Guðni Th.: Þurfum að einhenda okkur í það að skipa landinu ríkisstjórn Heimir Már Pétursson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 23. desember 2016 16:15 Forseti Íslands segist hafa ákveðið að bíða með næstu skref varðandi stjórnarmyndunarumboð eftir að Birgitta Jónsdóttir þingflokksformaður Pírata skilaði umboðinu. Það hefði getað truflað bæði þingstörf og stjórnarmyndunartilraunir ef þingmenn hefðu þurft að eiga við bæði verkefnin á þeim stutta tíma sem Alþingi hafði til að setja fjárlög. Guðni Th. Jóhannesson veitti Stöð 2 viðtal fyrr í dag um stöðuna í stjórnmálum landsins. Hann reiknar ekki með að veita neinum leiðtoga stjórnmálaflokkanna umboð til stjórnarmyndunar yfir jóladagana. Hann ítrekar hins vegar að leiðtogar stjórnmálaflokkanna geti hvenær sem er komið sér saman um myndun meirihlutastjórnar. Forsetinn er ánægður með þann anda sem ríkti á Alþingi síðustu tvær vikurnar og segir marga hafa haft það á orði við sig að svona ætti Alþingi að starfa. En töluvert vantaði upp á traust almennings til Alþingis eftir hrun. „Þannig að ég áleit að það væri ekki hundrað í hættunni þótt við dokuðum aðeins í stjórnarmyndunarviðræðum og leyfðum þingmönnum og stjórnmálaforingjum öllum að einbeita sér að störfum þingsins og við sáum einmitt óvenju góðan starfsanda í þinginu. Auðvitað eru aldrei allir ánægðir með niðurstöðu mála þegar fjárlög eru afgreidd en framgangsmátinn, málsmeðferðin... Ég hef heyrt í fólki sem segir: „Svona á þingið að starfa, ekki karp, ekki málþóf, sjónarmið koma fram og mál eru afgreidd.“ Ég held að þetta lofi góðu. Við höfum nýtt þing, þingmenn hafa aldrei verið yngri að meðaltali, reynslan lítil sem getur verið galli en líka kostur. Vonandi er þetta eitthvað sem við eigum eftir að sjá í framtíðinni en auðvitað þurfum við að einhenda okkur í það núna að skipa landinu ríkisstjórn,“ segir Guðni.Nánar verður rætt við forsetann í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Alþingi Tengdar fréttir Segir ekki glitta í neinn meirihluta í fjárlaganefnd Fundur í fjárlaganefnd Alþingis stendur enn yfir og er búist við að hann standi fram á kvöld að sögn Haraldar Benediktssonar, formanns nefndarinnar. 19. desember 2016 17:33 Forsætisráðherra stórlega efast um að ný ríkisstjórn verði mynduð fyrir áramót Formenn annarra flokka taka í sama streng og segir formaður Bjartrar þau stóru verkefni sem Alþingi þarf að ljúka fyrir áramót vera tímafrek og því lítill tími til að mynda nýja ríkisstjórn. 19. desember 2016 18:29 Benedikt segir „andskotann ekki neitt“ að frétta af stjórnarmyndun Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir engan tíma vera til stjórnarmyndunarviðræðna. 20. desember 2016 12:31 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Sjá meira
Forseti Íslands segist hafa ákveðið að bíða með næstu skref varðandi stjórnarmyndunarumboð eftir að Birgitta Jónsdóttir þingflokksformaður Pírata skilaði umboðinu. Það hefði getað truflað bæði þingstörf og stjórnarmyndunartilraunir ef þingmenn hefðu þurft að eiga við bæði verkefnin á þeim stutta tíma sem Alþingi hafði til að setja fjárlög. Guðni Th. Jóhannesson veitti Stöð 2 viðtal fyrr í dag um stöðuna í stjórnmálum landsins. Hann reiknar ekki með að veita neinum leiðtoga stjórnmálaflokkanna umboð til stjórnarmyndunar yfir jóladagana. Hann ítrekar hins vegar að leiðtogar stjórnmálaflokkanna geti hvenær sem er komið sér saman um myndun meirihlutastjórnar. Forsetinn er ánægður með þann anda sem ríkti á Alþingi síðustu tvær vikurnar og segir marga hafa haft það á orði við sig að svona ætti Alþingi að starfa. En töluvert vantaði upp á traust almennings til Alþingis eftir hrun. „Þannig að ég áleit að það væri ekki hundrað í hættunni þótt við dokuðum aðeins í stjórnarmyndunarviðræðum og leyfðum þingmönnum og stjórnmálaforingjum öllum að einbeita sér að störfum þingsins og við sáum einmitt óvenju góðan starfsanda í þinginu. Auðvitað eru aldrei allir ánægðir með niðurstöðu mála þegar fjárlög eru afgreidd en framgangsmátinn, málsmeðferðin... Ég hef heyrt í fólki sem segir: „Svona á þingið að starfa, ekki karp, ekki málþóf, sjónarmið koma fram og mál eru afgreidd.“ Ég held að þetta lofi góðu. Við höfum nýtt þing, þingmenn hafa aldrei verið yngri að meðaltali, reynslan lítil sem getur verið galli en líka kostur. Vonandi er þetta eitthvað sem við eigum eftir að sjá í framtíðinni en auðvitað þurfum við að einhenda okkur í það núna að skipa landinu ríkisstjórn,“ segir Guðni.Nánar verður rætt við forsetann í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Alþingi Tengdar fréttir Segir ekki glitta í neinn meirihluta í fjárlaganefnd Fundur í fjárlaganefnd Alþingis stendur enn yfir og er búist við að hann standi fram á kvöld að sögn Haraldar Benediktssonar, formanns nefndarinnar. 19. desember 2016 17:33 Forsætisráðherra stórlega efast um að ný ríkisstjórn verði mynduð fyrir áramót Formenn annarra flokka taka í sama streng og segir formaður Bjartrar þau stóru verkefni sem Alþingi þarf að ljúka fyrir áramót vera tímafrek og því lítill tími til að mynda nýja ríkisstjórn. 19. desember 2016 18:29 Benedikt segir „andskotann ekki neitt“ að frétta af stjórnarmyndun Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir engan tíma vera til stjórnarmyndunarviðræðna. 20. desember 2016 12:31 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Sjá meira
Segir ekki glitta í neinn meirihluta í fjárlaganefnd Fundur í fjárlaganefnd Alþingis stendur enn yfir og er búist við að hann standi fram á kvöld að sögn Haraldar Benediktssonar, formanns nefndarinnar. 19. desember 2016 17:33
Forsætisráðherra stórlega efast um að ný ríkisstjórn verði mynduð fyrir áramót Formenn annarra flokka taka í sama streng og segir formaður Bjartrar þau stóru verkefni sem Alþingi þarf að ljúka fyrir áramót vera tímafrek og því lítill tími til að mynda nýja ríkisstjórn. 19. desember 2016 18:29
Benedikt segir „andskotann ekki neitt“ að frétta af stjórnarmyndun Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir engan tíma vera til stjórnarmyndunarviðræðna. 20. desember 2016 12:31