meta það þegar hönnun er einföld og skynsamleg. Ég er umhverfisverndarsinni og legg til við kúnna mína að nota umhverfisvænan efnivið. Ég held að ég sé ekki með neinn ákveðinn stíl og það er einmitt frelsið sem ég kann svo vel að meta við hönnunarstarfið. Við Aron erum einnig að setja á fót hönnunarvinnustofu hér á Patreksfirði sem mun taka á móti hönnuðum alls staðar að úr heiminum. Það er gaman að hafa mikið að gera.“ Nánar má forvitnast um hönnun Julie á www.byfluga.is Tíska og hönnun Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Hjónin Julie Gasiglia og Aron Ingi Guðmundsson standa að baki hönnunarstúdíóinu Býflugu. Þau kynnust í heimalandi julie, Frakklandi en hún hefur tekið ástfóstri við Ísland. Í leit að einfaldari lífsstíl fluttu þau frá London til Patreksfjarðar og gera þar upp 118 ára gamalt hús. Julie segir hönnuði heppilega geta unnið hvar sem er. „Eftir að ég kom í heimsókn til Íslands gat ég vel hugsað mér að búa hér. Ísland hefur breytt mér til hins betra að svo mörgu leyti og ég er þakklát fyrir að hafa tekið þá ákvörðun að setjast hér að. Aðlögunin var svo sem ekki erfið þar sem menning landanna tveggja er ekki ýkja ólík,“ segir franski innanhússarkitektinn Julie Gasiglia, en hún rekur hönnunarstúdíóið Býflugu ásamt eiginmanni sínum, Aroni Inga Guðmundssyni, á Patreksfirði. Þangað fluttu þau í leit að rólegheitalífsstíl eftir að hafa búið í Frakklandi, í Reykjavík og Bretlandi.Lampinn LÝSA var frumsýndur á HönnunarMars 2015 en Julie hannaði hann ásamt föðr sínum. Hann er nú klár úr framleiðslu og væntanlegur í hillur verslana. „Við fluttum frá Reykjavík til að fá starfsreynslu í London en áttuðum okkur fljótlega á því að við vildum annars konar líf. Okkur langaði að tengjast náttúrunni og fólki meira. Í leit að nýju heimili urðum við ástfangin af 118 ára gömlu húsi á Patreksfirði. Við höfum engin tengsl við staðinn, höfðum bara ferðast þar í gegn tvisar en hugsuðum: „Af hverju ekki?“ Við keyptum húsið, pökkuðum ofan í töskur og fluttum,“ segir Julie. Fjölskylda hennar frá Frakklandi hefur heimsótt þau nokkrum sinnum til Patreksfjarðar og segist Julie nota hvert tækifæri til að mæra Ísland.„Þessa stundina er ég að vinna við að endurhanna kaffihús í miðbæ Reykjavíkur.“„Ísland hefur haft svo góð áhrif á mig að ég vil endilega breiða út boðskapinn. Ég vinn að því að koma þeirri hugmynd inn hjá foreldrum mínum að setjast hér að þegar þau hætta að vinna, en ég veit ekki hvort það tekst,“ segir hún hlæjandi. „Landsbyggðin hefur upp á annað að bjóða en Reykjavík. Við kunnum ákaflega vel við lífið á Patreksfirði, hér er annar taktur, fólk afar vinalegt og umhverfið mikill og góður innblástur fyrir sköpunargáfuna. Hönnuður getur búið hvar sem er því hægt er að vinna svo margt í gegnum tölvur í dag. Ég fer samt til Reykjavíkur af og til, það er mikilvægt að hitta kúnnana,“ segir Julie. Hún hafi nóg að gera, meira en hún hafi átt von á.Verkefni fyrir Reykjavik Roasters. Nánar má forvitnast um hönnun Julie á www.byfluga.is„Ég varð eiginlega hissa,“ segir hún. „Við sáum fyrir okkur að hafa nógan tíma til að gera upp húsið okkar en það hefur gengið hægar fyrir vikið. Ég hef meðal annars séð um alla grafíska vinnu fyrir Reykjavík Roasters undanfarin ár og hef unnið við að endurhanna verslunarrými bæði í Frakklandi og á Íslandi. Þessa stundina er ég að vinna við að endurhanna kaffihús í miðbæ Reykjavíkur. Auk þess reyni ég að skapa tíma til að sinna minni eigin hönnun,“ segir Julie en hún sýndi lampann LÝSU á HönnunarMars árið 2015 við góðar undirtektir.Julie sá um hönnun verslunarinnar Gallería Reykjavík. mynd/galleriareykjavik.com„Ég hannaði LÝSU með pabba. Hann er lýsingarhönnuður og fyrirtækið hans framleiðir lampa. Við erum þessa stundina að leita að söluaðilum á Íslandi og hafa nokkrir aðilar sýnt áhuga. Vonandi verður LÝSA því fljótlega fáanleg hér á landi. Eins og er geta þeir sem hafa áhuga á að kaupa LÝSU haft samband við Býflugu. Ég trúi því að hönnun þurfi að vera hagnýt og að útkoman virki. Ég kann að meta það þegar hönnun er einföld og skynsamleg. Ég er umhverfisverndarsinni og legg til við kúnna mína að nota umhverfisvænan efnivið. Ég held að ég sé ekki með neinn ákveðinn stíl og það er einmitt frelsið sem ég kann svo vel að meta við hönnunarstarfið. Við Aron erum einnig að setja á fót hönnunarvinnustofu hér á Patreksfirði sem mun taka á móti hönnuðum alls staðar að úr heiminum. Það er gaman að hafa mikið að gera.“ Nánar má forvitnast um hönnun Julie á www.byfluga.is
Tíska og hönnun Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira