Verið að ganga í störf annarra þó menn fái sér bara kók og prins um borð sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 4. janúar 2017 10:40 Formaður verkalýðsfélagsins tók á móti Sigurfara GK í gær með hálfrar milljón króna sekt í hendi. víkurfréttir/hilmar „Okkar túlkun er sú að það er verið að ganga í störf okkar félagsmanna, þó menn borði bara kók og prins á meðan en ekki að elda einhverjar stórsteikur,“ segir Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur. Meint verkfallsbrot komu upp í gær þegar Sigurfari GK og Siggi Bjarna, sem gerðir eru út af Nesfiski, héldu til veiða. Grunur leikur á að skipstjóri og vélstjórnarmenn hafi gengið í önnur störf á skipunum. Eru þeir meðal annars taldir hafa unnið störf matsveina um borð, sem nú eru í verkfalli. Formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Sandgerðis tók á móti skipunum síðdegis í gær með hálfrar milljón króna sekt í hendi.Meiri afleiðingar en bara sekt Kristján segir verkfallsbrot af þessum toga hafa í för með sér meiri afleiðingar en bara sektarákvæði því þau tefji líka fyrir samningaviðræðunum sem nú standa yfir. „Við höfum ekki mikinn áhuga á að ræða við samtök útvegsmanna um að gera nýja kjarasamninga ef þau eru að brjóta verkfallið. Þetta er ekkert bara eitthvert sektarákvæði og svo bara allir góðir. Við munum beina því til samninganefndarinnar og forsvarsmanna Sjómannasambandsins að taka þessi atvik upp við samningaborðið á næsta fundi.“Sektin sem Sigurfari fékk í hendurnar í gær.víkurfréttir/hilmarAðspurður segir Kristján sektina renna í félagssjóð viðkomandi stéttarfélags. „Núna erum við að skoða lögskráninguna og sjá hvar matsveinarnir hafa verið, í hvaða stéttarfélögum. Svo er þetta innheimtuferli og einhverjir lögfræðingar hafa ágætistekjur við að rukka þetta,“ segir hann. Það sé þó ekki aðalatriðið.Staðan botnfrosin og ömurleg „Aðalatriðið er að menn virði kjarasamninga og það hefur verið í gegnum árin að þessi útgerð hefur alltaf virt við okkur kjarasamninga. Þetta er túlkunaratriði þeirra. Útgerðin taldi sig í góðri trú um það að ef þeir væru ekki með félagsmenn sem væru í deilu á sjó, væru einungis með yfirmenn, þ.e stýrimenn og vélstjóra.“ Þá segir Kristján stöðuna í samningaviðræðunum erfiða. „Hún er bara botnfrosin og ömurleg. Hún er erfið og komin í hefðbundnar stríðsyfirlýsingar um kenningar og upphrópanir. En þegar við sjáum hvað sjómenn hafa átt erfitt með að ná sínum málum þá sjáum við að þetta hefur yfirleitt endað með lögum.“ Líkt og Kristján bendir á virðist ekki sjást til lands í kjaradeilu sjómanna og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, og áætlað er að verkfallið hafi kostað þjóðarbúið tíu milljarða.Kristján ræddi málin í Bítinu í morgun, en hlusta má á viðtalið við hann með því að smella hér. Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Dauðadæmdir meðan ekki fæst ferskur fiskur Verkfall sjómanna og vonskuveður á miðum hefur haft þær afleiðingar að lítill sem enginn fiskur er til sölu á fiskmörkuðum. Eigandi veitingastaðar segist frekar ætla að loka en að bjóða upp á frosinn fisk. Slæm veðurspá í kortunum. 29. desember 2016 07:00 Sjómannadeild Framsýnar gagnrýnir útgerðarfyrirtæki harðlega Sjómannadeild Framsýnar kallar eftir því að samningar verði gerðir við sjómenn. 28. desember 2016 20:11 Sekta Nesfisk vegna gruns um verkfallsbrot Útgerðin Nesfiskur verður í dag sektuð um rúma hálfa milljón króna vegna meintra verkfallsbrota. 3. janúar 2017 16:34 Fiskvinnslur í þrot ef verkfallið dregst áfram Formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda segir fiskvinnslur hafa þurft að segja upp fólki vegna verkfalls sjómanna. Hann skorar á aðila að útkljá deiluna sem fyrst en óttast lög á verkfallið sem hófst þann fjórtánda desember. 3. janúar 2017 07:00 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Sjá meira
