Sigmundur Davíð hvetur fólk til að kjósa mann ársins á Rás 2 Jakob Bjarnar skrifar 28. desember 2016 17:30 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra og nú þingmaður flokksins. Vísir „Það er líka verið að kjósa mann ársins á Rás 2. Ég hitti konu hér frammi sem sagði að þar væri verið að akítera fyrir þessum Jóhannesi þarna,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður Framsóknarflokksins nú rétt í þessu. Og er þar vísast að tala um Jóhannes Kr. Kristjánsson blaðamann hjá Reykjavík Media – en viðtal við Jóhannes reyndist mikill örlagavaldur í lífi Sigmundar og ekki víst að hann kunni honum miklar þakkir. Sigmundur Davíð var kjörinn maður ársins á útvarpsstöðinni Útvarp Saga í dag. Hann mætti af því tilefni í viðtal til Péturs Gunnlaugssonar. Sigmundur Davíð var afar þakklátur hlustendum Útvarps Sögu og útvarpsstöðinni sem slíkri. Sagði Sigmundur Davíð meðal annars að það væri gleðiefni að til væri fjölmiðill sem þyrði að láta ýmsar skoðanir heyrast og héldi fram staðreyndum sem annars staðar væru látnar liggja á milli hluta. Einhverra hluta vegna.Um að gera að taka þátt í kosningunumEkki var betur á Sigmundi Davíð að skilja en svo að hann hvetti hlustendur Útvarps Sögu til að láta til sín taka í kosningunum um mann ársins á Rás 2. Sagði eitthvað á þá leið að um að gera væri að taka þátt í þeim kosningum líka. Samkvæmt heimildum Vísis er orðið á göngum Ríkisútvarpsins það að atkvæði honum til handa streymi inn í áður óþekktu magni; stuðningsmenn Sigmundar Davíðs virðast duglegir við að styðja sinn mann í þessu sem öðru. Eins og fram hefur komið hefur Sigmundur Davíð ítrekað sakað RUV um að leggja sig í einelti og víst er að margir bíða þess spenntir að heyra viðtal við Sigmund Davíð á Rás 2 þegar rætt verður við hann sem mann ársins – ef fer sem horfir.Þá er Sigmundur Davíð einnig einn af þeim tíu sem hægt er að kjósa um sem maður ársins í kjöri Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni og Vísis. Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á viðtalið af vef Útvarps Sögu. Fréttir ársins 2016 Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Sjá meira
„Það er líka verið að kjósa mann ársins á Rás 2. Ég hitti konu hér frammi sem sagði að þar væri verið að akítera fyrir þessum Jóhannesi þarna,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður Framsóknarflokksins nú rétt í þessu. Og er þar vísast að tala um Jóhannes Kr. Kristjánsson blaðamann hjá Reykjavík Media – en viðtal við Jóhannes reyndist mikill örlagavaldur í lífi Sigmundar og ekki víst að hann kunni honum miklar þakkir. Sigmundur Davíð var kjörinn maður ársins á útvarpsstöðinni Útvarp Saga í dag. Hann mætti af því tilefni í viðtal til Péturs Gunnlaugssonar. Sigmundur Davíð var afar þakklátur hlustendum Útvarps Sögu og útvarpsstöðinni sem slíkri. Sagði Sigmundur Davíð meðal annars að það væri gleðiefni að til væri fjölmiðill sem þyrði að láta ýmsar skoðanir heyrast og héldi fram staðreyndum sem annars staðar væru látnar liggja á milli hluta. Einhverra hluta vegna.Um að gera að taka þátt í kosningunumEkki var betur á Sigmundi Davíð að skilja en svo að hann hvetti hlustendur Útvarps Sögu til að láta til sín taka í kosningunum um mann ársins á Rás 2. Sagði eitthvað á þá leið að um að gera væri að taka þátt í þeim kosningum líka. Samkvæmt heimildum Vísis er orðið á göngum Ríkisútvarpsins það að atkvæði honum til handa streymi inn í áður óþekktu magni; stuðningsmenn Sigmundar Davíðs virðast duglegir við að styðja sinn mann í þessu sem öðru. Eins og fram hefur komið hefur Sigmundur Davíð ítrekað sakað RUV um að leggja sig í einelti og víst er að margir bíða þess spenntir að heyra viðtal við Sigmund Davíð á Rás 2 þegar rætt verður við hann sem mann ársins – ef fer sem horfir.Þá er Sigmundur Davíð einnig einn af þeim tíu sem hægt er að kjósa um sem maður ársins í kjöri Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni og Vísis. Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á viðtalið af vef Útvarps Sögu.
Fréttir ársins 2016 Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Sjá meira