Hodgson um tapið á móti Íslandi: Ég trúði því ekki að þetta gæti gerst Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. desember 2016 09:30 Roy Hodgson og fögnuður íslenska landsliðsins. Vísir/Getty og EPA Roy Hodgson, fyrrum þjálfari enska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur verið atvinnulaus síðan að hann sagði af sér eftir tapið á móti Íslandi í sextán liða úrslitum EM í Frakklandi í sumar. Hodgson hefur ekki veitt dagblaði viðtal eftir leikinn á móti Íslandi í júní fyrr en nú þegar hann fór yfir eitt óvæntasta tap í sögu Evrópukeppninnar með blaðamanni The Times. „Þetta kom okkur algjörlega á óvart. Allur aðdragandi leiksins gaf okkur falskt öryggi, ekki bara hjá leikmönnunum heldur hjá þjálfurunum líka,“ sagði Roy Hodgson í viðtalinu í The Times. „Við fórum inn í leikinn hugsandi að við værum betri en liðið sem við vorum að fara að mæta. Við værum með betri leikmenn og við erum í góðu standi og góðu formi. Við mættum fullir sjálfstraust um að hlutirnir myndu falla með okkur,“ sagði Hodgson. „Við mættum þarna liði sem kom inn á leikinn á fullu skriði og með vindinn í seglin. Þeir höfðu engu að tapa og við gátum ekki svarað þeim inn á vellinum. Við erum vissulega leiðir yfir þessu en þegar er öllu er á botninn hvolft þá gátum við bara ekki klárað dæmið,“ sagði Hodgson. „Við undirbjuggum okkur vel fyrir Íslandsleikinn og allt gekk vel. Æfingarnar heppnuðust vel og allir voru tilbúnir," sagði Hodgson. „Við eyddum mestum tíma í að vinna í því að halda breiddinni og þeir Daniel Sturridge og Raheem Sterling áttu að koma bakvörðum þeirra í vandræði,“ sagði Hodgson. Leikurinn byrjaði vel fyrir enska liðið sem fékk vítaspyrnu og komst í 1-0 eftir aðeins fjórar mínútur. „Þeir jöfnuðu um leið og það var smá áfall en þeir þegar skoruðu annað markið þá misstum við dampinn. Það endurvakti trú þeirra og að einhverjum ástæðum frusu mínir menn,“ sagði Hodgson. „Við vorum vissir um það í hálfleik að við kæmust aftur í gang enda höfðum við enn 45 mínútur. Í seinni hálfleik fór maður samt að hugsa: Ég trúi því ekki að þetta geti gerst því þetta er svo slæmt móment. Við getum ekki komist í gegnum eftirmála svona taps,“ sagði Roy Hodgson en hvað segir hann um íslenska liðið. „Þeir höfðu leikmennina sem voru tilbúnir að hlaupa, gátu hlaupið og vissu hvert þeir áttu að hlaupa,“ sagði Hodgson og í dag er hann alveg tilbúinn að hrósa íslenska landsliðinu. „Ég dáist af því sem þeir gerðu. Ég er fyrsti maðurinn til að taka hattinn ofan fyrir þeim. Ef einhver spyr mig um íslenska liðið þá mun ég hrósa þeim. Strax eftir að við töpuðum þessum leik þá vildi ég samt ekki heyra orðið Ísland aftur,“ sagði Roy Hodgson en það má finna allt viðtalið við hann hér. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Sjá meira
Roy Hodgson, fyrrum þjálfari enska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur verið atvinnulaus síðan að hann sagði af sér eftir tapið á móti Íslandi í sextán liða úrslitum EM í Frakklandi í sumar. Hodgson hefur ekki veitt dagblaði viðtal eftir leikinn á móti Íslandi í júní fyrr en nú þegar hann fór yfir eitt óvæntasta tap í sögu Evrópukeppninnar með blaðamanni The Times. „Þetta kom okkur algjörlega á óvart. Allur aðdragandi leiksins gaf okkur falskt öryggi, ekki bara hjá leikmönnunum heldur hjá þjálfurunum líka,“ sagði Roy Hodgson í viðtalinu í The Times. „Við fórum inn í leikinn hugsandi að við værum betri en liðið sem við vorum að fara að mæta. Við værum með betri leikmenn og við erum í góðu standi og góðu formi. Við mættum fullir sjálfstraust um að hlutirnir myndu falla með okkur,“ sagði Hodgson. „Við mættum þarna liði sem kom inn á leikinn á fullu skriði og með vindinn í seglin. Þeir höfðu engu að tapa og við gátum ekki svarað þeim inn á vellinum. Við erum vissulega leiðir yfir þessu en þegar er öllu er á botninn hvolft þá gátum við bara ekki klárað dæmið,“ sagði Hodgson. „Við undirbjuggum okkur vel fyrir Íslandsleikinn og allt gekk vel. Æfingarnar heppnuðust vel og allir voru tilbúnir," sagði Hodgson. „Við eyddum mestum tíma í að vinna í því að halda breiddinni og þeir Daniel Sturridge og Raheem Sterling áttu að koma bakvörðum þeirra í vandræði,“ sagði Hodgson. Leikurinn byrjaði vel fyrir enska liðið sem fékk vítaspyrnu og komst í 1-0 eftir aðeins fjórar mínútur. „Þeir jöfnuðu um leið og það var smá áfall en þeir þegar skoruðu annað markið þá misstum við dampinn. Það endurvakti trú þeirra og að einhverjum ástæðum frusu mínir menn,“ sagði Hodgson. „Við vorum vissir um það í hálfleik að við kæmust aftur í gang enda höfðum við enn 45 mínútur. Í seinni hálfleik fór maður samt að hugsa: Ég trúi því ekki að þetta geti gerst því þetta er svo slæmt móment. Við getum ekki komist í gegnum eftirmála svona taps,“ sagði Roy Hodgson en hvað segir hann um íslenska liðið. „Þeir höfðu leikmennina sem voru tilbúnir að hlaupa, gátu hlaupið og vissu hvert þeir áttu að hlaupa,“ sagði Hodgson og í dag er hann alveg tilbúinn að hrósa íslenska landsliðinu. „Ég dáist af því sem þeir gerðu. Ég er fyrsti maðurinn til að taka hattinn ofan fyrir þeim. Ef einhver spyr mig um íslenska liðið þá mun ég hrósa þeim. Strax eftir að við töpuðum þessum leik þá vildi ég samt ekki heyra orðið Ísland aftur,“ sagði Roy Hodgson en það má finna allt viðtalið við hann hér.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Sjá meira