Páll segir það dagaspursmál hvenær stjórnvöld þurfa að grípa inn í verkfall sjómanna Birgir Olgeirsson skrifar 8. febrúar 2017 15:45 „Fólk vítt og breitt um landið er að missa lífsviðurværi sitt,“ segir Páll Magnússon um áhrif kjaradeilu sjómanna og útgerðarmanna. Vísir/Anton Brink „Stjórnvöld geta ekki horft á auðlindina liggja óbætta hjá garði,“ segir Páll Magnússon, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, í samtali við Vísi en hann segir stjórnvöld ekki geta beðið endalaust eftir því að kjaradeila sjómanna og útgerðarmanna leysist. Að hans mati er það spurning um daga en ekki vikur hvenær stjórnvöld þurfa að grípa inn í deiluna með einhverjum hætti. „Ég held að menn hljóti að líta á þetta sem daga spursmál frekar heldur en viknaspursmál. Stjórnvöld geta ekki horft á auðlindina liggja óbætta hjá garði. Það er ekki verjandi fyrir stjórnvöld að ein helsta auðlindin, sem er undirstaða afkomu fólks í sjávarbyggðum út um allt land, liggi þarna og sé ekki nýtt. Á því bera stjórnvöld ábyrgð og geta aldrei skorast undan þeirri ábyrgð að auðlindin sé ekki nýtt í þágu þjóðarinnar.“ Verkfall sjómanna hefur staðið yfir í átta vikur og sér ekki fyrir endann á þeirri deilu. Sáttafundi samninganefnda sjómanna og útgerðarmanna var slitið í húsakynnum ríkissáttasemjara síðastliðinn fimmtudag þegar í ljós kom að of langt var á milli deiluaðila. Ríkissáttasemjari þarf lögum samkvæmt að boða til nýs fundar innan tveggja frá þeim síðasta.Samningafundur sjómanna og útgerðarmanna hjá ríkissáttasemjara í síðustu viku var árangurslaus.Vísir/EyþórÁbyrgð stjórnvalda yfirskyggir ábyrgð samningsaðila Páll segir að í þessari deilu skarist ábyrgð, annars vegar samningsaðila sem bera ábyrgð á samningum sín á milli um kaup og kjör en hins vegar stjórnvöld, Alþingi og ríkisstjórn, beri ábyrgð á því gagnvart þjóðinni að auðlindin sé nýtt. „Á einhverjum tímapunkti yfirskyggir sú ábyrgð, ábyrgð stjórnvalda gagnvart þjóðinni á nýtingu auðlindarinnar, hina ábyrgðina sem samningsaðilar hafa á kjarasamningum sín á milli. Það er ekki endalaust biðlund en ég ætla ekki að slá því föstu hvenær biðlundinni lýkur en þetta er auðvitað orðið alveg gríðarlega langt og það er ekki stætt á því öllu lengur að gera ekki neitt,“ segir Páll sem segir auðitað vonast til þess að hægt sé að leysa deiluna sem fyrst en ekki sé hægt að bíða endalaust eftir því.Fæðispeningar sanngirnismál Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku sagði Páll að hægt væri að grípa inn í svona vinnudeilur með öðrum hætti en lagasetningu. Hann bendir á að í þeim samningum sem felldir voru síðastliðið sumar hafi legið fyrir yfirlýsing af hálfu ríkisins að fara með fæðispeninga sjómanna með sama hætti og dagpeninga annarra stétta. „Það hlýtur að koma til greina enda er þetta sanngirnismál líka að þetta er sá kostnaður sem menn hafa af því að þurfa að borða annarstaðar en heima hjá sér. Við höfum það hjá ýmsum stéttum þar með talið opinberum starfsmönnum. Það er ekki úr vegi til dæmis að það sé farið eins með fæðispeninga sjómanna að þessu leyti. Það er einn möguleikinn, ég er heldur ekki að útiloka lagasetningu en það má alveg hugsa sér þessa aðkomu með öðrum hætti.“Páll segir að um 2.000 manns sem starfa við fiskvinnslu sé nú komið á atvinnuleysisbætur vegna verkfallsins.VísirMissa lífsviðurværi sitt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, tilkynnti í síðustu viku að stjórnvöld hefðu hafið kortlagningu á áhrifum verkfalls sjómanna. Páll hafði áður sagt að stjórnvöld hefðu mátt bregðast fyrr við með slíkri kortlagningu, líka fyrri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Spurður hverju slík kortlagning á að skila segir hann það gert svo menn átti sig á þeim áhrifum sem þetta verkfall hefur því þau áhrif séu ekki svo augljós við fyrstu sýn. „Þetta hefur svo víðtæk áhrif og hefur kannski fyrst áhrif á þá sem eru að vinna í kringum sjávarútveginn. Ég held að það séu að nálgast núna 2000 fiskvinnslufólk sem er komið á atvinnuleysisskrá. Þetta þýðir gríðarlega tekjurýrnun fyrir það fólk að vera komið af blússandi vinnu með bónusum og yfirvinnu og allt í einu að vera komið á atvinnuleysisbætur. Fólk vítt og breitt um landið er að missa lífsviðurværi sitt, líka í þeim greinum sem eru að þjónusta sjávarútveginn. Fólk sem er út af fyrir sig ekki í neinum vinnudeilum en er þriðju aðilar sem eru að bera mikinn skaða af þessu líka.“Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins.vísir/stefánKortlagning verkfalla ekki algeng af hálfu stjórnvalda Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, kallaði eftir því að stjórnvöld myndu leggjast í kortlagningu á þessum áhrifum sem verkfall sjómanna hefur. Ekki er algengt að stjórnvöld fari í sérstaka kortlagningu á verkföllum hinna ýmsu stétta en Lilja segist vera á því að það eigi að gera það. „Þú þarft alltaf að huga að því hvernig þetta kemur út þjóðhagslega. Þetta á ekki við bara um sjómannaverkfallið, þetta ætti að vera inni í því þegar við erum að skoða kjaradeilur. Ég er sammála því að það þurfi að skoða þessar kjaradeilur út frá ákveðinni heildarstefnu varðandi stöðugleika á vinnumarkaðinum,“ segir Lilja.Verður að vera með val Hún segir að inngrip stjórnvalda þurfi ekki endilega að vera í formi lagasetningar. „Þegar deila er í svona ofboðslegum hnút þá er hægt að nýta skattkerfið og það er ekki þannig að það sé ríkið sem borgar fyrir það, ríkið getur hækkað gjöld á ákveðinn hóp og lækkað gjöld á hinn hópinn bara til að reyna að miðla málum. Ég er ekkert að leggja neitt sérstaklega til enda finnst mér það ekki á valdi okkar að gera það en þú verður að vera með eitthvað val þegar kemur að tækjum og tólum til að eiga við svona harða kjaradeilu.“Verkfall sjómanna hefur áhrif á störf þúsunda annarra í fiskvinnslu.Vísir/VilhelmVerðmætir markaðir tapast Hún segir að með kortlagningunni verði hægt að sjá hvert hið þjóðhagslega tjón er á hverjum degi. Íslenski sjávarklasinn birti í janúar mat á því tapi sem hlýst af kjaradeilu sjómanna og útgerðarmanna. Kom þar fram að 625 milljónir af útflutningstekjum tapist á hverjum degi. Lilja bendir hins vegar á það að ef kjaradeilan leysist þá muni skaðinn minnka því kvótinn verður veiddur. „En því lengra sem líður á þá tapast verðmætir markaðir eins og með ferskan fisk,“ segir Lilja. Með kortlagningunni átti stjórnvöld sig á umfanginu og þá sé hægt að sjá á hvaða tímapunkti það hreinlega borgar sig að koma með eitthvað útspil.Kortlagning þarf ekki að vera undanfari verkfalls Einhverjir hafa litið svo á að þessi kortlagning stjórnvalda á áhrifum sjómannaverkfallsins sé í raun undanfari að lagasetningu á verkfallið. Bæði Páll og Lilja segjast ekki líta svo á. „Það þarf ekki að vera. Við erum ekki að tala fyrir því,“ segir Lilja og bætir við. „Þetta má ekki vera þannig að menn fái alltaf á sig lög þegar þeir eru í kjarabaráttu.“ Hún segir hins vegar eðlilegt að kallað sé eftir því að farið sé yfir hver staðan er þegar svo langt er liðið á verkfall. Verkfall sjómanna Tengdar fréttir SFS segir sjómenn hafa komið með nýja kröfu inn í deiluna „Framlagning hennar er því með öllu ábyrgðarlaus og síst til þess fallin að færa aðila nær kjarasamningi.“ 4. febrúar 2017 13:37 „Sjaldnast til þess fallið að stuðla að lausnum þegar tekist er á um málið fyrir opnum tjöldum“ Ríkissáttasemjari setti deiluaðila í sjómannaverkfallinum í fjölmiðlabann. 3. febrúar 2017 16:34 Segja SFS nota tillögu sjómanna til að setja samningaviðræður í hnút Sjómannasamband Íslands telur að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) hafi greint frá bókun fulltrúa sjómanna eftir að fjölmiðlabann var sett á deiluaðila til þess að setja samningaviðræður í hnút. 5. febrúar 2017 17:35 Kortleggja áhrif sjómannaverkfallsins: „Kvótinn er þarna enn þá“ Sjávarútvegsráðherra segir hins vegar meginmálið að leysa deiluna sem fyrst. 2. febrúar 2017 14:32 Fundi sjómanna og útgerðarmanna slitið: Deiluaðilar settir í fjölmiðlabann Fundurinn stóð yfir í um einn og hálfan klukkutíma. 3. febrúar 2017 15:15 Páll vill ekki útiloka lagasetningu á verkfall sjómanna Formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir það ábyrgðarleysi hjá stjórnvöldum að fullyrða að ekki verði gripið inn í deiluna og vill ekki útiloka lagasetningu. 3. febrúar 2017 19:11 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
„Stjórnvöld geta ekki horft á auðlindina liggja óbætta hjá garði,“ segir Páll Magnússon, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, í samtali við Vísi en hann segir stjórnvöld ekki geta beðið endalaust eftir því að kjaradeila sjómanna og útgerðarmanna leysist. Að hans mati er það spurning um daga en ekki vikur hvenær stjórnvöld þurfa að grípa inn í deiluna með einhverjum hætti. „Ég held að menn hljóti að líta á þetta sem daga spursmál frekar heldur en viknaspursmál. Stjórnvöld geta ekki horft á auðlindina liggja óbætta hjá garði. Það er ekki verjandi fyrir stjórnvöld að ein helsta auðlindin, sem er undirstaða afkomu fólks í sjávarbyggðum út um allt land, liggi þarna og sé ekki nýtt. Á því bera stjórnvöld ábyrgð og geta aldrei skorast undan þeirri ábyrgð að auðlindin sé ekki nýtt í þágu þjóðarinnar.“ Verkfall sjómanna hefur staðið yfir í átta vikur og sér ekki fyrir endann á þeirri deilu. Sáttafundi samninganefnda sjómanna og útgerðarmanna var slitið í húsakynnum ríkissáttasemjara síðastliðinn fimmtudag þegar í ljós kom að of langt var á milli deiluaðila. Ríkissáttasemjari þarf lögum samkvæmt að boða til nýs fundar innan tveggja frá þeim síðasta.Samningafundur sjómanna og útgerðarmanna hjá ríkissáttasemjara í síðustu viku var árangurslaus.Vísir/EyþórÁbyrgð stjórnvalda yfirskyggir ábyrgð samningsaðila Páll segir að í þessari deilu skarist ábyrgð, annars vegar samningsaðila sem bera ábyrgð á samningum sín á milli um kaup og kjör en hins vegar stjórnvöld, Alþingi og ríkisstjórn, beri ábyrgð á því gagnvart þjóðinni að auðlindin sé nýtt. „Á einhverjum tímapunkti yfirskyggir sú ábyrgð, ábyrgð stjórnvalda gagnvart þjóðinni á nýtingu auðlindarinnar, hina ábyrgðina sem samningsaðilar hafa á kjarasamningum sín á milli. Það er ekki endalaust biðlund en ég ætla ekki að slá því föstu hvenær biðlundinni lýkur en þetta er auðvitað orðið alveg gríðarlega langt og það er ekki stætt á því öllu lengur að gera ekki neitt,“ segir Páll sem segir auðitað vonast til þess að hægt sé að leysa deiluna sem fyrst en ekki sé hægt að bíða endalaust eftir því.Fæðispeningar sanngirnismál Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku sagði Páll að hægt væri að grípa inn í svona vinnudeilur með öðrum hætti en lagasetningu. Hann bendir á að í þeim samningum sem felldir voru síðastliðið sumar hafi legið fyrir yfirlýsing af hálfu ríkisins að fara með fæðispeninga sjómanna með sama hætti og dagpeninga annarra stétta. „Það hlýtur að koma til greina enda er þetta sanngirnismál líka að þetta er sá kostnaður sem menn hafa af því að þurfa að borða annarstaðar en heima hjá sér. Við höfum það hjá ýmsum stéttum þar með talið opinberum starfsmönnum. Það er ekki úr vegi til dæmis að það sé farið eins með fæðispeninga sjómanna að þessu leyti. Það er einn möguleikinn, ég er heldur ekki að útiloka lagasetningu en það má alveg hugsa sér þessa aðkomu með öðrum hætti.