Loðnuleit lokið en engin ástæða er til bjartsýni Svavar Hávarðsson skrifar 25. janúar 2017 07:00 Skip Hafrannsóknastofnunar nutu ekki aðstoðar íslenskra sjómanna við loðnurannsóknir vegna verkfalls. vísir/pjetur Loðnuleit Hafrannsóknastofnunar lauk í síðustu viku og unnið er úr gögnum. Sjómannaverkfall hafði þau áhrif að leitin fór fram með breyttu sniði miðað við upphaflega áætlun. Leiðangurinn stóð frá 11. til 19. janúar. Bæði skip stofnunarinnar, rannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson, tóku þátt auk grænlenska skipsins Polar Amaroq. Til stóð að tvö uppsjávarskip úr íslenska flotanum tækju þátt í leitinni en ekkert varð úr því vegna sjómannaverkfallsins. Hafrannsóknastofnun sótti um undanþágu vegna leitarinnar, en henni var hafnað af Sjómannasambandi Íslands á fyrstu dögum ársins. Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, vill ekkert gefa upp um útlitið – það sé einfaldlega of snemmt. Ef litið er til mælinga á stærð loðnustofnsins í september og október í fyrra er útlitið svart. Þá ráðlagði Hafrannsóknastofnun að engar loðnuveiðar yrðu stundaðar á vertíðinni 2016/2017. Í ljósi mælinganna á dögunum mun stofnunin endurskoða ráðgjöfina. Hins vegar kom fram í fyrra að allt bendi til þess að veiðistofninn sé mjög lítill, og niðurstaðan í fyrra var sú að ekki hefði um árabil sést eins lítið í rannsóknum Hafrannsóknastofnunar. Niðurstaðan var afdráttarlaus í haust. Ungloðna, sem myndar hrygningar- og veiðistofninn á vertíðinni 2017/2018, var vestast og sunnan til á svæðinu. Magn ungloðnu var víðast hvar mjög lítið og ekkert fannst úti fyrir Norðurlandi. Einungis mældust rúmlega níu milljarðar fiska eða 88 þúsund tonn. Samkvæmt aflareglu þarf fjöldinn að vera yfir 50 milljörðum til að hægt sé að mæla með upphafsaflamarki fyrir vertíðina 2017/2018. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Vonast eftir loðnuvertíð í vor Útflutningsverðmæti loðnu hleypur á tugum milljarða hvert ár. Aldrei hafa mælst jafn fáar ungloðnur. Verði farið eftir tillögum Hafró um loðnuveiðibann mun það koma verst við uppsjávarútgerðir. 13. október 2016 07:00 Óhefðbundin loðnuvertíð skilar um nítján milljörðum króna Reiknað er með að nýafstaðin loðnuvertíð geti skilað um nítján milljörðum í útflutningsverðmætum sem er mun minna en vertíðin á undan skilaði. Íslensk skip veiddu aðeins um 100 þúsund tonn en erlend skip 73 þúsund tonn. 26. apríl 2016 05:00 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira
Loðnuleit Hafrannsóknastofnunar lauk í síðustu viku og unnið er úr gögnum. Sjómannaverkfall hafði þau áhrif að leitin fór fram með breyttu sniði miðað við upphaflega áætlun. Leiðangurinn stóð frá 11. til 19. janúar. Bæði skip stofnunarinnar, rannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson, tóku þátt auk grænlenska skipsins Polar Amaroq. Til stóð að tvö uppsjávarskip úr íslenska flotanum tækju þátt í leitinni en ekkert varð úr því vegna sjómannaverkfallsins. Hafrannsóknastofnun sótti um undanþágu vegna leitarinnar, en henni var hafnað af Sjómannasambandi Íslands á fyrstu dögum ársins. Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, vill ekkert gefa upp um útlitið – það sé einfaldlega of snemmt. Ef litið er til mælinga á stærð loðnustofnsins í september og október í fyrra er útlitið svart. Þá ráðlagði Hafrannsóknastofnun að engar loðnuveiðar yrðu stundaðar á vertíðinni 2016/2017. Í ljósi mælinganna á dögunum mun stofnunin endurskoða ráðgjöfina. Hins vegar kom fram í fyrra að allt bendi til þess að veiðistofninn sé mjög lítill, og niðurstaðan í fyrra var sú að ekki hefði um árabil sést eins lítið í rannsóknum Hafrannsóknastofnunar. Niðurstaðan var afdráttarlaus í haust. Ungloðna, sem myndar hrygningar- og veiðistofninn á vertíðinni 2017/2018, var vestast og sunnan til á svæðinu. Magn ungloðnu var víðast hvar mjög lítið og ekkert fannst úti fyrir Norðurlandi. Einungis mældust rúmlega níu milljarðar fiska eða 88 þúsund tonn. Samkvæmt aflareglu þarf fjöldinn að vera yfir 50 milljörðum til að hægt sé að mæla með upphafsaflamarki fyrir vertíðina 2017/2018. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Vonast eftir loðnuvertíð í vor Útflutningsverðmæti loðnu hleypur á tugum milljarða hvert ár. Aldrei hafa mælst jafn fáar ungloðnur. Verði farið eftir tillögum Hafró um loðnuveiðibann mun það koma verst við uppsjávarútgerðir. 13. október 2016 07:00 Óhefðbundin loðnuvertíð skilar um nítján milljörðum króna Reiknað er með að nýafstaðin loðnuvertíð geti skilað um nítján milljörðum í útflutningsverðmætum sem er mun minna en vertíðin á undan skilaði. Íslensk skip veiddu aðeins um 100 þúsund tonn en erlend skip 73 þúsund tonn. 26. apríl 2016 05:00 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira
Vonast eftir loðnuvertíð í vor Útflutningsverðmæti loðnu hleypur á tugum milljarða hvert ár. Aldrei hafa mælst jafn fáar ungloðnur. Verði farið eftir tillögum Hafró um loðnuveiðibann mun það koma verst við uppsjávarútgerðir. 13. október 2016 07:00
Óhefðbundin loðnuvertíð skilar um nítján milljörðum króna Reiknað er með að nýafstaðin loðnuvertíð geti skilað um nítján milljörðum í útflutningsverðmætum sem er mun minna en vertíðin á undan skilaði. Íslensk skip veiddu aðeins um 100 þúsund tonn en erlend skip 73 þúsund tonn. 26. apríl 2016 05:00