Ræða að Óttarr segi af sér þingmennsku Jóhann Óli Eiðsson og Snærós Sindradóttir skrifa 9. janúar 2017 04:00 Ef Óttarr segir af sér þingmennsku til að gegna ráðherraembætti kemst hann ekki aftur á þing nema að gengnum Alþingiskosnum. Vísir/ERNIR Ræddur verður á stjórnarfundi Bjartrar framtíðar í kvöld sá möguleiki að Óttarr Proppé, formaður flokksins, segi af sér þingmennsku til að gegna embætti utanþingsráðherra í nýrri ríkisstjórn. Í þingflokki Bjartrar framtíðar eru fjórir þingmenn, en með afsögninni hefur flokkurinn tækifæri til að styrkja þingflokk sinn frekar og jafnframt stýra ráðuneyti. Heimildir Fréttablaðsins herma að þessi háttur sé eini möguleikinn í stöðunni í huga margra stjórnarmanna Bjartrar framtíðar. Ekkert í stjórnskipan landsins heimilar að þingmaður taki sér tímabundið leyfi frá þingstörfum og kalli inn varamann á meðan ráðherraembætti er gegnt. Því þyrfti Óttarr að segja af sér og gæti ekki tekið sæti á þingi aftur nema að gengnum nýjum alþingiskosningum. Stjórnarmyndunarviðræður eru langt komnar. Í dag mun Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, funda einslega með öllum þingmönnum flokksins eins og venja er hjá Sjálfstæðisflokknum. Á fundinum leggur hver þingmaður fram ósk sína um stöðu á kjörtímabilinu, til dæmis að viðkomandi óski eftir ráðherrastól eða formennsku í ákveðnum nefndum. Í kvöld verður stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar kynntur á flokksráðsfundi í Valhöll, stjórnarfundi Bjartrar framtíðar og hjá stjórn Viðreisnar og tillaga um ríkisstjórnarsamstarf borin upp. Á morgun, þriðjudag, kynnir Bjarni ráðherraskipan Sjálfstæðisflokksins í nýrri ríkisstjórn fyrir þingflokknum og ber hana til atkvæða. Venja er að slík tillaga sé samþykkt athugasemdalaust en þó geta skapast nokkuð heitar umræður um tillöguna og dæmi eru um það í sögu flokksins að breytingatillögur hafi verið lagðar fram og um þær greiddar atkvæði. Upp frá því má ætla að ný ríkisstjórn verði kynnt almenningi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Óttarr brattur eftir níu vikur í stjórnarmyndunarviðræðum: „Það ættu allir að prófa þetta“ Óttarr Proppé hefur staðið í stjórnarmyndunarviðræðum í rúma tvo mánuði, eða samtals níu vikur. 6. janúar 2017 09:00 Stofnanir flokkanna þriggja koma saman annað kvöld Stofnanir flokkanna munu koma saman annað kvöld til að samþykkja þátttöku flokkanna í ríkisstjórn en gert er ráð fyrir að hún verði kynnt á þriðjudag. 8. janúar 2017 19:11 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Ræddur verður á stjórnarfundi Bjartrar framtíðar í kvöld sá möguleiki að Óttarr Proppé, formaður flokksins, segi af sér þingmennsku til að gegna embætti utanþingsráðherra í nýrri ríkisstjórn. Í þingflokki Bjartrar framtíðar eru fjórir þingmenn, en með afsögninni hefur flokkurinn tækifæri til að styrkja þingflokk sinn frekar og jafnframt stýra ráðuneyti. Heimildir Fréttablaðsins herma að þessi háttur sé eini möguleikinn í stöðunni í huga margra stjórnarmanna Bjartrar framtíðar. Ekkert í stjórnskipan landsins heimilar að þingmaður taki sér tímabundið leyfi frá þingstörfum og kalli inn varamann á meðan ráðherraembætti er gegnt. Því þyrfti Óttarr að segja af sér og gæti ekki tekið sæti á þingi aftur nema að gengnum nýjum alþingiskosningum. Stjórnarmyndunarviðræður eru langt komnar. Í dag mun Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, funda einslega með öllum þingmönnum flokksins eins og venja er hjá Sjálfstæðisflokknum. Á fundinum leggur hver þingmaður fram ósk sína um stöðu á kjörtímabilinu, til dæmis að viðkomandi óski eftir ráðherrastól eða formennsku í ákveðnum nefndum. Í kvöld verður stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar kynntur á flokksráðsfundi í Valhöll, stjórnarfundi Bjartrar framtíðar og hjá stjórn Viðreisnar og tillaga um ríkisstjórnarsamstarf borin upp. Á morgun, þriðjudag, kynnir Bjarni ráðherraskipan Sjálfstæðisflokksins í nýrri ríkisstjórn fyrir þingflokknum og ber hana til atkvæða. Venja er að slík tillaga sé samþykkt athugasemdalaust en þó geta skapast nokkuð heitar umræður um tillöguna og dæmi eru um það í sögu flokksins að breytingatillögur hafi verið lagðar fram og um þær greiddar atkvæði. Upp frá því má ætla að ný ríkisstjórn verði kynnt almenningi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Óttarr brattur eftir níu vikur í stjórnarmyndunarviðræðum: „Það ættu allir að prófa þetta“ Óttarr Proppé hefur staðið í stjórnarmyndunarviðræðum í rúma tvo mánuði, eða samtals níu vikur. 6. janúar 2017 09:00 Stofnanir flokkanna þriggja koma saman annað kvöld Stofnanir flokkanna munu koma saman annað kvöld til að samþykkja þátttöku flokkanna í ríkisstjórn en gert er ráð fyrir að hún verði kynnt á þriðjudag. 8. janúar 2017 19:11 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Óttarr brattur eftir níu vikur í stjórnarmyndunarviðræðum: „Það ættu allir að prófa þetta“ Óttarr Proppé hefur staðið í stjórnarmyndunarviðræðum í rúma tvo mánuði, eða samtals níu vikur. 6. janúar 2017 09:00
Stofnanir flokkanna þriggja koma saman annað kvöld Stofnanir flokkanna munu koma saman annað kvöld til að samþykkja þátttöku flokkanna í ríkisstjórn en gert er ráð fyrir að hún verði kynnt á þriðjudag. 8. janúar 2017 19:11