Tekjur ríkissjóðs auknar um 7 milljarða og afgangur minnkaður Heimir Már Pétursson skrifar 22. desember 2016 18:17 Stefnt er að því að Alþingi ljúki störfum fyrir jólaleyfi í kvöld eða nótt. Nokkuð breið sátt ríkir um afgreiðslu útgjalda og tekjufrumvarpa ríkissjóðs vegna fjárlaga næsta árs. En það liggur fleira fyrir og í dag voru ný lög um kjararáð samþykkt og frumvarp um jöfnun lífeyrisréttinda verður væntanlega að lögum í kvöld eða nótt. Það hefur verið unnið hratt og nokkuð skipulega á Alþingi undanfarnar tvær vikur. Samkomulag náðist milli flokkanna sjö á þinginu um að auka útgjöld ríkissjóðs á næsta ári um 12 milljarða króna. Tekjur næsta árs verða auknar um 7 milljarða og þegar upp er staðið minnkar afgangur á fjárlögum næsta árs um 4,3 milljarða vegna breytinga Alþingis á fjárlögunum og tengdum frumvörpum. Vinstri græn lögðu þó fram breytingatillögur við tekjufrumvörpin í dag til að mynda um komugjöld á ferðamenn, en þær voru allar felldar með mótatkvæðum eða hjásetu allra hinna flokkanna nema Pírata. „Vegna þess að það er kannski svolítið eðlilegt fyrir okkur sem sitjum á þinginu að samþiggja það sem gott er, hafna því sem slæmt er og greina vel þar á milli,“ sagði Smári McCarthy. Heyra mátti að ekki voru allir leiðtogar annarra flokka ánægðir með að Vinstri græn skæru sig úr með þessum tillöguflutningi. „Þrátt fyrir að hér séu ýmsar ágætis tillögur. Við höfum til að mynda verið jákvæð gagnvart komugjaldi. En viljum við leggja það á með tíu daga fyrirvara án þess að það sé hluti af heildstæðri stefnumótun í ferðaþjónustu? Nei það er ekki það sem við styðjum,“ sagði Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar. „Við í Samfylkingunni teljum að það hefði þurft að ganga mikið lengra. Við höfum lagt fram tillögur bæði í okkar stefnuskrá og í minnihlutaáliti hvernig við teldum að ætti að gera það. Við teljum hins vegar að það sé nauðsynlegt á þessum skrýtnu tímum að ná sátt um að klára málið á þennan hátt,“ sagði Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar. „Það vill svo til að það var sérstaklega rætt á fundi formanna í gær að það væri hér fullt tillögu frelsi við þetta frumvarp um ýmsar ráðstafanir í ríkisfjármálum og það tillögufrelsi hef ég nýtt mér. Enda var ég kosin á þing fyrir pólitískar skoðanir og þess vegna erum við nú væntanlega öll hér og það er ósköp eðlilegt að við leyfum okkur að ræða þær hér í þingsal. Og ég frábið mér allt tal hér um vinnubrögð herra forseti,“ sagði Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna. Alþingi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Stefnt er að því að Alþingi ljúki störfum fyrir jólaleyfi í kvöld eða nótt. Nokkuð breið sátt ríkir um afgreiðslu útgjalda og tekjufrumvarpa ríkissjóðs vegna fjárlaga næsta árs. En það liggur fleira fyrir og í dag voru ný lög um kjararáð samþykkt og frumvarp um jöfnun lífeyrisréttinda verður væntanlega að lögum í kvöld eða nótt. Það hefur verið unnið hratt og nokkuð skipulega á Alþingi undanfarnar tvær vikur. Samkomulag náðist milli flokkanna sjö á þinginu um að auka útgjöld ríkissjóðs á næsta ári um 12 milljarða króna. Tekjur næsta árs verða auknar um 7 milljarða og þegar upp er staðið minnkar afgangur á fjárlögum næsta árs um 4,3 milljarða vegna breytinga Alþingis á fjárlögunum og tengdum frumvörpum. Vinstri græn lögðu þó fram breytingatillögur við tekjufrumvörpin í dag til að mynda um komugjöld á ferðamenn, en þær voru allar felldar með mótatkvæðum eða hjásetu allra hinna flokkanna nema Pírata. „Vegna þess að það er kannski svolítið eðlilegt fyrir okkur sem sitjum á þinginu að samþiggja það sem gott er, hafna því sem slæmt er og greina vel þar á milli,“ sagði Smári McCarthy. Heyra mátti að ekki voru allir leiðtogar annarra flokka ánægðir með að Vinstri græn skæru sig úr með þessum tillöguflutningi. „Þrátt fyrir að hér séu ýmsar ágætis tillögur. Við höfum til að mynda verið jákvæð gagnvart komugjaldi. En viljum við leggja það á með tíu daga fyrirvara án þess að það sé hluti af heildstæðri stefnumótun í ferðaþjónustu? Nei það er ekki það sem við styðjum,“ sagði Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar. „Við í Samfylkingunni teljum að það hefði þurft að ganga mikið lengra. Við höfum lagt fram tillögur bæði í okkar stefnuskrá og í minnihlutaáliti hvernig við teldum að ætti að gera það. Við teljum hins vegar að það sé nauðsynlegt á þessum skrýtnu tímum að ná sátt um að klára málið á þennan hátt,“ sagði Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar. „Það vill svo til að það var sérstaklega rætt á fundi formanna í gær að það væri hér fullt tillögu frelsi við þetta frumvarp um ýmsar ráðstafanir í ríkisfjármálum og það tillögufrelsi hef ég nýtt mér. Enda var ég kosin á þing fyrir pólitískar skoðanir og þess vegna erum við nú væntanlega öll hér og það er ósköp eðlilegt að við leyfum okkur að ræða þær hér í þingsal. Og ég frábið mér allt tal hér um vinnubrögð herra forseti,“ sagði Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna.
Alþingi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent