Úrslitafundur á mánudag: Engu munaði að slitnaði upp úr viðræðum í vikunni Ásgeir Erlendsson skrifar 21. janúar 2017 22:09 1440 hafa verið skráðir á atvinnuleysiskrá vegna sjómannaverkfallsins. Eftir um 5 vikna verkfall er deilan enn í hnút og engu munaði að að slitnaði upp úr viðræðunum í vikunni. Verkfall sjómanna hófst þann 14. desember og hefur því staðið yfir í um 5 vikur. Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir að engu hafi mátt muna að uppúr viðræðunum slitnaði í vikunni. „Við urðum við ósk sáttasemjara að kæla okkur fram yfir helgi,“ segir Valmundur en næsti samningafundur hefur ekki verið boðaður fyrr en á mánudag. Sjómenn hafa nýtt undanfarna daga til að kanna baklandið. „Ég held satt að segja að mánudagurinn skeri úr um það hvort við náum saman eða hvort við verðum áfram í verkfalli,“ bætir Valmundur við. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun hafa 1440 verið skráðir á atvinnuleysisskrá vegna verkfallsins en á undanfarinni viku hafa um 100 manns bæst á skrá. „Verkföll eiga ekki að bitna á þriðja aðila,“ það er bara misskilningur. Verkföll bitna alltaf á þriðja aðila, það er bara þannig,“ segir Valmundur. „Við höfum fengið stuðningsyfirlýsingar frá fiskverkafólki en auðvitað er vont að halda fólki heima.“Munaði nánast enguVæri ekki réttara að þessar tvær sveitir, útgerðarmenn og sjómenn, sætu við samningaborðið en ekki í sitt hvoru lagi í ljósi þess hversu er mikið undir, fyrir bæði þjóðfélagið og fólkið sem er nú á atvinnuleysisbótum? „Jú, það má segja það en ákvörðunin var tekin sameiginlega á þriðjudaginn. Það munaði ekki miklu að það slitnaði upp úr, það munaði bara nánast engu.“ Lengsta verkfall sjómanna stóð yfir í 7 vikur árið 2001 en þegar samninganefndirnar taka aftur upp þráðinn í næstu viku mun þetta verða verkfall því vera búið að standa yfir í um 6 vikur. „Vonandi náum við nú saman einhvern tímann. Hvort það verður í næstu viku eða, ég veit ekki hvenær, en það styttist óðum í að það verði 7 vikna stopp,“ segir Valmundur. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. Verkfall sjómanna Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Sjá meira
1440 hafa verið skráðir á atvinnuleysiskrá vegna sjómannaverkfallsins. Eftir um 5 vikna verkfall er deilan enn í hnút og engu munaði að að slitnaði upp úr viðræðunum í vikunni. Verkfall sjómanna hófst þann 14. desember og hefur því staðið yfir í um 5 vikur. Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir að engu hafi mátt muna að uppúr viðræðunum slitnaði í vikunni. „Við urðum við ósk sáttasemjara að kæla okkur fram yfir helgi,“ segir Valmundur en næsti samningafundur hefur ekki verið boðaður fyrr en á mánudag. Sjómenn hafa nýtt undanfarna daga til að kanna baklandið. „Ég held satt að segja að mánudagurinn skeri úr um það hvort við náum saman eða hvort við verðum áfram í verkfalli,“ bætir Valmundur við. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun hafa 1440 verið skráðir á atvinnuleysisskrá vegna verkfallsins en á undanfarinni viku hafa um 100 manns bæst á skrá. „Verkföll eiga ekki að bitna á þriðja aðila,“ það er bara misskilningur. Verkföll bitna alltaf á þriðja aðila, það er bara þannig,“ segir Valmundur. „Við höfum fengið stuðningsyfirlýsingar frá fiskverkafólki en auðvitað er vont að halda fólki heima.“Munaði nánast enguVæri ekki réttara að þessar tvær sveitir, útgerðarmenn og sjómenn, sætu við samningaborðið en ekki í sitt hvoru lagi í ljósi þess hversu er mikið undir, fyrir bæði þjóðfélagið og fólkið sem er nú á atvinnuleysisbótum? „Jú, það má segja það en ákvörðunin var tekin sameiginlega á þriðjudaginn. Það munaði ekki miklu að það slitnaði upp úr, það munaði bara nánast engu.“ Lengsta verkfall sjómanna stóð yfir í 7 vikur árið 2001 en þegar samninganefndirnar taka aftur upp þráðinn í næstu viku mun þetta verða verkfall því vera búið að standa yfir í um 6 vikur. „Vonandi náum við nú saman einhvern tímann. Hvort það verður í næstu viku eða, ég veit ekki hvenær, en það styttist óðum í að það verði 7 vikna stopp,“ segir Valmundur. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Verkfall sjómanna Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Sjá meira