Fyrirtaka í málum Innness og Sælkeradreifingar gegn ríkinu Haraldur Guðmundsson skrifar 24. janúar 2017 12:15 Dómsmálin sem hófust með stefnum Innness og Sælkeradreifingar voru þingfest í Heraðsdómi Reykjavíkur í dag. Fyrstu dómsmálin sem rekja má til ákvarðana nokkurra innflutningsfyrirtækja um að stefna ríkinu, og krefast endurgreiðslu útboðsgjalds sem innheimt hefur verið vegna úthlutunar tollkvóta fyrir búvörur, voru þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Er þar um að ræða mál höfðuð af Innnes og Sælkeradreifingu en samanlagt nema kröfur fyrirtækjanna hundruðum milljóna króna. „Tollkvótar eru heimildir til innflutnings á takmörkuðu magni af landbúnaðarvörum á engum tollum eða lægri en gilda almennt samkvæmt tollskrá. Ríkið hefur haft þann háttinn á að bjóða upp heimildirnar og úthluta hæstbjóðendum. Útboðsgjaldið, sem innflutningsfyrirtækin hafa þannig greitt fyrir tollkvótann, hefur farið stöðugt hækkandi undanfarin ár vegna vaxandi eftirspurnar. Um leið fer ávinningur neytenda af tollfrelsinu sífellt minnkandi, þar sem útboðsgjaldið hækkar verð vörunnar. Í síðasta útboði tollkvóta varð óvenjumikil hækkun á útboðsgjaldinu, sem rekja má annars vegar til nýs útboðsfyrirkomulags og hins vegar ákvæða í búvörusamningum ríkisins og Bændasamtakanna um hækkun almennra tolla á ostum,“ segir í frétt um dómsmálin á vefsíðu Félags atvinnurekenda. Þar er bent á að Hæstiréttur Íslands dæmdi fyrir réttu ári ríkið til að endurgreiða þremur innflutningsfyrirtækjum oftekið útboðsgjald. Í dómum Hæstaréttar hafi því verið slegið föstu að útboðsgjaldið væri skattur og Alþingi mætti samkvæmt stjórnarskránni ekki framselja landbúnaðarráðherra val um það hvort skattur væri lagður á eða ekki. Alls megi ætla að endurgreiðslur ríkissjóðs vegna þessarar niðurstöðu Hæstaréttar hafi numið hátt í tveimur milljörðum króna. „Þetta er í fyrsta lagi prinsippmál sem varðar skattlagningarheimildir stjórnvalda samkvæmt stjórnarskránni,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. „Í öðru lagi er þetta mikilvægt neytendamál – á þessu ári má ætla að um 400 milljónir króna renni úr vösum neytenda og til ríkisins vegna uppboðanna á tollkvótunum.“ Í stefnu fyrirtækjanna er farið fram á endurgreiðslu útboðsgjalds sem innt var af hendi seinni hluta árs 2015 og á árinu 2016. Landbúnaðarráðherra, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, og fjármálaráðherra, Benedikt Jóhannessyni, er stefnt fyrir hönd ríkisins. Alþingi Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Fleiri fréttir Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Sjá meira
Fyrstu dómsmálin sem rekja má til ákvarðana nokkurra innflutningsfyrirtækja um að stefna ríkinu, og krefast endurgreiðslu útboðsgjalds sem innheimt hefur verið vegna úthlutunar tollkvóta fyrir búvörur, voru þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Er þar um að ræða mál höfðuð af Innnes og Sælkeradreifingu en samanlagt nema kröfur fyrirtækjanna hundruðum milljóna króna. „Tollkvótar eru heimildir til innflutnings á takmörkuðu magni af landbúnaðarvörum á engum tollum eða lægri en gilda almennt samkvæmt tollskrá. Ríkið hefur haft þann háttinn á að bjóða upp heimildirnar og úthluta hæstbjóðendum. Útboðsgjaldið, sem innflutningsfyrirtækin hafa þannig greitt fyrir tollkvótann, hefur farið stöðugt hækkandi undanfarin ár vegna vaxandi eftirspurnar. Um leið fer ávinningur neytenda af tollfrelsinu sífellt minnkandi, þar sem útboðsgjaldið hækkar verð vörunnar. Í síðasta útboði tollkvóta varð óvenjumikil hækkun á útboðsgjaldinu, sem rekja má annars vegar til nýs útboðsfyrirkomulags og hins vegar ákvæða í búvörusamningum ríkisins og Bændasamtakanna um hækkun almennra tolla á ostum,“ segir í frétt um dómsmálin á vefsíðu Félags atvinnurekenda. Þar er bent á að Hæstiréttur Íslands dæmdi fyrir réttu ári ríkið til að endurgreiða þremur innflutningsfyrirtækjum oftekið útboðsgjald. Í dómum Hæstaréttar hafi því verið slegið föstu að útboðsgjaldið væri skattur og Alþingi mætti samkvæmt stjórnarskránni ekki framselja landbúnaðarráðherra val um það hvort skattur væri lagður á eða ekki. Alls megi ætla að endurgreiðslur ríkissjóðs vegna þessarar niðurstöðu Hæstaréttar hafi numið hátt í tveimur milljörðum króna. „Þetta er í fyrsta lagi prinsippmál sem varðar skattlagningarheimildir stjórnvalda samkvæmt stjórnarskránni,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. „Í öðru lagi er þetta mikilvægt neytendamál – á þessu ári má ætla að um 400 milljónir króna renni úr vösum neytenda og til ríkisins vegna uppboðanna á tollkvótunum.“ Í stefnu fyrirtækjanna er farið fram á endurgreiðslu útboðsgjalds sem innt var af hendi seinni hluta árs 2015 og á árinu 2016. Landbúnaðarráðherra, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, og fjármálaráðherra, Benedikt Jóhannessyni, er stefnt fyrir hönd ríkisins.
Alþingi Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Fleiri fréttir Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Sjá meira