Gylfi er Íþróttamaður ársins 2016 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. desember 2016 20:36 Gylfi Þór Sigurðsson. Mynd/SÍ/Vilhjálmur Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson var í kvöld kjörinn Íþróttamaður ársins 2016 en niðurstöður úr kosningu Samtaka íþróttafréttamanna voru tilkynntar við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu. Þetta er í annað skiptið sem Gylfi hlýtur sæmdarheitið Íþróttamaður ársins en hann var einnig kosinn Íþróttamaður ársins 2013. Aðeins tveir aðrir knattspyrnumenn hafa hlotið þessi verðlaun tvisvar eða þeir Ásgeir Sigurvinsson og Eiður Smári Guðjohnsen. Gylfi hafði verið í öðru sæti í kjörinu undanfarin tvö ár en fékk nú handleika styttuna eftirsóttu á nýjan leik. Sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir varð í öðru sæti í kjörinu í ár og þriðja varð síðan kylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Hrafnhildur og Ólafía Þórunn hafa aldrei áður verið ofar í kjörinu á Íþróttamanni ársins en Hrafnhildur varð þriðja í kjörinu í fyrra. Hrafnhildur Lúthersdóttir vann þrenn verðlaun á EM í 50 metra laug í maí en íslensk sundkona hafði aldrei áður unnið verðlaun á stórmóti í 50 metra laug. Hrafnhildur komst einnig í úrslit á Ólympíuleikunum í Ríó þar sem hún endaði í sjötta sæti í 100 metra bringusundi. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir náði besta árangri sem íslenskur kylfingur hefur náð þegar hún Tryggði sér keppnisrétt á LPGA atvinnumótaröðinni í Bandaríkjunum með eftirminnilegum hætti í byrjun desember. Ólafía fór í gegnum öll þrjú stig úrtökumótsins og endaði í öðru sæti á lokaúrtökumótinu en 20 efstu tryggðu sér keppnisrétt á LPGA á næsta tímabili. Gylfi Þór Sigurðsson er vel að þessu kjöri kominn enda magnað ár að baki hjá íslenska miðjumanninum á öllum vígstöðum. Gylfi átti frábært ár með bæði Swansea City í ensku úrvalsdeildinni sem og með íslenska landsliðinu í fótbolta sem sló í gegn á heimsvísu með því að komast alla leið í átta liða úrslit Evrópukeppninnar í Frakklandi. Gylfi sett nýtt íslenskt met í ensku úrvalsdeildinni með því að skora fjórtán deildarmörk á árinu en Eiður Smári Guðjohnsen átti gamla metið sem var frá árinu 2002. Gylfi skoraði 9 mörk fyrir Swansea í ensku úrvalsdeildinni frá janúar til maí og að flesta mati aðalástæðan fyrir því að velska liðið hélt sæti sínu í deildinni. Gylfi hélt uppteknum hætti í haust og er kominn með 5 mörk og 5 stoðsendingar í fyrstu 18 leikjum Swansea á þessari leiktíð. Gylfi var krefjandi hlutverki á miðju íslenska landsliðsins á EM í Frakklandi og einn allra besti leikmaður liðsins sem sló meðal annars út enska landsliðið í sextán liða úrslitum og komst alla leið í átta liða úrslit á sínu fyrsta stórmóti. Gylfi og félagar í íslenska landsliðinu eru síðan búnir að ná í sjö stig í fyrstu fjórum leikjum sínum í baráttunni um sæti á HM í Rússlandi 2018. Íslenska liðið er búið með tvo erfiðustu útileiki sína í riðlinu og er til alls líklegt á næsta ári. Gylfi skoraði alls tvö mörk í þrettán landsleikjum á árinu 2016 og annað markanna kom í 1-1 jafnteflisleik á móti Ungverjum í riðlakeppni EM.