“Páll segir að um 2.000 manns sem starfa við fiskvinnslu sé nú komið á atvinnuleysisbætur vegna verkfallsins.VísirMissa lífsviðurværi sitt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, tilkynnti í síðustu viku að stjórnvöld hefðu hafið kortlagningu á áhrifum verkfalls sjómanna. Páll hafði áður sagt að stjórnvöld hefðu mátt bregðast fyrr við með slíkri kortlagningu, líka fyrri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Spurður hverju slík kortlagning á að skila segir hann það gert svo menn átti sig á þeim áhrifum sem þetta verkfall hefur því þau áhrif séu ekki svo augljós við fyrstu sýn. „Þetta hefur svo víðtæk áhrif og hefur kannski fyrst áhrif á þá sem eru að vinna í kringum sjávarútveginn. Ég held að það séu að nálgast núna 2000 fiskvinnslufólk sem er komið á atvinnuleysisskrá. Þetta þýðir gríðarlega tekjurýrnun fyrir það fólk að vera komið af blússandi vinnu með bónusum og yfirvinnu og allt í einu að vera komið á atvinnuleysisbætur. Fólk vítt og breitt um landið er að missa lífsviðurværi sitt, líka í þeim greinum sem eru að þjónusta sjávarútveginn. Fólk sem er út af fyrir sig ekki í neinum vinnudeilum en er þriðju aðilar sem eru að bera mikinn skaða af þessu líka.“Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins.vísir/stefánKortlagning verkfalla ekki algeng af hálfu stjórnvalda Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, kallaði eftir því að stjórnvöld myndu leggjast í kortlagningu á þessum áhrifum sem verkfall sjómanna hefur. Ekki er algengt að stjórnvöld fari í sérstaka kortlagningu á verkföllum hinna ýmsu stétta en Lilja segist vera á því að það eigi að gera það. „Þú þarft alltaf að huga að því hvernig þetta kemur út þjóðhagslega. Þetta á ekki við bara um sjómannaverkfallið, þetta ætti að vera inni í því þegar við erum að skoða kjaradeilur. Ég er sammála því að það þurfi að skoða þessar kjaradeilur út frá ákveðinni heildarstefnu varðandi stöðugleika á vinnumarkaðinum,“ segir Lilja.Verður að vera með val Hún segir að inngrip stjórnvalda þurfi ekki endilega að vera í formi lagasetningar. „Þegar deila er í svona ofboðslegum hnút þá er hægt að nýta skattkerfið og það er ekki þannig að það sé ríkið sem borgar fyrir það, ríkið getur hækkað gjöld á ákveðinn hóp og lækkað gjöld á hinn hópinn bara til að reyna að miðla málum. Ég er ekkert að leggja neitt sérstaklega til enda finnst mér það ekki á valdi okkar að gera það en þú verður að vera með eitthvað val þegar kemur að tækjum og tólum til að eiga við svona harða kjaradeilu.“Verkfall sjómanna hefur áhrif á störf þúsunda annarra í fiskvinnslu.Vísir/VilhelmVerðmætir markaðir tapast Hún segir að með kortlagningunni verði hægt að sjá hvert hið þjóðhagslega tjón er á hverjum degi. Íslenski sjávarklasinn birti í janúar mat á því tapi sem hlýst af kjaradeilu sjómanna og útgerðarmanna. Kom þar fram að 625 milljónir af útflutningstekjum tapist á hverjum degi. Lilja bendir hins vegar á það að ef kjaradeilan leysist þá muni skaðinn minnka því kvótinn verður veiddur. „En því lengra sem líður á þá tapast verðmætir markaðir eins og með ferskan fisk,“ segir Lilja. Með kortlagningunni átti stjórnvöld sig á umfanginu og þá sé hægt að sjá á hvaða tímapunkti það hreinlega borgar sig að koma með eitthvað útspil.Kortlagning þarf ekki að vera undanfari verkfalls Einhverjir hafa litið svo á að þessi kortlagning stjórnvalda á áhrifum sjómannaverkfallsins sé í raun undanfari að lagasetningu á verkfallið. Bæði Páll og Lilja segjast ekki líta svo á. „Það þarf ekki að vera. Við erum ekki að tala fyrir því,“ segir Lilja og bætir við. „Þetta má ekki vera þannig að menn fái alltaf á sig lög þegar þeir eru í kjarabaráttu.“ Hún segir hins vegar eðlilegt að kallað sé eftir því að farið sé yfir hver staðan er þegar svo langt er liðið á verkfall.