„Okkar túlkun er sú að það er verið að ganga í störf okkar félagsmanna, þó menn borði bara kók og prins á meðan en ekki að elda einhverjar stórsteikur,“ segir Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur. Meint verkfallsbrot komu upp í gær þegar Sigurfari GK og Siggi Bjarna, sem gerðir eru út af Nesfiski, héldu til veiða. Grunur leikur á að skipstjóri og vélstjórnarmenn hafi gengið í önnur störf á skipunum. Eru þeir meðal annars taldir hafa unnið störf matsveina um borð, sem nú eru í verkfalli. Formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Sandgerðis tók á móti skipunum síðdegis í gær með hálfrar milljón króna sekt í hendi.Meiri afleiðingar en bara sekt Kristján segir verkfallsbrot af þessum toga hafa í för með sér meiri afleiðingar en bara sektarákvæði því þau tefji líka fyrir samningaviðræðunum sem nú standa yfir. „Við höfum ekki mikinn áhuga á að ræða við samtök útvegsmanna um að gera nýja kjarasamninga ef þau eru að brjóta verkfallið. Þetta er ekkert bara eitthvert sektarákvæði og svo bara allir góðir. Við munum beina því til samninganefndarinnar og forsvarsmanna Sjómannasambandsins að taka þessi atvik upp við samningaborðið á næsta fundi.“Sektin sem Sigurfari fékk í hendurnar í gær.víkurfréttir/hilmarAðspurður segir Kristján sektina renna í félagssjóð viðkomandi stéttarfélags. „Núna erum við að skoða lögskráninguna og sjá hvar matsveinarnir hafa verið, í hvaða stéttarfélögum. Svo er þetta innheimtuferli og einhverjir lögfræðingar hafa ágætistekjur við að rukka þetta,“ segir hann. Það sé þó ekki aðalatriðið.Staðan botnfrosin og ömurleg „Aðalatriðið er að menn virði kjarasamninga og það hefur verið í gegnum árin að þessi útgerð hefur alltaf virt við okkur kjarasamninga. Þetta er túlkunaratriði þeirra. Útgerðin taldi sig í góðri trú um það að ef þeir væru ekki með félagsmenn sem væru í deilu á sjó, væru einungis með yfirmenn, þ.e stýrimenn og vélstjóra.“ Þá segir Kristján stöðuna í samningaviðræðunum erfiða. „Hún er bara botnfrosin og ömurleg. Hún er erfið og komin í hefðbundnar stríðsyfirlýsingar um kenningar og upphrópanir. En þegar við sjáum hvað sjómenn hafa átt erfitt með að ná sínum málum þá sjáum við að þetta hefur yfirleitt endað með lögum.“ Líkt og Kristján bendir á virðist ekki sjást til lands í kjaradeilu sjómanna og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, og áætlað er að verkfallið hafi kostað þjóðarbúið tíu milljarða.Kristján ræddi málin í Bítinu í morgun, en hlusta má á viðtalið við hann með því að smella hér.
Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Dauðadæmdir meðan ekki fæst ferskur fiskur Verkfall sjómanna og vonskuveður á miðum hefur haft þær afleiðingar að lítill sem enginn fiskur er til sölu á fiskmörkuðum. Eigandi veitingastaðar segist frekar ætla að loka en að bjóða upp á frosinn fisk. Slæm veðurspá í kortunum. 29. desember 2016 07:00 Sjómannadeild Framsýnar gagnrýnir útgerðarfyrirtæki harðlega Sjómannadeild Framsýnar kallar eftir því að samningar verði gerðir við sjómenn. 28. desember 2016 20:11 Sekta Nesfisk vegna gruns um verkfallsbrot Útgerðin Nesfiskur verður í dag sektuð um rúma hálfa milljón króna vegna meintra verkfallsbrota. 3. janúar 2017 16:34 Fiskvinnslur í þrot ef verkfallið dregst áfram Formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda segir fiskvinnslur hafa þurft að segja upp fólki vegna verkfalls sjómanna. Hann skorar á aðila að útkljá deiluna sem fyrst en óttast lög á verkfallið sem hófst þann fjórtánda desember. 3. janúar 2017 07:00 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Sjá meira
Dauðadæmdir meðan ekki fæst ferskur fiskur Verkfall sjómanna og vonskuveður á miðum hefur haft þær afleiðingar að lítill sem enginn fiskur er til sölu á fiskmörkuðum. Eigandi veitingastaðar segist frekar ætla að loka en að bjóða upp á frosinn fisk. Slæm veðurspá í kortunum. 29. desember 2016 07:00
Sjómannadeild Framsýnar gagnrýnir útgerðarfyrirtæki harðlega Sjómannadeild Framsýnar kallar eftir því að samningar verði gerðir við sjómenn. 28. desember 2016 20:11
Sekta Nesfisk vegna gruns um verkfallsbrot Útgerðin Nesfiskur verður í dag sektuð um rúma hálfa milljón króna vegna meintra verkfallsbrota. 3. janúar 2017 16:34
Fiskvinnslur í þrot ef verkfallið dregst áfram Formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda segir fiskvinnslur hafa þurft að segja upp fólki vegna verkfalls sjómanna. Hann skorar á aðila að útkljá deiluna sem fyrst en óttast lög á verkfallið sem hófst þann fjórtánda desember. 3. janúar 2017 07:00