Íþróttamaður ársins 1956-2016: 1956 Vilhjálmur Einarsson 1957 Vilhjálmur Einarsson (2) 1958 Vilhjálmur Einarsson (3) 1959 Valbjörn Þorláksson 1960 Vilhjálmur Einarsson (4) 1961 Vilhjálmur Einarsson (5) 1962 Guðmundur Gíslason 1963 Jón Þ. Ólafsson 1964 Sigríður Sigurðardóttir 1965 Valbjörn Þorláksson 1966 Kolbeinn Pálsson 1967 Guðmundur Hermannsson 1968 Geir Hallsteinsson 1969 Guðmundur Gíslason (2) 1970 Erlendur Valdimarsson 1971 Hjalti Einarsson 1972 Guðjón Guðmundsson 1973 Guðni Kjartansson 1974 Ásgeir Sigurvinsson 1975 Jóhannes Eðvaldsson 1976 Hreinn Halldórsson 1977 Hreinn Halldórsson (2) 1978 Skúli Óskarsson 1979 Hreinn Halldórsson (3) 1980 Skúli Óskarsson (2) 1981 Jón Páll Sigmarsson 1982 Óskar Jakobsson 1983 Einar Vilhjálmsson 1984 Ásgeir Sigurvinsson (2) 1985 Einar Vilhjálmsson (2) 1986 Eðvarð Þór Eðvarðsson 1987 Arnór Guðjohnsen 1988 Einar Vilhjálmsson (3) 1989 Alfreð Gíslason 1990 Bjarni Friðriksson 1991 Ragnheiður Runólfsdóttir 1992 Sigurður Einarsson 1993 Sigurbjörn Bárðarson 1994 Magnús Scheving 1995 Jón Arnar Magnússon 1996 Jón Arnar Magnússon (2) 1997 Geir Sveinsson 1998 Örn Arnarson 1999 Örn Arnarson (2) 2000 Vala Flosadóttir 2001 Örn Arnarson (3) 2002 Ólafur Stefánsson 2003 Ólafur Stefánsson (2) 2004 Eiður Smári Guðjohnsen 2005 Eiður Smári Guðjohnsen (2) 2006 Guðjón Valur Sigurðsson 2007 Margrét Lára Viðarsdóttir 2008 Ólafur Stefánsson (3) 2009 Ólafur Stefánsson (4) 2010 Alexander Petersson 2011 Heiðar Helguson 2012 Aron Pálmarsson 2013 Gylfi Þór Sigurðsson 2014 Jón Arnór Stefánsson 2015 Eygló Ósk Gústafsdóttir 2016 Gylfi Þór Sigurðsson (2) Fótbolti Fréttir ársins 2016 Íslenski boltinn Íþróttamaður ársins Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Sjá meira
Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson var í kvöld kjörinn Íþróttamaður ársins 2016 en niðurstöður úr kosningu Samtaka íþróttafréttamanna voru tilkynntar við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu. Þetta er í annað skiptið sem Gylfi hlýtur sæmdarheitið Íþróttamaður ársins en hann var einnig kosinn Íþróttamaður ársins 2013. Aðeins tveir aðrir knattspyrnumenn hafa hlotið þessi verðlaun tvisvar eða þeir Ásgeir Sigurvinsson og Eiður Smári Guðjohnsen. Gylfi hafði verið í öðru sæti í kjörinu undanfarin tvö ár en fékk nú handleika styttuna eftirsóttu á nýjan leik. Sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir varð í öðru sæti í kjörinu í ár og þriðja varð síðan kylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Hrafnhildur og Ólafía Þórunn hafa aldrei áður verið ofar í kjörinu á Íþróttamanni ársins en Hrafnhildur varð þriðja í kjörinu í fyrra. Hrafnhildur Lúthersdóttir vann þrenn verðlaun á EM í 50 metra laug í maí en íslensk sundkona hafði aldrei áður unnið verðlaun á stórmóti í 50 metra laug. Hrafnhildur komst einnig í úrslit á Ólympíuleikunum í Ríó þar sem hún endaði í sjötta sæti í 100 metra bringusundi. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir náði besta árangri sem íslenskur kylfingur hefur náð þegar hún Tryggði sér keppnisrétt á LPGA atvinnumótaröðinni í Bandaríkjunum með eftirminnilegum hætti í byrjun desember. Ólafía fór í gegnum öll þrjú stig úrtökumótsins og endaði í öðru sæti á lokaúrtökumótinu en 20 efstu tryggðu sér keppnisrétt á LPGA á næsta tímabili. Gylfi Þór Sigurðsson er vel að þessu kjöri kominn enda magnað ár að baki hjá íslenska miðjumanninum á öllum vígstöðum. Gylfi átti frábært ár með bæði Swansea City í ensku úrvalsdeildinni sem og með íslenska landsliðinu í fótbolta sem sló í gegn á heimsvísu með því að komast alla leið í átta liða úrslit Evrópukeppninnar í Frakklandi. Gylfi sett nýtt íslenskt met í ensku úrvalsdeildinni með því að skora fjórtán deildarmörk á árinu en Eiður Smári Guðjohnsen átti gamla metið sem var frá árinu 2002. Gylfi skoraði 9 mörk fyrir Swansea í ensku úrvalsdeildinni frá janúar til maí og að flesta mati aðalástæðan fyrir því að velska liðið hélt sæti sínu í deildinni. Gylfi hélt uppteknum hætti í haust og er kominn með 5 mörk og 5 stoðsendingar í fyrstu 18 leikjum Swansea á þessari leiktíð. Gylfi var krefjandi hlutverki á miðju íslenska landsliðsins á EM í Frakklandi og einn allra besti leikmaður liðsins sem sló meðal annars út enska landsliðið í sextán liða úrslitum og komst alla leið í átta liða úrslit á sínu fyrsta stórmóti. Gylfi og félagar í íslenska landsliðinu eru síðan búnir að ná í sjö stig í fyrstu fjórum leikjum sínum í baráttunni um sæti á HM í Rússlandi 2018. Íslenska liðið er búið með tvo erfiðustu útileiki sína í riðlinu og er til alls líklegt á næsta ári. Gylfi skoraði alls tvö mörk í þrettán landsleikjum á árinu 2016 og annað markanna kom í 1-1 jafnteflisleik á móti Ungverjum í riðlakeppni EM.Íþróttamaður ársins 1956-2016: 1956 Vilhjálmur Einarsson 1957 Vilhjálmur Einarsson (2) 1958 Vilhjálmur Einarsson (3) 1959 Valbjörn Þorláksson 1960 Vilhjálmur Einarsson (4) 1961 Vilhjálmur Einarsson (5) 1962 Guðmundur Gíslason 1963 Jón Þ. Ólafsson 1964 Sigríður Sigurðardóttir 1965 Valbjörn Þorláksson 1966 Kolbeinn Pálsson 1967 Guðmundur Hermannsson 1968 Geir Hallsteinsson 1969 Guðmundur Gíslason (2) 1970 Erlendur Valdimarsson 1971 Hjalti Einarsson 1972 Guðjón Guðmundsson 1973 Guðni Kjartansson 1974 Ásgeir Sigurvinsson 1975 Jóhannes Eðvaldsson 1976 Hreinn Halldórsson 1977 Hreinn Halldórsson (2) 1978 Skúli Óskarsson 1979 Hreinn Halldórsson (3) 1980 Skúli Óskarsson (2) 1981 Jón Páll Sigmarsson 1982 Óskar Jakobsson 1983 Einar Vilhjálmsson 1984 Ásgeir Sigurvinsson (2) 1985 Einar Vilhjálmsson (2) 1986 Eðvarð Þór Eðvarðsson 1987 Arnór Guðjohnsen 1988 Einar Vilhjálmsson (3) 1989 Alfreð Gíslason 1990 Bjarni Friðriksson 1991 Ragnheiður Runólfsdóttir 1992 Sigurður Einarsson 1993 Sigurbjörn Bárðarson 1994 Magnús Scheving 1995 Jón Arnar Magnússon 1996 Jón Arnar Magnússon (2) 1997 Geir Sveinsson 1998 Örn Arnarson 1999 Örn Arnarson (2) 2000 Vala Flosadóttir 2001 Örn Arnarson (3) 2002 Ólafur Stefánsson 2003 Ólafur Stefánsson (2) 2004 Eiður Smári Guðjohnsen 2005 Eiður Smári Guðjohnsen (2) 2006 Guðjón Valur Sigurðsson 2007 Margrét Lára Viðarsdóttir 2008 Ólafur Stefánsson (3) 2009 Ólafur Stefánsson (4) 2010 Alexander Petersson 2011 Heiðar Helguson 2012 Aron Pálmarsson 2013 Gylfi Þór Sigurðsson 2014 Jón Arnór Stefánsson 2015 Eygló Ósk Gústafsdóttir 2016 Gylfi Þór Sigurðsson (2)
Fótbolti Fréttir ársins 2016 Íslenski boltinn Íþróttamaður ársins Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti