Nýr stjórnarsáttmáli: Samþykki Alþingis þarf fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB Sunna Karen Sigurþórsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 9. janúar 2017 21:30 Frá fundi ráðgjafaráðs Viðreisnar í kvöld. vísir/hanna Peningastefnan verður endurskoðuð í samræmi við skýrslu Seðlabankans frá árinu 2012 og lögð verður fram þingsályktunartillaga fyrir lok þings um hvort kjósa eigi um áframhaldandi aðildarviðræður við Evrópusambandið. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýgerðum stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Stjórnarsáttmálinn kveður á um að peningastefnan verði endurskoðuð á fyrsta starfsári, en það var það mál sem Viðreisn lagði upp með í kosningabaráttu sinni. Jafnframt verður unnið að því að breyta búvörusamningnum, en endurskoðun hans á að verða grunnur að nýjum samningi við bændur eigi síðar árið 2019, ásamt því sem draga á úr styrkjum til bænda. Á sama tíma á svo að auka frelsi þeirra og vöruúrval neytenda, samkvæmt heimildum fréttastofu. Einnig er lagt til að markaðstengt gjald verði tekið upp í sjávarútvegi. Þá á að bæta heilbrigðiskerfið og stefnt verður að því að lækka kostnaðarþátttöku sjúklinga, stytta biðtíma, og hraða uppbyggingu Landspítala við Hringbraut, svo fátt eitt sé nefnt. Jafnframt verður þjónusta við aldraða aukin, lífeyrisaldur verður hækkaður og frítekjumark ellilífeyrisþega hækkað. Stuðningur við foreldra með geðvanda verður aukinn, fæðingarorlof verður hækkað í skrefum og öllum fyrirtækjum með 25 starfsmenn eða fleiri verður gert að taka upp jafnlaunavottun. Loks verður stjórnarskráin endurskoðuð með fulltrúum allra flokka með hliðsjón af þeirri vinnu sem þegar hefur verið unnin, samkvæmt sáttmálanum. Tengdar fréttir Fundað á öllum vígstöðvum mögulegra stjórnarflokka Verið er að ræða lokadrög stjórnarsáttmálans og fara yfir stöðu mála. Í kvöld mun því koma í ljós hvort sáttmálinn verði samþykktur eða honum hafnað af þessum stofnunum flokkanna. 9. janúar 2017 20:32 Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti ríkisstjórnarsamstarfið Flokksráð samþykkti að fara í ríkisstjórn með Bjartri framtíð og Viðreisn. 9. janúar 2017 21:20 Óvíst hvort Björt framtíð samþykki stjórnarsáttmála Kurr er á meðal stjórnarmanna í flokknum vegna skýrslu starfshóps um eignir Íslendinga í skattaskjólum. 9. janúar 2017 18:44 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Peningastefnan verður endurskoðuð í samræmi við skýrslu Seðlabankans frá árinu 2012 og lögð verður fram þingsályktunartillaga fyrir lok þings um hvort kjósa eigi um áframhaldandi aðildarviðræður við Evrópusambandið. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýgerðum stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Stjórnarsáttmálinn kveður á um að peningastefnan verði endurskoðuð á fyrsta starfsári, en það var það mál sem Viðreisn lagði upp með í kosningabaráttu sinni. Jafnframt verður unnið að því að breyta búvörusamningnum, en endurskoðun hans á að verða grunnur að nýjum samningi við bændur eigi síðar árið 2019, ásamt því sem draga á úr styrkjum til bænda. Á sama tíma á svo að auka frelsi þeirra og vöruúrval neytenda, samkvæmt heimildum fréttastofu. Einnig er lagt til að markaðstengt gjald verði tekið upp í sjávarútvegi. Þá á að bæta heilbrigðiskerfið og stefnt verður að því að lækka kostnaðarþátttöku sjúklinga, stytta biðtíma, og hraða uppbyggingu Landspítala við Hringbraut, svo fátt eitt sé nefnt. Jafnframt verður þjónusta við aldraða aukin, lífeyrisaldur verður hækkaður og frítekjumark ellilífeyrisþega hækkað. Stuðningur við foreldra með geðvanda verður aukinn, fæðingarorlof verður hækkað í skrefum og öllum fyrirtækjum með 25 starfsmenn eða fleiri verður gert að taka upp jafnlaunavottun. Loks verður stjórnarskráin endurskoðuð með fulltrúum allra flokka með hliðsjón af þeirri vinnu sem þegar hefur verið unnin, samkvæmt sáttmálanum.
Tengdar fréttir Fundað á öllum vígstöðvum mögulegra stjórnarflokka Verið er að ræða lokadrög stjórnarsáttmálans og fara yfir stöðu mála. Í kvöld mun því koma í ljós hvort sáttmálinn verði samþykktur eða honum hafnað af þessum stofnunum flokkanna. 9. janúar 2017 20:32 Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti ríkisstjórnarsamstarfið Flokksráð samþykkti að fara í ríkisstjórn með Bjartri framtíð og Viðreisn. 9. janúar 2017 21:20 Óvíst hvort Björt framtíð samþykki stjórnarsáttmála Kurr er á meðal stjórnarmanna í flokknum vegna skýrslu starfshóps um eignir Íslendinga í skattaskjólum. 9. janúar 2017 18:44 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Fundað á öllum vígstöðvum mögulegra stjórnarflokka Verið er að ræða lokadrög stjórnarsáttmálans og fara yfir stöðu mála. Í kvöld mun því koma í ljós hvort sáttmálinn verði samþykktur eða honum hafnað af þessum stofnunum flokkanna. 9. janúar 2017 20:32
Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti ríkisstjórnarsamstarfið Flokksráð samþykkti að fara í ríkisstjórn með Bjartri framtíð og Viðreisn. 9. janúar 2017 21:20
Óvíst hvort Björt framtíð samþykki stjórnarsáttmála Kurr er á meðal stjórnarmanna í flokknum vegna skýrslu starfshóps um eignir Íslendinga í skattaskjólum. 9. janúar 2017 18:44