Steinunn Finnbogadóttir látin Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. desember 2016 07:54 Steinunn Finnbogadóttir ljósmóðir, borgarfulltrúi og aðstoðarráðherra er látin, 92 ára að aldri. Steinunn var fædd í Bolungarvík þann 9. mars árið 1924. Foreldrar hennar voru þau Finnbogi Guðmundsson sjómaður og verkalýðsforingi og Steinunn Magnúsdóttir húsfreyja. Steinunn lauk námi frá Ljósmæðraskólanum 1943 og átti farsælan feril sem ljósmóðir m.a. á Fæðingardeild Landsspítalans, Fæðingarheimili Reykjavíkur og Sólvangi í Hafnarfirði og var formaður Ljósmæðrafélags Íslands um árabil. Hún var í forystusveit kvenna sem létu til sín taka í félags- og stjórnmálum upp úr miðri síðustu öld. Var einn stofnenda og sat í stjórn Samtaka frjálslyndra og vinstri manna og var borgarfulltrúi flokksins í Reykjavík 1970-1974 og varaborgarfulltrúi 1974-1978. Árið 1971 varð Steinunn fyrsta konan á Íslandi til að gegna starfi aðstoðráðherra, en hún var aðstoðarmaður Hannibals Valdimarssonar Samgöngu- og félagsmálaráðherra til ársins 1973. Steinunn tók við stöðu forstöðumanns dagvistunar Sjálfsbjargar árið 1979 og starfaði þar til starfsloka 1993. Steinunn var sæmd riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu þann 17. júní 1982. Steinunn var gift Herði Einarssyni stýrimanni og eignuðust þau þrjú börn; Steinunni, Einar og Guðrúnu Öldu. Barnabörnin eru sjö og barnabarnabörnin 15. Sambýlismaður Steinunnar er Þorsteinn Vigfússon frá Húsatóftum á Skeiðum. Útför Steinunnar verður gerð frá Háteigskirkju föstudaginn 16. desember kl. 11. Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Steinunn Finnbogadóttir ljósmóðir, borgarfulltrúi og aðstoðarráðherra er látin, 92 ára að aldri. Steinunn var fædd í Bolungarvík þann 9. mars árið 1924. Foreldrar hennar voru þau Finnbogi Guðmundsson sjómaður og verkalýðsforingi og Steinunn Magnúsdóttir húsfreyja. Steinunn lauk námi frá Ljósmæðraskólanum 1943 og átti farsælan feril sem ljósmóðir m.a. á Fæðingardeild Landsspítalans, Fæðingarheimili Reykjavíkur og Sólvangi í Hafnarfirði og var formaður Ljósmæðrafélags Íslands um árabil. Hún var í forystusveit kvenna sem létu til sín taka í félags- og stjórnmálum upp úr miðri síðustu öld. Var einn stofnenda og sat í stjórn Samtaka frjálslyndra og vinstri manna og var borgarfulltrúi flokksins í Reykjavík 1970-1974 og varaborgarfulltrúi 1974-1978. Árið 1971 varð Steinunn fyrsta konan á Íslandi til að gegna starfi aðstoðráðherra, en hún var aðstoðarmaður Hannibals Valdimarssonar Samgöngu- og félagsmálaráðherra til ársins 1973. Steinunn tók við stöðu forstöðumanns dagvistunar Sjálfsbjargar árið 1979 og starfaði þar til starfsloka 1993. Steinunn var sæmd riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu þann 17. júní 1982. Steinunn var gift Herði Einarssyni stýrimanni og eignuðust þau þrjú börn; Steinunni, Einar og Guðrúnu Öldu. Barnabörnin eru sjö og barnabarnabörnin 15. Sambýlismaður Steinunnar er Þorsteinn Vigfússon frá Húsatóftum á Skeiðum. Útför Steinunnar verður gerð frá Háteigskirkju föstudaginn 16. desember kl. 11.
Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira