Fjárlaganefnd setur 12 milljarða ofan á fjárlögin Sveinn Arnarsson skrifar 22. desember 2016 07:00 Haraldur Benediktsson er formaður fjárlaganefndar. vísir/vilhelm Samkomulag hefur náðst milli flokka á Alþingi um að ljúka vinnu við fjárlög. Haraldur Benediktsson, formaður fjárlaganefndar, segist vongóður um að hægt verði að samþykkja fjárlög fyrir jól og ganga inn í jólafrí með það að markmiði að mynda starfhæfan meirihluta á þingi. Mikið hefur mætt á fjárlaganefnd síðustu daga og fundað hefur verið stíft til að ná niðurstöðu í nefndinni um að ljúka fjárlögum í sem mestri sátt. Þar sem enginn eiginlegur meirihluti er á þingi hafa allir flokkar lagst á árarnar um að koma til móts hver við annan. „Þar sem lítill tími er til stefnu sammælast flokkarnir um að núverandi ríkisstjórnarflokkar, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur, greiði atkvæði með fjárlagafrumvarpinu en aðrir flokkar sitja hjá við afgreiðslu þess. Menn eru sammála um að aðstæðurnar sem uppi eru nú kalli á samstöðu um málið,“ segir Haraldur. „Hins vegar munu allir flokkar standa saman að breytingartillögum á frumvarpinu þess efnis að bæta í útgjöld til fjögurra megin málaflokka.“ Málaflokkarnir sem Haraldur bendir á eru heilbrigðismál, samgöngumál, menntamál og löggæslumál. Fjárlagafrumvarpið gerði ráð fyrir 36 milljarða útgjaldaaukningu en fjárlaganefnd ætlar að bæta við 12 milljörðum að auki. 5,2 milljarðar fara til heilbrigðismála, 4,6 milljarðar til samgöngumála, 1,7 til menntamála og hálfur milljarður fer til Landhelgisgæslu og til löggæslu. „Við höfum unnið stíft síðustu daga og vonumst eftir því að frumvarpið gangi til annarrar umræðu sem fyrst,“ segir Haraldur. „Útgjaldaaukning ríkissjóðs nemur nærri fimmtíu milljörðum króna frá fyrra ári svo margir málaflokkar eru að fá aukið fjármagn sem er vel. Við vonumst svo til þess að hægt sé að samþykkja frumvarpið fyrir jól.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Sjá meira
Samkomulag hefur náðst milli flokka á Alþingi um að ljúka vinnu við fjárlög. Haraldur Benediktsson, formaður fjárlaganefndar, segist vongóður um að hægt verði að samþykkja fjárlög fyrir jól og ganga inn í jólafrí með það að markmiði að mynda starfhæfan meirihluta á þingi. Mikið hefur mætt á fjárlaganefnd síðustu daga og fundað hefur verið stíft til að ná niðurstöðu í nefndinni um að ljúka fjárlögum í sem mestri sátt. Þar sem enginn eiginlegur meirihluti er á þingi hafa allir flokkar lagst á árarnar um að koma til móts hver við annan. „Þar sem lítill tími er til stefnu sammælast flokkarnir um að núverandi ríkisstjórnarflokkar, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur, greiði atkvæði með fjárlagafrumvarpinu en aðrir flokkar sitja hjá við afgreiðslu þess. Menn eru sammála um að aðstæðurnar sem uppi eru nú kalli á samstöðu um málið,“ segir Haraldur. „Hins vegar munu allir flokkar standa saman að breytingartillögum á frumvarpinu þess efnis að bæta í útgjöld til fjögurra megin málaflokka.“ Málaflokkarnir sem Haraldur bendir á eru heilbrigðismál, samgöngumál, menntamál og löggæslumál. Fjárlagafrumvarpið gerði ráð fyrir 36 milljarða útgjaldaaukningu en fjárlaganefnd ætlar að bæta við 12 milljörðum að auki. 5,2 milljarðar fara til heilbrigðismála, 4,6 milljarðar til samgöngumála, 1,7 til menntamála og hálfur milljarður fer til Landhelgisgæslu og til löggæslu. „Við höfum unnið stíft síðustu daga og vonumst eftir því að frumvarpið gangi til annarrar umræðu sem fyrst,“ segir Haraldur. „Útgjaldaaukning ríkissjóðs nemur nærri fimmtíu milljörðum króna frá fyrra ári svo margir málaflokkar eru að fá aukið fjármagn sem er vel. Við vonumst svo til þess að hægt sé að samþykkja frumvarpið fyrir jól.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Sjá meira