Fótbolti

Balotelli skorar nú örar en bæði Messi og Cristiano Ronaldo

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það er jafnvel farið að glitta í bros hjá Mario Balotelli.
Það er jafnvel farið að glitta í bros hjá Mario Balotelli. Vísir/EPA
Mario Balotelli hefur öðlast nýtt líf hjá franska liðinu Nice og á mikinn þátt í því að liðið situr óvænt með fjögurra stiga forystu á toppi frönsku deildarinnar.

„Super Mario“ var í tómu tjóni hjá AC Milan, Manchester City og Liverpool en hann blómstrar aftur á móti á frönsku rivíerunni.

Spænska blaðið AS hefur tekið saman hvaða leikmenn eru marksæknasti í fimm bestu deildum Evrópu og þar sitja aðeins tveir leikmenn ofar á listanum en umræddur Balotelli.

Mario Balotelli hefur skorað 8 mörk í 8 leikjum með Nice í frönsku deildinni á tímabilinu. Hann er aðeins búinn að spila í 615 mínútur og því eru bara 77 mínútur á milli marka.

Tveir efstu menn á listanum eru aftur á móti  Radamel Falcao hjá Mónakó (67 mínútur á milli marka) og Edinson Cavani hjá Paris Saint-Germain (73 mínútur á milli marka).

Balotelli skorar hinsvegar örar en bæði Lionel Messi og Cristiano Ronaldo. Messi er í 5. sæti með mark á 85 mínútna fresti en Ronaldo er i 7. sæti með mark á 94 mínútna fresti.

Eini leikmaðurinn úr ensku úrvalsdeildinni sem kemst á listann er Sergio Agüero sem hefur skorað á 101 mínútu fresti í leikjum Manchester City á þessu tímabili.

Topp tíu listinn yfir fæstar mínútur á milli marka í bestu deildum Evrópu:

1. Falcao, AS Monaco             10 mörk/673 mínútur - 67 mínútu fresti

2. Cavani, PSG                 17 mörk/1247 mínútur - 73 mín.

3. Balotelli, Nice             8 mörk/615 mínútur - 77 mín.

4. Aubameyang, Borussia Dortmund     16 mörk/1255 mínútur - 78 mín.

5. Messi, FC Barcelona             12 mörk/1024 mínútur - 85 mín.

6. Mertens, Napoli             10 mörk/915 mínútur - 92 mín.

7. Cristiano Ronaldo, Real Madrid     10 mörk/941 mínútur - 94 mín.

8. Luis Suárez, FC Barcelona         12 mörk/1181 mínútur - 98 mín.

9. Petersen, Friburg             5 mörk/492 mínútur - 98 mín.

10. Agüero, Man. City             10 mörk/1010 mínútur - 101 mín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×