Verkfall sjómanna Tengdar fréttir SFS segir sjómenn hafa komið með nýja kröfu inn í deiluna „Framlagning hennar er því með öllu ábyrgðarlaus og síst til þess fallin að færa aðila nær kjarasamningi.“ 4. febrúar 2017 13:37 „Sjaldnast til þess fallið að stuðla að lausnum þegar tekist er á um málið fyrir opnum tjöldum“ Ríkissáttasemjari setti deiluaðila í sjómannaverkfallinum í fjölmiðlabann. 3. febrúar 2017 16:34 Segja SFS nota tillögu sjómanna til að setja samningaviðræður í hnút Sjómannasamband Íslands telur að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) hafi greint frá bókun fulltrúa sjómanna eftir að fjölmiðlabann var sett á deiluaðila til þess að setja samningaviðræður í hnút. 5. febrúar 2017 17:35 Kortleggja áhrif sjómannaverkfallsins: „Kvótinn er þarna enn þá“ Sjávarútvegsráðherra segir hins vegar meginmálið að leysa deiluna sem fyrst. 2. febrúar 2017 14:32 Fundi sjómanna og útgerðarmanna slitið: Deiluaðilar settir í fjölmiðlabann Fundurinn stóð yfir í um einn og hálfan klukkutíma. 3. febrúar 2017 15:15 Páll vill ekki útiloka lagasetningu á verkfall sjómanna Formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir það ábyrgðarleysi hjá stjórnvöldum að fullyrða að ekki verði gripið inn í deiluna og vill ekki útiloka lagasetningu. 3. febrúar 2017 19:11 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
SFS segir sjómenn hafa komið með nýja kröfu inn í deiluna „Framlagning hennar er því með öllu ábyrgðarlaus og síst til þess fallin að færa aðila nær kjarasamningi.“ 4. febrúar 2017 13:37
„Sjaldnast til þess fallið að stuðla að lausnum þegar tekist er á um málið fyrir opnum tjöldum“ Ríkissáttasemjari setti deiluaðila í sjómannaverkfallinum í fjölmiðlabann. 3. febrúar 2017 16:34
Segja SFS nota tillögu sjómanna til að setja samningaviðræður í hnút Sjómannasamband Íslands telur að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) hafi greint frá bókun fulltrúa sjómanna eftir að fjölmiðlabann var sett á deiluaðila til þess að setja samningaviðræður í hnút. 5. febrúar 2017 17:35
Kortleggja áhrif sjómannaverkfallsins: „Kvótinn er þarna enn þá“ Sjávarútvegsráðherra segir hins vegar meginmálið að leysa deiluna sem fyrst. 2. febrúar 2017 14:32
Fundi sjómanna og útgerðarmanna slitið: Deiluaðilar settir í fjölmiðlabann Fundurinn stóð yfir í um einn og hálfan klukkutíma. 3. febrúar 2017 15:15
Páll vill ekki útiloka lagasetningu á verkfall sjómanna Formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir það ábyrgðarleysi hjá stjórnvöldum að fullyrða að ekki verði gripið inn í deiluna og vill ekki útiloka lagasetningu. 3. febrúar 2017 19:11