Fái lengt fæðingarorlof fjarri fæðingardeildum Sveinn Arnarsson skrifar 7. febrúar 2017 07:00 Foreldrar geta þurft að bíða svo vikum skiptir fjarri heimabyggð eftir að barn komi í heiminn vísir/vilhelm Fulltrúar fimm flokka á þingi hafa lagt fram frumvarp þess efnis að lengja fæðingarorlof verðandi foreldra sem þurfa um langan veg að fara til að sækja sér fæðingarhjálp. Fæðingardeildum hefur fækkað gríðarlega hér á landi síðustu áratugina og enn fleiri foreldrar þurfa því að leggja í langferðir til að sækja sér aðstoð.Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins.vísir/pjetur„Réttlætismál fyrir börn,“ segir Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins. Fulltrúar Framsóknar, Pírata, Samfylkingar, Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks leggja fram frumvarpið. Verðandi foreldrar þurfa oft og tíðum að flytjast búferlum fyrir áætlaðan fæðingardag til að vera viss um að geta fætt með hjálp lækna. Dæmi eru um að foreldrar hafi þurft að bíða í rúman mánuð eftir fæðingu fjarri heimabyggð. „Þetta er að mestu leyti réttlæti fyrir það barn sem er að koma í heiminn, að það fái jafn langan tíma með foreldrum sínum og aðrir foreldrar sem búa nærri fæðingarstað. Foreldrar sem þurfa að taka fæðingarorlof áður en barn fæðist fá því minni tíma með barninu. Þessu þarf að breyta,“ segir Silja Dögg. „Það er von okkar sem flytjum málið að það verði að lögum á þessu þingi.“ Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum segir frumvarpið góðra gjalda vert. „Það gefur kannski til kynna að þingheimur sé að vakna til vitundar um þann niðurskurð sem hefur átt sér stað í velferðarþjónustu á landsbyggðinni,“ segir Elliði. Bæjarstjórinn minnir á að fæðing barns sé stærsta stund í lífi hvers foreldris. „Hins vegar tekur frumvarpið eingöngu á mjög takmörkuðum hluta vandans. Frumvarpið bætir aldrei fyrir það fyrsta þá skerðingu sem fólgin er í því að þurfa að eiga barn fjarri stuðningsneti og ástvinum. Ofan á þetta bætist að íbúar einangraðra byggða, þar sem fæðingarþjónustu hefur verið hætt, búa ávallt við ákveðna hættu. Frumvarpið tekur ekki á því heldur,“ segir Elliði. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Sjá meira
Fulltrúar fimm flokka á þingi hafa lagt fram frumvarp þess efnis að lengja fæðingarorlof verðandi foreldra sem þurfa um langan veg að fara til að sækja sér fæðingarhjálp. Fæðingardeildum hefur fækkað gríðarlega hér á landi síðustu áratugina og enn fleiri foreldrar þurfa því að leggja í langferðir til að sækja sér aðstoð.Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins.vísir/pjetur„Réttlætismál fyrir börn,“ segir Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins. Fulltrúar Framsóknar, Pírata, Samfylkingar, Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks leggja fram frumvarpið. Verðandi foreldrar þurfa oft og tíðum að flytjast búferlum fyrir áætlaðan fæðingardag til að vera viss um að geta fætt með hjálp lækna. Dæmi eru um að foreldrar hafi þurft að bíða í rúman mánuð eftir fæðingu fjarri heimabyggð. „Þetta er að mestu leyti réttlæti fyrir það barn sem er að koma í heiminn, að það fái jafn langan tíma með foreldrum sínum og aðrir foreldrar sem búa nærri fæðingarstað. Foreldrar sem þurfa að taka fæðingarorlof áður en barn fæðist fá því minni tíma með barninu. Þessu þarf að breyta,“ segir Silja Dögg. „Það er von okkar sem flytjum málið að það verði að lögum á þessu þingi.“ Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum segir frumvarpið góðra gjalda vert. „Það gefur kannski til kynna að þingheimur sé að vakna til vitundar um þann niðurskurð sem hefur átt sér stað í velferðarþjónustu á landsbyggðinni,“ segir Elliði. Bæjarstjórinn minnir á að fæðing barns sé stærsta stund í lífi hvers foreldris. „Hins vegar tekur frumvarpið eingöngu á mjög takmörkuðum hluta vandans. Frumvarpið bætir aldrei fyrir það fyrsta þá skerðingu sem fólgin er í því að þurfa að eiga barn fjarri stuðningsneti og ástvinum. Ofan á þetta bætist að íbúar einangraðra byggða, þar sem fæðingarþjónustu hefur verið hætt, búa ávallt við ákveðna hættu. Frumvarpið tekur ekki á því heldur,“ segir Elliði. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Sjá meira