Tillögur Pírata um aukið gagnsæi kjararáðs felldar Heimir Már Pétursson skrifar 20. desember 2016 18:30 Vísir/Anton Píratar vilja að kveðið verði sterkar á um gagnsæi í störfum kjararáðs en gert er ráð fyrir í frumvarpi um ráðið sem kom til annarrar umræðu í þinginu í dag. Litlar breytingar voru gerðar á frumvarpi fjármálaráðherra um jöfnun lífeyrisréttinda sem BSRB styður ekki óbreytt og er töluverð andstaða við það á þingi. Nú eru aðeins fjórir dagar til jóla og fjárlagafrumvarpið og tengd frumvörp eru enn til umfjöllunar í nefndum Alþingis. Það er því ekki víst að náist að klára þau mál fyrir jól. Í dag ræddi þingmenn aftur annars vegar um kjararáð og hins vegar um jöfnun lífeyrisréttinda. Fulltrúar allra flokka nema Pírata stóðu að áliti efnahags- og viðskiptanefndar um frumvarp fjármálaráðherra um kjararáð sem felur aðallega í sér að þeim sem þiggja laun eftir úrskurðum ráðsins fækkar úr 180 í 150. Björt Ólafsdóttir þingflokksformaður Bjartrar framtíðar sagði breytingar á frumvarpinu tryggja að kjararáð færi eftir þróun kjara á almennum markaði í sínum úrskurðum og gerði það að minnsta kosti einu sinni á ári svo ekki yrði um stór stökk í hækkun launa æðstu ráðmanna. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata mælti fyrir minnihlutaáliti þeirra. „Við hyggjumst leggja fram að kjararáð birti opinberlega fundargerðir sínar. Eins viljum við leggja fram þá tillögu að kjararáði beri að leggja fram opinberlega hagsmunaskrá sína,“ sagði Þórhildur Sunna en breytingatillögur Pírata voru allar felldar. Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins skrifaði undir nefndarálit með fyrirvara og gagnrýndi að í frumvarpinu væri gert ráð fyrir að kjararáð verði sjálfstæð stjórnsýslunefnd sem heyrði þar með undir framkvæmdavaldið. „Geti ekki verið stjórnsýslustofnun og þar af leiðandi hluti af framkvæmdavaldinu og eigi síðan að ákvarða laun dómara. Það einfaldlega standist ekki stjórnarskrána,“ sagði Brynjar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Framsóknarflokks standa saman að meirihlutaáliti frá efnahags- og viðskiptanefnd varðandi jöfnun lífeyriskjara. En hinir þrír flokkarnir á þingi leggja hver fram sín sérálit. BSRB gagnrýnir að lífeyriskjör sjóðfélaga undir sextíu ára séu ekki baktryggð. Þá eigi eftir að fjalla um hvernig jafna eigi launakjör opinberra starfsmanna við kjör á almenna markaðnum. Sigríður Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins mælti fyrir meirihlutaáliti flokkanna fjögurra og segir gæta of mikillar svartsýni hjá opinberu stéttarfélögunum varðandi ávöxtun lífeyrissjóða þeirra í framtíðinni. Þá sé engin ein lausn varðandi jöfnun launakjara á vinnumarkaðnum eftir að búið væri að jafn lífeyriskjörin. „En þetta er auðvitað bara verkefni til framtíðar sem mér heyrist stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins vera alveg sammála um að fara í. Þannig að það er ekki verið að vísa þessu vandamáli óleystu inn í framtíðina? Nei, nei alls ekki. Menn eru búnir að lýsa yfir vilja til að skoða þessi mál,“ segir Sigríður. Uppfært:Breytingatillögur Pírata voru ekki felldar í umræðunni, heldur voru þær dregnar til baka í þeirri von að samkomulag gæti tekist um þær í efnahags- og viðskiptanefnd áður en þriðja umræða um málið fer fram á Alþingi. Alþingi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Sjá meira
Píratar vilja að kveðið verði sterkar á um gagnsæi í störfum kjararáðs en gert er ráð fyrir í frumvarpi um ráðið sem kom til annarrar umræðu í þinginu í dag. Litlar breytingar voru gerðar á frumvarpi fjármálaráðherra um jöfnun lífeyrisréttinda sem BSRB styður ekki óbreytt og er töluverð andstaða við það á þingi. Nú eru aðeins fjórir dagar til jóla og fjárlagafrumvarpið og tengd frumvörp eru enn til umfjöllunar í nefndum Alþingis. Það er því ekki víst að náist að klára þau mál fyrir jól. Í dag ræddi þingmenn aftur annars vegar um kjararáð og hins vegar um jöfnun lífeyrisréttinda. Fulltrúar allra flokka nema Pírata stóðu að áliti efnahags- og viðskiptanefndar um frumvarp fjármálaráðherra um kjararáð sem felur aðallega í sér að þeim sem þiggja laun eftir úrskurðum ráðsins fækkar úr 180 í 150. Björt Ólafsdóttir þingflokksformaður Bjartrar framtíðar sagði breytingar á frumvarpinu tryggja að kjararáð færi eftir þróun kjara á almennum markaði í sínum úrskurðum og gerði það að minnsta kosti einu sinni á ári svo ekki yrði um stór stökk í hækkun launa æðstu ráðmanna. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata mælti fyrir minnihlutaáliti þeirra. „Við hyggjumst leggja fram að kjararáð birti opinberlega fundargerðir sínar. Eins viljum við leggja fram þá tillögu að kjararáði beri að leggja fram opinberlega hagsmunaskrá sína,“ sagði Þórhildur Sunna en breytingatillögur Pírata voru allar felldar. Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins skrifaði undir nefndarálit með fyrirvara og gagnrýndi að í frumvarpinu væri gert ráð fyrir að kjararáð verði sjálfstæð stjórnsýslunefnd sem heyrði þar með undir framkvæmdavaldið. „Geti ekki verið stjórnsýslustofnun og þar af leiðandi hluti af framkvæmdavaldinu og eigi síðan að ákvarða laun dómara. Það einfaldlega standist ekki stjórnarskrána,“ sagði Brynjar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Framsóknarflokks standa saman að meirihlutaáliti frá efnahags- og viðskiptanefnd varðandi jöfnun lífeyriskjara. En hinir þrír flokkarnir á þingi leggja hver fram sín sérálit. BSRB gagnrýnir að lífeyriskjör sjóðfélaga undir sextíu ára séu ekki baktryggð. Þá eigi eftir að fjalla um hvernig jafna eigi launakjör opinberra starfsmanna við kjör á almenna markaðnum. Sigríður Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins mælti fyrir meirihlutaáliti flokkanna fjögurra og segir gæta of mikillar svartsýni hjá opinberu stéttarfélögunum varðandi ávöxtun lífeyrissjóða þeirra í framtíðinni. Þá sé engin ein lausn varðandi jöfnun launakjara á vinnumarkaðnum eftir að búið væri að jafn lífeyriskjörin. „En þetta er auðvitað bara verkefni til framtíðar sem mér heyrist stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins vera alveg sammála um að fara í. Þannig að það er ekki verið að vísa þessu vandamáli óleystu inn í framtíðina? Nei, nei alls ekki. Menn eru búnir að lýsa yfir vilja til að skoða þessi mál,“ segir Sigríður. Uppfært:Breytingatillögur Pírata voru ekki felldar í umræðunni, heldur voru þær dregnar til baka í þeirri von að samkomulag gæti tekist um þær í efnahags- og viðskiptanefnd áður en þriðja umræða um málið fer fram á Alþingi.
Alþingi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Sjá meira