Vilja reglugerð um jafnræði í skráningu foreldratengsla Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 1. febrúar 2017 17:53 Átta þingmenn Vinstri grænna og Pírata hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að fela dómsmálaráðherra að setja reglugerð um framkvæmd laga um þjóðskrá og almannaskráningu. Með tillögunni vilja þau tryggja að jafnræði ríki með foreldrum barna og afnumin verði sú mismunun sem nú á sér stað gagnvart mæðrum í samkynja hjúskap eða sambúð.Í greinargerð sem fylgir tillögunni segir að mæðrum í samkynja hjúskap eða skráðri sambúð er gert að afhenda Þjóðskrá yfirlýsingu um að barn þeirra sé getið með aðstoð tæknifrjóvgunar, annars er einungis sú kona skráð foreldri sem elur barnið. „Þessi krafa er ekki gerð til gagnkynhneigðs fólks í hjúskap eða skráðri sambúð sem hefur notið atbeina tæknifrjóvgunar við barnsgetnað og verður þessi framkvæmd því til þess að fólki er mismunað á grundvelli kynferðis,“ segir í greinargerð. „Samkvæmt hinni svokölluðu „pater est“-reglu er gengið út frá því sem vísu að eiginmaður eða sambúðarmaður konu sem elur barn sé faðir þess. Af augljósum náttúrulegum ástæðum er ekki hægt að ganga út frá þessu þegar tvær konur eru í hjónabandi eða sambúð og parinu fæðist barn.“ Þar segir jafnframt að ætlunin með tillögunni sé ekki að rýra rétt einstaklinga til að öðlast vitneskju um uppruna sinn, en að furðumikill ósveigjanleiki sé að gera þá kröfu til samkynhneigðra kvenna að þær sanni aðild tæknifrjóvgunar að gegnaði barnsins. Málum sé háttað svo að fjöldi gagnkynhneigðra einstaklinga í hjónabandi eða sambúð nýti sér einnig tæknifrjóvgun til að geta börn en þurfa ekki að standa skil á upplýsingum um uppruna erfðaefnis þeirra. „Þar sem Þjóðskrá Íslands hefur ekki sýnt neina tilburði til að breyta verklagi sínu þótt undan því hafi verið kvartað og ekki verður fallist á það sjónarmið sem haldið hefur verið fram af hennar hálfu að nauðsynlegt sé að breyta barnalögum til þess að hverfa megi frá mismununinni er lagt til að dómsmálaráðherra taki málið í sínar hendur og láti útbúa reglugerð sem bindi enda á þá mismunun sem mæður í samkynja hjúskap eða sambúð þurfa nú að þola af hendi Þjóðskrár Íslands. “ Flutningsmenn tillögunnar eru Svandís Svavarsdóttir, Steinunn Þóra Árnadóttir, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Birgitta Jónsdóttir, Einar Brynjólfsson, Björn Leví Gunnarsson og Ásta Guðrún Helgadóttir. Alþingi Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Sjá meira
Átta þingmenn Vinstri grænna og Pírata hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að fela dómsmálaráðherra að setja reglugerð um framkvæmd laga um þjóðskrá og almannaskráningu. Með tillögunni vilja þau tryggja að jafnræði ríki með foreldrum barna og afnumin verði sú mismunun sem nú á sér stað gagnvart mæðrum í samkynja hjúskap eða sambúð.Í greinargerð sem fylgir tillögunni segir að mæðrum í samkynja hjúskap eða skráðri sambúð er gert að afhenda Þjóðskrá yfirlýsingu um að barn þeirra sé getið með aðstoð tæknifrjóvgunar, annars er einungis sú kona skráð foreldri sem elur barnið. „Þessi krafa er ekki gerð til gagnkynhneigðs fólks í hjúskap eða skráðri sambúð sem hefur notið atbeina tæknifrjóvgunar við barnsgetnað og verður þessi framkvæmd því til þess að fólki er mismunað á grundvelli kynferðis,“ segir í greinargerð. „Samkvæmt hinni svokölluðu „pater est“-reglu er gengið út frá því sem vísu að eiginmaður eða sambúðarmaður konu sem elur barn sé faðir þess. Af augljósum náttúrulegum ástæðum er ekki hægt að ganga út frá þessu þegar tvær konur eru í hjónabandi eða sambúð og parinu fæðist barn.“ Þar segir jafnframt að ætlunin með tillögunni sé ekki að rýra rétt einstaklinga til að öðlast vitneskju um uppruna sinn, en að furðumikill ósveigjanleiki sé að gera þá kröfu til samkynhneigðra kvenna að þær sanni aðild tæknifrjóvgunar að gegnaði barnsins. Málum sé háttað svo að fjöldi gagnkynhneigðra einstaklinga í hjónabandi eða sambúð nýti sér einnig tæknifrjóvgun til að geta börn en þurfa ekki að standa skil á upplýsingum um uppruna erfðaefnis þeirra. „Þar sem Þjóðskrá Íslands hefur ekki sýnt neina tilburði til að breyta verklagi sínu þótt undan því hafi verið kvartað og ekki verður fallist á það sjónarmið sem haldið hefur verið fram af hennar hálfu að nauðsynlegt sé að breyta barnalögum til þess að hverfa megi frá mismununinni er lagt til að dómsmálaráðherra taki málið í sínar hendur og láti útbúa reglugerð sem bindi enda á þá mismunun sem mæður í samkynja hjúskap eða sambúð þurfa nú að þola af hendi Þjóðskrár Íslands. “ Flutningsmenn tillögunnar eru Svandís Svavarsdóttir, Steinunn Þóra Árnadóttir, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Birgitta Jónsdóttir, Einar Brynjólfsson, Björn Leví Gunnarsson og Ásta Guðrún Helgadóttir.
Alþingi Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Sjá meira