Twitter í vandræðum: Tekjuvöxtur hefur aldrei verið minni Samúel Karl Ólason skrifar 9. febrúar 2017 14:30 Vísir/AFP Tekjvöxtur Twitter hefur aldrei verið minni frá því að fyrirtækið var sett á markað árið 2013. Tekjur fyrirtækisins voru 717 milljónir dala, um 80 milljarðar íslenskra króna, á síðasta fjórðungi 2016, sem er einungis eins prósents aukning á milli ára og tapaði fyrirtækið 167 milljónum dala. Tap fyrirtækisins jókst á milli ára en á síðasta fjórðungi 2015 var tapið 90,24 milljónir dala. Hlutabréf Twitter hafa fallið í verði eftir tilkynninguna í morgun. Tekjur frá auglýsingum drógust saman á milli ára og varaði fyrirtækið við því að sú þróun gæti haldið áfram á þessu ári.Yfirlit yfir tekjur Twitter 2016 og síðasta fjórðung 2015.Sérfræðingur sem Reuters ræddi við segir þetta til marks um að auglýsendur snúi sér í auknu mæli að Facebook. Í síðustu viku tilkynnti Facebook að tekjur fyrirtækisins hefðu aukist um þrjá milljarða dala á milli ára, rúmlega 300 milljarða íslenskra króna. Twitter þarf að fjölga notendum sínum hraðar til að hækka auglýsingatekjur sínar. Aðrar tekjur fyrirtækisins jukust þó um 17 prósent.Fjölgun notenda sem eru virkir í hverjum mánuði.Athygli hefur vekið að Trump-bólan svokallaða virðist ekki hafa skilað sér til Twitter. Reiknað hafði verið með því að notendum myndi fjölga mikið vegna þess hve virkur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er á samfélagsmiðlinum. Sú aukning notenda er undir væntingum. Í bréfi til fjárfesta segir Twitter að einblýnt verði á fjögur atriði á þessu ári. Þau eru að gera Twitter öruggara, að fjárfesta frekar í grunnstoðum fyrirtækisins, að koma út nýjum notkunarmöguleikum og að einfalda tekjuöflun og vinna sig áfram í áttina að hagnaði. Donald Trump Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Tekjvöxtur Twitter hefur aldrei verið minni frá því að fyrirtækið var sett á markað árið 2013. Tekjur fyrirtækisins voru 717 milljónir dala, um 80 milljarðar íslenskra króna, á síðasta fjórðungi 2016, sem er einungis eins prósents aukning á milli ára og tapaði fyrirtækið 167 milljónum dala. Tap fyrirtækisins jókst á milli ára en á síðasta fjórðungi 2015 var tapið 90,24 milljónir dala. Hlutabréf Twitter hafa fallið í verði eftir tilkynninguna í morgun. Tekjur frá auglýsingum drógust saman á milli ára og varaði fyrirtækið við því að sú þróun gæti haldið áfram á þessu ári.Yfirlit yfir tekjur Twitter 2016 og síðasta fjórðung 2015.Sérfræðingur sem Reuters ræddi við segir þetta til marks um að auglýsendur snúi sér í auknu mæli að Facebook. Í síðustu viku tilkynnti Facebook að tekjur fyrirtækisins hefðu aukist um þrjá milljarða dala á milli ára, rúmlega 300 milljarða íslenskra króna. Twitter þarf að fjölga notendum sínum hraðar til að hækka auglýsingatekjur sínar. Aðrar tekjur fyrirtækisins jukust þó um 17 prósent.Fjölgun notenda sem eru virkir í hverjum mánuði.Athygli hefur vekið að Trump-bólan svokallaða virðist ekki hafa skilað sér til Twitter. Reiknað hafði verið með því að notendum myndi fjölga mikið vegna þess hve virkur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er á samfélagsmiðlinum. Sú aukning notenda er undir væntingum. Í bréfi til fjárfesta segir Twitter að einblýnt verði á fjögur atriði á þessu ári. Þau eru að gera Twitter öruggara, að fjárfesta frekar í grunnstoðum fyrirtækisins, að koma út nýjum notkunarmöguleikum og að einfalda tekjuöflun og vinna sig áfram í áttina að hagnaði.
Donald Trump Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira